Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 9
TOLVUMÁL Nokkur orð um útflutning hugbúnaðar Effir Kbrtan Ólafeson Undanfarin misseri hefur verið vaxandi umræða um möguleika íslendinga til útflutnings á hugbún- aði og ekki að tilefnislausu, því út- flutningur hugbúnaðar hefur auk- ist hlutfallslega hraðar en flestur annar útflutningur. Útflutningsþróun á hugbúnaði Ljóst er að tölfræðilegar upp- lýsingar um útflutning eru af skornum skammti. Seðlabankinn hefur þó gert könnun sem að hluta til er byggð á gjaldeyrisskilum, sérmerktum sem hugbúnaður og kemur þar í ljós að 1990 var útflutningur 10 M.Kr., 1991 30 M.Kr., 1992 60 M.Kr og svo ca. tvöföldun á ári, þannig var þessi upphæð 480 M.Kr. fyrir 1995. Ekki lágu fyrir upplýsingar um 1996 en gera má ráð fyrir að út- flutningur þess árs á hreinum hug- búnaði hafi nálgast einn milljarð. Ekki er tekinn með blandaður útflutningur þar sem verið er að flytja út búnað sem inniheldur veruleg verðmæti í formi hugbún- aðar. Ljóst er t.d. að Marel hf. er einn stærsti útflytjandi hugbúnaðai' en að því er ég best veit er sá hug- búnaður aðeins seldur sem hluti sérhæfðs vélbúnaðar. Annar hluti útflutningsins er í formi sérfræði- þekkingar sem ýmist er unnin hér- lendis eða hjá viðkomandi við- skiptavini erlendis. Ljóst er að hag- tölur eru ekki nákvæmar því hug- búnaði fylgja, eðli málsins sam- kvæmt, ekki útflutningsskýrslur enda ekki um hefðbundinn vöru- útflutning að ræða. Tvær megin ástæður eru fyrir því að útflutningshugbúnaður verður til. Önnur er sú að komið er auga á markaðslegan eða tækni- legan möguleika fyrir áhugavert verkefni sem ráðist er í að semja, oft fyrst og fremst sem útflutnings- vöru, hin ástæðan er sú að til stað- ar er hugbúnaður sem getið hefur sér gott orð á innanlandsmarkaði og eigendur ákveða að gera að út- flutningsafurð. f þessari grein ætla ég einkum að fjalla um þann hluta, enda er það í slíku verkefni sem fyrirtæki mitt hefur nokkra reynslu. Þegar fyrirtæki hefur fjárfest umtalsvert í afurð og fengið góðar undirtektir er eðlilegt að velt sé fyrir sér hvemig nýta megi þá fjár- festingu enn betur og ef verkefnið er ekki þeim mun sérhæfðara hvort unnt sé að koma því á erlendan markað. Ástæður þess að ísland er heppilegt til hugbúnaðargerðar: • Markaðurinn er kröfuharður. • Færni og menntun íslensks tölvufólks er síst lakari en í ná- grannalöndunum. • Mikil nýj ungagirni er í faginu. Segja má að bandarískar nýjungar komi oft við hér á landi á leið sinni til Evrópu og veiti okkur nokkurt forskot. Þetta forskot fer þó minnkandi. • íslensk fyrirtæki eru kaupglöð á nýjustu tísku og eru því al- mennt tæknilega framarlega. Þetta hefur knúið hugbúnaðar- fyrirtæki til að fylgjast enn bet- ur með nýjungum en ella. • Mikil vinnugleði íslenskra hugbúnaðarframleiðenda, sem eru tilbúnir að sætta sig við mun lengri vinnutíma en í flestum öðrum löndum þegar mikið liggur við. • Lægri launakostnaður en í nágrannalöndunum. • Markaðurinn hér er smár en persónuleg tengsl mikil. Þetta orsakar mjög snögga svörun frá markaðnum, sem er ómetanleg við þróun hugbúnaðar. Ferli og undirbúningur Eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að hefja útflutning er æskilegt að fara gegnum eftir- farandi ferli og áætlanir: • Velja markhóp og markað. Ráðlegt er í byrjun að velja sér lítið markaðssvæði til að læra af þannig að kostnaður og áhætta verði sem minnst. • Ákveða hvernig nálgast skuli þann markað, það er með beinni sölu, Interneti, umboðs- mönnuni eða á annan máta. • Framkvæma markaðskönnun, þar sem fram koma hverjir séu helstu keppinautar á viðkom- andi markaði, væntanleg verð og fleira. • Meta kostnað við þýðingu hug- búnaðarins, aðlögun að mark- aði, þar með talinn hjálpartexti og handbækur. • Áætla fyrir markaðssetningu þar með talin kynningargögn og auglýsingaefni. MARS 1997 - 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.