Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 31
Næstu skref
T O L V U
M Á
L
vægt að vera vakandi fyrir tæki-
færum og vera vandvirkir við val-
ið. Að hika er sama og að tapa er
orðtak, sem vel á við í hugbúnað-
argeiranum. Hraðinn er mikill og
við vegarkantinn liggja mörg hug-
búnaðarfyrirtæki sem gert hafa lítil
mistök og hafa ekki haft fjárhags-
legt bolmagn til að leiðrétta þau
né úthald til að bíða. Hér er vand-
rataður meðalvegur, því kapp er
best með forsjá.
Margt fleira verður að huga að
þegar um útflutning er að ræða.
T.d. handbækur, notendaleiðbein-
ingar, útgáfustýring, samningar,
þjónusta, viðbragðsflýtir, hver er
markaðs- og tækniþróun á mark-
aðsvæðinu.
Hver er staðan?
Reynslan af breska markaðn-
um sýnir að þar er mikill slagur í
hugbúnaðargeiranum. Svo virðist
sem evrópsk fyrirtæki noti breska
markaðinn sem prufu áður en þau
halda vestur og norður-amerísk
fyrirtæki sem prufu fyrir Evrópska
markaðinn. Það fæst því góð yfir-
sýn yfir það besta á markaðnum.
Enn er sala afgreiðslukerfanna
mest bundin einum vélbúnaðarsala
í Bretlandi. Markaðshlutdeild
okkar í Bretlandi teljum við vera
um 2% í verslunargeiranum. Þó
fótfestan sé ekki mikii í Bretlandi
þá hefur hún stutt okkur við sókn
inn í önnur lönd þar sem okkur
hefur tekist að ná mun betri mark-
aðsstöðu. Bresku tengslin hafa
einnig komið á öðrum mikilvægum
tengslum eins og til Japan. Gott
traust skapast, svo bæði breska
fyrirtækið og "japanska móður-
fyrirtækið er tilbúið að leggja
vinnu, þekkingu og fjármuni í
nýjar útgáfur. Góð tengsl við vél-
búnaðarframleiðendur eru nauð-
synleg. Sérstaklega þarf að komast
framarlega í þróunarröðina þannig
að nýr tækjabúnaður komi strax
inn á borð hjá okkur. Þessu mark-
miði hefur verið náð, þannig að við
fáum tæki áður en þau eru sýnd
öðrum dreifiaðilum. Það gefur
okkur síðan allt að 3 til 6 mánaða
forskot á ýmsa samkeppnisaðila.
Þó við séum ekki enn orðnir stórir
þá reynum við strax að hafa áhrif
á leikinn t.d. með tillögum til véla-
framleiðenda og virkri þátttöku í
alþjóðasamtökum eins og ARTS
(The Association forRetail Tech-
nology Standards). Þó við séum
enn ekki orðnir gjaldgengir leik-
menn í Bretlandi (með 26% mark-
aðshlutdeild) þá er því marki náð
í Danmörku og nálgast óðfluga í
fleiri löndum. Reynslan sýnir
einnig að þó fyrsta lota hafi tapast
í Bretlandi þá unnust næstu tvær í
leik þar sem reglur og umhverfi
breytist stöðugt og leikurinn mun
standa í það minnsta 15 ár í viðbót.
Þolgæði er því nauðsynlegt.
Leikreglur
Ég ætla ekki að skýra allar
reglur í leiknum, en þeim sem fly tja
út hugbúnað er hollt að hafa í huga
að það gilda ekki sömu reglur um
útflutning á öllum hugbúnaði. Það
að selja ráðgjöf og forritunarvinnu,
er ólíkt sölu á samskiptakerfum
(HBX-PAD), sem er ólíkt sölu á
afgreiðslukerfum, o.s.frv. Regl-
urnar breytast líka eftir markaðs-
svæðum og ekki er víst að það sé
heppilegt að spila eftir sömu regl-
um á öllum mörkuðum. Þó að þol-
gæði sé nauðsynlegur kostur þá er
einnig mikilvægt að vita hvenær
við stöndum halloka í leiknum til
að meta hvort og hvernig leiknum
skuli haldið áfram.
Þátttaka í leiknum í Bretlandi
hefur því reynst okkur happadrjúg
ekki síst vegna leikja sem er verið
að spila á öðrum mörkuðum. Auð-
vitað mætti fjárhagsleg útkoma úr
breska leiknum vera hagstæðari,
en reynsla og viðskiptavinir eins
og Arsenal Football Club, þar sem
kerfið þarf að standast mikið álag
á örskömmum tíma, hefur góð
áhrif um allan heim.
Næstu skref fela meðal annars
í sér, athugun á stofnun fyritækis í
Bretlandi til að sinna markaðnum
betur og minnka ferðakostnað,
öflugri sölustarfsemi og sala á
nýjum afurðum eins og sérhönn-
uðu kerfi fyrir veitingahús. Barist
verður af öllu afli til að ná 50%
árlegri söluaukningu næstu árin.
Páll Hjaltason er fram-
kvœmdastjóri Hugbúnaðar hf.
Punktar...
Nýr biðill fyrir hljóð
og mynd
Nýverið setti fyrirtækið
Progressive Networks á Netið
nýjan biðil fyrir hljóð og
mynd. Með honum má tengja
við hljóðmiðlara, til dæmis hjá
RÚV og við myndmiðlara og
skoða myndir sem eru vistaðar
sem skrár eða í beinni útsend-
ingu. Gæðin eru afar mismun-
andi en við bestu aðstæður um
ISDN línur má fá sömu hljóð-
gæði og á geislaplötum en þá
er hraðinn 80.000 bitar/sek. og
alveg ágæt myndgæði eru
þegar hraðinn er 45.000 bitar/
sek.
Slóðinn er www.real.com
og þangað má sækja að auki
miðlara til reynslu í 30 daga
en höfundur þessara lína setti
einn slíkan upp og það tók ekki
nema eina klukkustund að
koma honum í gang (þrátt fyrir
nánast engar leiðbeiningaid).
MARS 1997 - 31