Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1997, Qupperneq 5

Tölvumál - 01.04.1997, Qupperneq 5
TOLVUMAL Félagssamþykktir Skýrslutæknifélags íslands 1. Nafn og aðsetur Heiti félagsins er Skýrslutækni- félag íslands, skammstafað SÍ. Aðsetur félagsins er í Reykjavík. 2. Markmið Skýrslutæknifélag íslands er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofn- ana á sviði upplýsingatækni. Markmið félagsins eru - að breiða út þekki ngu á upplýs- ingatækni og stuðla að skyn- samlegri notkun hennar - að skapa vettvang fyrir faglega umi'æðu og tengsl milli félags- manna - að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni - að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni - að styrkja notkun íslenskrar tungu í uppiýsingatækni 3. Félagsaðild Aðild að félaginu geta átt stofn- anir, fyrirtæki og einstaklingar. Aðild stofnana og fyrirtækja er bundin einstakiingum á þeirra veg- um. Hver skuldlaus félagi fer með eitt atkvæði á fundum félagsins. Félagar skulu fara að lögum og siðareglum félagsins. 4. Félagsgjöld og fjármál Aðalfundur ákveður félagsgjöld fyrir eitt ár í senn. Starfs- og reikningsár félagsins er almanaksárið. Félagsjöld til fél- agsins skulu greidd fyrir 1. apríl. Framkvæmdastjóri annast tjárreið- ur félagsins í samráði við gjaldkera þess. Endurskoðaða reikninga félagsins skal leggja fyrir aðalfund til sam- þykktar. Reikningar skulu vera að- gengilegir félagsmönnum á skrif- stofu félagsins 7 dögum fyrir aðal- fund. 5. Stjórn 5.1 Stjórnskipulag Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Fundurinn kýs félaginu stjóm sem annast mál- efni þess milli aðalfunda. Aðal- fundur kýs tvo skoðunarmenn reikninga félagsins. Aðalfundur setur félaginu siðareglur og kýs siðanefnd. Aðalfundur kýs rit- stjóra skv. gr. 6. Stjórn félagsins skipar starfsnefndir eftir því sem hún telur ástæðu til. Orðanefnd skal skipuð á fyrsta fundi stjórnar. 5.2 Félagsstjórn Stjórn félagsins skipa sex menn, allir kjömir til tveggja ára og skulu þeir ganga úr stjórninni á víxl. Kjósa skal formann sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum og kýs varafo- rmann, ritara og gjaldkera. Tveir varamenn skulu kosnir til eins árs í senn. Falli atkvæði jöfn á stjórnarfund- um ræður atkvæði formanns. Hætti stjórnarmaður í félaginu á kjörtímabilinu skal varamaður taka sæti hans til næsta aðalfundar, en þá skal kjósa stjórnarmann í stað hans til loka kjörtímabils hans. Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund. Stjórn skal í upphafi starfsárs setja sér starfsáætlun í samræmi við markmið félagsins. 6. Nefndir 6.1 Siðanefnd Siðanefnd skal skipuð þremur mönnum og einum til vara, kjörn- um til eins árs í senn. Tengist nefndarmaður meintu siðbroti telst hann vanhæfur og tekur vara- maður sæti hans í nefndinni og situr hann þar til málinu lýkur. Hlutverk siðanefndar er að úr- skurða í málum viðvíkjandi meint- um brotum á siðareglum félagsins. Siðanefnd tekur upp mál eftir ábendingum eða samkvæmt kær- um og er heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði. Úrskurðir siðanefndar eru öllum opnir. 6.2 Ritstjórn Ritstjórn skal skipuð ritstjóra, sem kosinn skal á aðalfundi til eins árs í senn, og ritstjórnarmönnum sem stjórn félagsins skipar í samráði við ritstjóra. Ritstjórn velur vara- ritstjóra úr sínum hópi. Hlutverk ritstjórnar er að ritstýra Tölvumálum, tímariti félagsins, og annarri útgáfu á vegum þess. 6.3 Orðanefnd Stjórn félagsins skipar formann orðanefndar og aðra nefndarmenn í samráði við hann, til tveggja ára í senn. Hlutverk orðanefndar er að efla og móta íslenskan orðaforða og íslenskt málfar í upplýsingatækni. 7. Aðalfundur Aðalfund skal halda eigi síðar en 14. febrúar ár hvert og skal boða hann bréflega með 14 daga fyrir- vara. Dagskrá aðalfundar er eftir- farandi: 1. Skýrsla stjórnar 2. Skýrslur nefnda og starfshópa 3. Reikningarfélagsins 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun fél agsgj alda 6. Stjórnarkjör 7. Kosning tveggja skoðunar- manna reikninga 8. Nefndakjör 9. Önnurmál Kosið skal skriflega sé þess óskað. APRÍL 1997 - 5

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.