Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 18
TOLVUMAL Hálfdans Karlssonar. CODA-Enterprise, hugbún- aðurinn sem CODA yfirtók með samningnum, er hlutbundið verk- færasafn fyrir Windows. Hugbún- aðurinn innifelur m.a. vinnuflæðis- möguleika (workflow), eftirlit með gögnum í rauntíma (real time alerts), ýmsar tengingar við Inter- netið og veraldarvefinn, og upp- lýsingakerfi fyrir stjómendur. Þá er í hugbúnaðinum hlutbundið þróunarumhverfi með eyðublaða- ritþór og vinnslumáli (scripting language) sem nota má til að breyta skjámyndum og búa til ný viðföng sem tengjast CODA- Financials bókhaldshugbúnað- inum. CODA-Enterprise hefur verið kynnt nokkrum viðskipta- vinum, sölumönnum CODA á ráð- stefnu þeirra í Flórída, og helstu sérfræðingum Bandaríkjanna á sviði viðskiptahugbúnaðar (Meta Group, Forrester Research, Gartner Group, IDG) og hafa við- tökur verið mjög góðar. CODA- Punktar... Það er ekki liðinn langur tími frá því Microsoft hóf að bjóða vefráparann Internet Explorer 3.0. Forritið hefur náð fótfestu á markaðnum og grimmt stríð er í gangi á milli Netscape og Microsoft og svo virðist sem farið sé að draga saman á milli forritanna. Net- scape hefur þó enn í fullu tré við Microsoft og fyrirtækið ætlar sér að verða ætíð skrefi á undan með nýjungar, auk þess sem að státa af því að vera „cross-platform“, það er að bjóða Navigator á sem flest stýrikerfi. Netscape er farið að kynna Enterprise verður fáanlegur samhliða næstu útgáfu CODA- Financials, 6.0, sem von er á nú í haust. Besta leiðin á markaðinn Að mati undirritaðs er hér á ferðinni besta leiðin til útflutnings á þessari gerð hugbúnaðar. Til- tölulega lítil íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki, þótt stöndug séu og vel rekin, hafa hvorki fjármagn né tíma (né þekkingu, enn sem komið er) til að standa sjálf í mark- aðssetningu hugbúnaðar fyrir almennan markað á erlendri grund. Ef vinna á með sígandi lukku, sem jafnan er best, er tíminn útrunninn og varan orðin úrelt áður en markaðsfótfestu er náð. í okkar tilviki mátum við stöðuna þannig að markaðstækifærið myndi lokast aftur innan 18 mánaða. Mikið fjármagn þarf til að brjótast inn á næstu kynslóð rápara sem kallast Communicator og Microsoft er nú farið að kynna útgáfu 4.0 af Explorer. Com- municator á að vera einskonar miðstöð fyrir samskipti á Internet eða Intranet og einnig það sem kallað er Extranet, sem er einskonar samtenging Intraneta. Of langt mál er að telja upp allar nýjungarnar en afar athyglisverður eiginleiki verður innbyggður 3270 skjáhermir fyrir IBM tölvur svo hægt verði að tengja við stærri IBM græjur. Nánar er fjallað um Com- municator á slóðanum: http://www.netscape.com/ comprod/products/communi- cator/index.html. markað með nýja vöru á svo stuttum tíma. Hins vegar er fyrir- tæki á borð við CODA tilbúið með dreifileiðirnar, fjármagnið og markaðsþekk i ngu na - aðeins vant- aði hið tæknilega nýjabrum, sem fékkst'frá Islandi. Ekki sakar að með því fyrirkomulagi sem hér hefur verið lýst getur þróunar- teymið haldið áfram að gera það sem við gerum best. Islenski markaðurinn hefur reynst okkur góður heimamark- aður. Kröfuharka notenda, mikil samkeppni og metnaður íslensks hugbúnaðarfólks er gott veganesti til útflutnings og gerir hugbúnað okkar eftirsóknarverðari á heims- markaði. Áþreifanlegt dæmi um þetta er að finna í aðdraganda og stofnun CODA á íslandi ehf. Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnar vöruþróun hjá CODA á Islandi ehf. Markmið Microsoft með Explorer 4.0 er að tvinna sam- an rápforritið við skjáborðið í Windows og verður það eins og hvert annað hjálpartól í tölvunni. Fyrir utan hefðbund- ið rápforrit verður í 4.0 ýmis hjálpartæki lík þeim sem verða í Communicator en jafnframt mun forritið geta aflað sjálft upplýsinga samkvæmt for- skrift notandans, ekki ósvipað og Pointcast, en Microsoft mun líka ætla að tvinna Ex- plorer við önnur fonit sín svo að úr verði eitt samfellt kerfi. Áhugasamir geta kíkt á slóðann http://www.microsoft.com/ie/ ie40. 18 - MARS 1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.