Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.03.1997, Blaðsíða 29
TÖLVUMÁL Reynsla af útflutningi afgreiðslukerfa Effir Pál Hialtason Allt frá stofnun Hugbúnaðar hf. 1984 hefur fyrirtækið flutt út hugbúnað og ráðgjöf. Fyrirtækið hefur selt ráðgjöf til Bahrain; forrit til NATO; Veðurstofu Finnlands; samskiptaforritið HBX-PAD til um 60 landa og afgreiðslukerfið HB-GPoS til 10 landa. Hugbún- aður hf. hefur í mörg ár gert þær kröfur til nýsmíði að kerfin gætu einnig farið á erlendan markað með litlum breytingum. Til að takmarka þessa grein þá mun aðeins fjallað um reynslu af útflutningi á afgreiðslukerfunum (HB-GPoS) á Bretlandsmarkað. Tilurð Afgreiðslukerfið varð til hér- lendis eftir að Hugbúnaður hf. hafði leitast við að finna heppilegt erlent kerfi til að aðlaga fyrir íslenskan markað. Ekkert kerfi fannst, sem ekki þurfti miklar breytingar. Því var ákveðið að skrifa grunn að afgreiðslukerfi, sem innihéldi þá þætti, sem við töldum nauðsynlega. Lögð var mikil vinna í að afmarka kerfið og gera skilfleti þannig að kerfið gæti gagnast mörgum gerðum verslana. Forritun Forritun fyrir alþjóðleglegan markað krefst þess að strax við hönnun sé tekið tillit til ýmissa atriða. Augljóslega eru hér atriði eins og tungumál, stafatöflur; gjaldeyrir, mælieiningar, reglur um upphækkanir og afrúnnun, skattar og fleiri atriði, sem taka þarf tillit til. (Fyrir þá sem ætla að skrifa fyr- ir erlendan markað þá má benda á að bæði Digital og Microsoft hafa gefið út bækur til leiðbeiningar um gerð forrita fyrir alþjóðlegan markað.) Eins og áður var sagt þá Frh. á næstu síðu Frh. affyrri síðu rænt þannig að ekki er notaður uppboðshaldari sem telur verðið, eins og gert er í Tengli, heldur ger- ist það á skjá þar sem kaupandinn getur fylgst með hækkandi verði og ákveðið á hve háu verði hann treystir sér að kaupa fiskinn. Not- uð verður klukka til að glöggva sig á tölunum sem einnig birtast. Sér- hver kaupandi tengist beint inn á kerfið frá skrifstofu sinni og tekur þátt í uppboðum þaðan. Einungis þarf einn starfsmann BASE til að stjórna uppboðinu. Þegar kaup- andi vinnur boð, þá velur hann þann fisk sem hann vill kaupa af skjánum (að hámarki þó 6000 kg) og kaupin ganga sjálfkrafa í gegn- um kerfið ef næg trygging er fyrir kaupunum. Þetta fyrirkomulag er mikið hagræði fyrir fiskkaupandann sem þarf ekki að eyða tíma í að fara á sjálfan fiskmarkaðinn til að taka þátt í uppboði eða vera í sambandi við umboðsmann sinn á fjarlægu uppboði. Sérhver kaupandi hefur einnig aðgang að öllum söluupp- lýsingum sem tengjast honum og getur hann flett upp á fiskkaupum og reikningum sem hafa verið gefnir út á hann. Aðgangsstýringar eru einnig mjög hertar til að fiskmarkaður X hafi ekki aðgang að „viðkvæmum“ gögnum hjá fiskmarkaði Y. Einnig var skrifað inn í Tengil viðskiptamannabókhald svo ekki þyrfti að tengja það við utanað- komandi bókhaldskerfi eins og gert er hér á landi. Þar sem BASE fær einungis afnota- og dreifingarétt á tölvu- kerfinu mun RSF sjá um allt við- hald og frekari nýsmíði CASS. Það er því ljóst að ef fyrirætlanir BASE um að selja kerfið sem víðast í Bandaríkjunum og Kanada takast þá er mikil þróunarvinna framundan hjá RSF. Það er ekki síst vegna þess að kerfinu er ekki bara ætlað að selja fisk heldur hvaða framleiðsluvöru sem er. RSF hefur hingað til einungis verið að þróa og viðhalda kerfinu til að þjóna íslenskum fiskmörkuðum sem allra best, en nú bætist ofan á að gera kerfið samkeppnishæft þar ytra á mörgum sviðum. Aukin vinna við þróun og við- hald er þó ekki eini ávinningur RSF því í samningi fyrirtækjanna er kveðið á um að RSF njóti þess ef vel gengur hjá BASE. Ingvar Örn Guðjónsson er forstöðumaður RSF. MARS 1997 - 29

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.