Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 12.10.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Föstudagur 12. október 1962. 5 Sverrir Júlíusson fimmtugur í dag Sverrir Júlíusson, útgerðarmað- ur, er fimmtugur í dag. Sverrir fæddist í Keflavík 12. október 1912. Foreldrar hans voru Sigríð- ur Sveinsdóttir og Júlíus Björns- son sjómað^;. Þá var brauðstritið í algleyming og ekki heiglum hent að koma sér áfram. Til þess þurfti beitingu ítrasta viljastyrks. Sverrir átti nóg af honum ásamt áköfum áhuga á því að fræðast. Sverrir hefur uppskorið góðan ávöxt átaks og framhyggju. Hann hefur verið umsvifamikill útgerðarmaður og leiðandi maður í samtökum útgerð- armanna um fjölda mörg ár. Hann var aðeins rúmlega þrítugur, þegar hann var kjörinn formaður Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna. Síðan hefur hann ætíð verið endur- kjörinn einróma í starfið. Þá hafði Sverrir byrjað umsvif sín á sviði útgerðar og frystihúsareksturs. Eru þau orðin mörg frystihúsin, sem Sverrir hefur annað hvort látið byggja eða tekið þátt í að setja á stofn. Á þeim tíma sem Sverrir hefur verið forystumaður íslenzkra út- vegsmanna hafa orðið miklar um- breytingar í framfaraátt innan íslenzks sjávarútvegs. Á slíkum umbreytingatímum reynir á beztu hæfileika manna, dugnað og glögg- skyggni og framsýni, ásamt víðri sýn yfir sérsvið sitt og landshagi. Þegar reyndi á þessa kosti hjá Sverri Júlíussyni brást hann aldrei, og hefur hlotið óskipt traust og virðingu að launum. Sverrir Júlíusson hefur verið frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í nokkrum þingkosningum. Enda þótt hann hafi ekki unnið sæti fyrir flokkinn á þingi, hefur hann stöðugt verið þar í sókn. Það er nefnilega einkenni í lífsferli Sverr- is að hann hefur alltaf verið í sókn- arátt. Kvæntur er Sverrir Ingibjörgu Þorvaldsdóttur og eru þau búsett í Reykjavík. Björn Snæbjörnsson f orst jóri—f immtugur Fimmtugur er í dag Björn Snæ- björnsson, forstjóri Nýja Bíós í Keflavik. Björn er fæddur á ísafirði, en fluttist á unga aldri til Vestmanna eyja. Þaðan fluttist Björn svo til Keflavikur og hefur búið þar síð- an. Björn hefur fengizt við marg- víslegan atvinnurekstur, m.a. verzl un, fiskverkun og síldarsöltun o. fl. Þá hefur Björn og látið félags- mál mjög til sín taka og hefur ætíð verið ötull baráttumaður Sjálfstæðisflokksins í Keflavík. Kona Björns er Elísabet Ásberg og eiga þau 2 börn. Allir sem Björn þekkja eða starf- að hafa með honum eru á einu máli um að þar sé um einstakan drengskapar- og ágætismann að ræða. Fimm slösuðust í gær Fyrsta slysið varð í gærmorgun er 3ja ára drengur varð fyrir bíl á Lindargötu, en frá því slysi skýrði Vísir þegar í gær. Um hádegisleytið var drengur fluttur frá Hlíðaskóla í slysavarð- stofuna. Hann heitir Steingrímur Kristjánsson, en um meiðsli hans er ekki vitað. Á 8. tímanum í gærkveldi varð roskin kona, Þorbjörg Ingimundar- dóttir Hringbraut 43 fyrir bifreið á mótum Sundlaugavegar og Laugarásvegar. Hún kvartaði eink- um undan sársauka í mjöðm, en mun þó ekki vera brotin né alvar- lega meidd. Skömmu fyrir miðnætti s.l. datt Agnar Magnússon I tröppum á Njálsgötu 36 með þeim afleið- ingum að hann fótbrotnaði. Auk þessa sem hér að framan getur var lögreglunni tilkynnt um óhapp, er drengur féll á bálköst og og brenndist við það á hendi. Hversu mikil brunasár hann hlaut veit blaðið ekki. Leiðrétting. í grein Egils Stardal cand. mag. i gær um launamál kennara varð sú misritun að full laun við fram- haldsskóla voru talin 6276, en átti að vera 7276 krónur. Verkamenn — Verkamenn Óskum eftir að ráða verkamenn, mikil vinna. VERK h.f., Laugavegi 105 Símar 11380 og 35974 Helgi Dan. . wwvs^/wwv Fiamhald at 16. slðu: markmann í aðalliðinu, en vant ar mann í varaliðið, sem getur hlaupið inn í aðalliðið. Það munar allmiklu á kaupi. 1 fyrsta lagi vissi ég ekkert hvort mér yrði boðinn samningur og í öðru lagi þótti mér þetta ekki nægilegt kaup fyrir fjölskyldu- mann. ieiðrétting Villa slæddist inn í frásögn blaðsins i gær af smámyntarsend- ingu, sem væntanleg er innan skamms. Þær 4.9 millj. peninga, sem koma að þessu sinni, skiptast í 1,2 millj. 5-eyringa, 2 milljónir 10-eyringa, 1,2 millj. 25-eyringa og 500,000 krónupeninga. KATLAR fyrir sjálfvirk kynditæki fyrir Súg- kyndingu aðeins það bezta u , §§ Bjöms Magnússonar Keflavík. Sími 1737. ^ Tónlist jpyrstu tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessu starfsári var beðið með al- mennri eftirvæntingu. Vinsældir hljómsveitarinnar eru miklar, og var mönnum sérstök forvitni að heyra hana heilsa nýjum stjórnanda. Ekki held ég að vonir hafi brugðizt. Hinn nýi hljómsveitarstjóri, William Strickland, kom fram sem ör- uggur og knálegur umsjónar- maður og Ieiðtogi. Ekki hélt hann mönnum sínum I neinum heljargreipum — heldur virðist hafa mikinri hug á að leyfa hljóðfæraleikumnum að halda fullu fjöri innan ramma sam- leiksins. Euryante-forleikur Webers í upphafi efnisskrárinn- ar mótaði þá mælistiku í glæsi- brag, sem áheyrendur geta mið- að vonir sínar við á komandi starfsári hljómsveitarinnar. — Þessu næst var fluttur konsert fyrir pfanó og hljómsveit eftir Dvorák. Einleikari var Rögn- valdur Sigurjónsson. Alltaf er fróðlegt að kynnast óþekktum tónsmíðum — hvort sem þau eru eftir „nýja“ meistara eða einn „hinna gömlu“ eins og f þetta skipti. Það er líka leiðinlegt að þurfa að viðurkenna, þegar hinn strangi afskiptaleysisdómur tím ans er réttlátur. Hér voru vand- kvæði á höndum: fyrstu tveir þættir konsertsins sundurlausir frá höfundarins hálfu, hljóð- færi einleikarans, hvorki sam- boðið honum né nokkrum öðr- um, sem ann og veldur kon- sertflygli. Það var mikill fengur að því, að Rögnvaldur hafði kon sertinn svo vel á valdi sfnu í þetta fyrsta sinn, er hann heyr- ist hérlendis. Dálítils misræmis gætti stundum milli einleikara og hljómsveitar og mun ástæð- an felast f því, hve illa heyrist milli hljóðfæraleikaranna á svið inu. Lokaverkefnið var sjöunda sinfónía Beethovens. Þar fannst mér hinar smávægilegu hraða- sveiflur t. d. í fyrsta og sfðasta þætti valda of mikilli orku- eyðslu, og sömuleiðis sætti ég mig illa við hið langa ritar- dando í „tríókafla þriðja þáttar. Hins vegar var val undirstöðu- hraða þáttanna alltaf prýðilegt. Yfirbragð tónleikanna í heild var tilgerðarlaus og bjart. Þegar glímuskjálfti þessarar byrjunar starfsársins er liðinn hjá, má vænta margra ánægju- Iegra stunda frá Strickland og sinfóníuhljómsveitinni. — Fyrir næstu tónleika má til með að athuga, hvort ekki er hægt að hindra þá truflun, sem niður líklega frá loftræstingu hússins, veldur. Hvað líður svo plasthimnin- um margumrædda. Þorkell Sigurbjörnsson. /WVWWWWWWWWWW/N/WWWVWWV/V/WV Jjurd— Delicious EPLIN • Öll af bezta gæðaflokki (extra fancy) • Sérhvert epli innpakkað • Fallega rauð, fersk og bragðgóð • Pökkuð í bakka-kassa • Geymast vel Fást nú aftur í verzlunum. INNFLYTJANDI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.