Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 34

Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 34
TOLVUMAL Tillaga til þingsályktunar um aðgang uemenda að tölvum og tölvutæku námsefni lögð fram á Alþingi af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum. Alþingi skorar á ríkisstjórnina að gera áætlun um að innan þriggja ára hafi sérhver nemandi í opinberum skólum aðgang að tölvum og tólvutœku námsefni minnst einn tíma á dag. Nokkur atriði úr greinargerð með tillögunni Stefna ríkisstjórnar I framtíðarsýn ríkisstjórnar Islands um upplýsingasamfélagið er sett fram það meginmarkmið að íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upp- lýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. Möguleikar tölvuhugbúnaðar A undanförnum mánuðum og árum hefur sýnt sig þvílíkt afl býr í tölvum og netkerfum þegar litið er til upplýsingaöflunar og miðlunar. Þar sem kennsla er aðallega fólgin í miðlun þekkingar og upplýsinga má ljóst vera að tölvan getur verið mjög mikilhæft verk- færi í menntakerfinu. Nægir í því sambandi að benda á samband texta, tóns, mynda og kvikmynda í margmiðlunartölvum sem hægt er að miðla yfir net eða á ódýrum geisladiskum. Kostir þessa miðils umfram bókina og töfluna eru ótvíræðir. Hugmyndaauðgi kennara og hugbúnaðarfólks mun skapa nýjar víddir í kennslu með aðstoð þessa nýja verkfæris þar sem blandað er saman texta (bók), hljóði (fram- burður), myndum (lýsing) og kvikmyndum. Hugbúnaðargerð Ekki er nóg að kaupa tölvur til þess að ná fram markmiði þessarar þingsályktunartillögu. Má jafnvel fullyrða að tölvukaup ættu að vera undirmarkmið. Höfuðmarkmiðið er gerð nýs hugbúnaðar eða stað- færsla erlends kennsluhugbúnaðar. Mikilvægt er að hanna kerfi greiðslna fyrir afnot af kennslu- hugbúnaði sem hvetji kennara og hugbúnaðarfólk til þess að taka höndum saman við að búa til eða staðfæra hugbúnað sem bæði fræðir og kennir en er jafnframt hvetjandi og skemmtilegur. Enn fremur þarf hann að mæla árangur. Atak í gerð kennsluhugbúnaðar getur verið mikil hvatning til kenn- ara. Ef vel tekst til ætti átak í þessa veru að geta leitt til útflutnings á kennsluhugbúnaði. Leit að hugbúnaði Oft vill gleymast að kennsla á hugbúnað og umsjón og viðhald tölvukerfa og hugbúnaðar er mjög viðamikið starf. Því þarf að gera ráð fyrir þjálfun starfsfólks og kennara á þessum sviðum. Upplýsingar til kennara Tryggja þarf leiðir sem styðja og örva nýjar hugmyndir um kennsluefni. Þeir sem koma með skynsamlega hugmynd fái styrk, hlutafé eða víkjandi lán til þess að koma hugmyndinni í framkvæmd með aðstoð hugbúnaðarfólks. Setja þarf reglur um greiðslur fyrir afnot nemenda og kennara á geisla- diskum eða öðru menntaefni. T.d. mætti greiða fyrir aðgang hvers nemanda að forritinu. Það yrði hvatning til kennara, hugbúnaðar- fólks og fjárfesta að gera forritin skemmtileg og áhugaverð. Lauslegt mat á kostnaði Það er ljóst að framkvæmd slrks átaks kostar mikið fé en líta má á átakið sem langtímafjárfest- ingu. Til þess að árangur verði ein- hver er nauðsynlegt að setja ekki minni fjármuni í þróun hugbún- aðar en kaup á tölvum. I grunn- skólum landsins eru um 42 þús. nemendur. Ef gert er ráð fyrir að þrír verði um hverja tölvu þarf 14 þús. tölvur í grunnskólana. í fram- haldsskólunum eru 17 þús. nem- endur. Ef gert er ráð fyrir að hver þeirra þurfi eina tölvu þyrfti alls um 30 þús. tölvur. Þannig þyrfti að kaupa 10 þús. tölvur á ári. Áætla má að sá kostnaður verði um 600-900 millj. kr. Samkvæmt framansögðu væri eðlilegt að verja sömu upphæð til hugbúnaðar- gerðar. Átakið myndi því kosta 1.200-1.800 millj. kr. á ári. 34 - MARS 1997

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.