Tölvumál - 01.04.1997, Side 8
TOLVUMAL
Lokaverkefni við
tölvuháskólann
Eflir Hebu Sburiónsdótlur
Um þessar mundir eru nemend-
ur TVÍ önnum kafnir við að vinna
lokaverkefni, en þau eru unnin á
síðustu námsönninni og eru há-
punktur verklegrar þjálfunar
þeirra í náminu. Lokaverkefni eru
unnin í nánu samstarfi við fyrir-
tæki og stofnanir utan skólans.
Markmiðið er að nemendur vinni
sjálfstætt að því að greina, hanna
og smíða nothæfan hugbúnað og
beiti til þess viðurkenndum aðferð-
um við hugbúnaðargerð. Verkefnin
endurspegla oft það nýjasta í hug-
búnaðargerð og geta því verið
áhugaverð fyrir aðra. Eg ætla að
segja í stuttu máli frá þeim verk-
efnum sem nú er unnið að, en þau
verða kynnt og sýnd opinberlega í
Tölvuháskólanum dagana 15. og
16. maí næstkomandi.
Lifandi vefsíður
Mörg fyrirtæki og stofnanir
vilja auka þjónustu við almenning
með því að veita aðgang að gögn-
um sínum gegnum veraldarvef
Internetsins. Þetta eru stundum
nefndar lifandi vefsíður og við
gerð þeirra koma ýmis hugbúnað-
artól við sögu. Vinsældir forritun-
armálsins Java koma svo sannar-
lega fram í lokaverkefnunum því
helmingur verkefnanna er skrif-
aður í Java að einhverju eða öllu
leyti. Java svipar til C++ hvað rit-
hátt og forritunarstíl varðar, en
með því eru búnar til skrár á tví-
undarformi sem hægt er að keyra
á mörgum tegundum tölva enda er
það mjög vinsælt fyrir Internet-
forritun. Auk Java er notað C++
ásamt HTML og mismunandi
tækni fyrir samskipti og skil við
gagnasafnskerfi og vefþjóna.
Verið er að vinna verkefni sem
mun veita íþróttaáhugamönnum og
tippurum aðgang á veraldarvefn-
um að miklu magni upplýsinga í
gagnasafni Islenskra getrauna, en
þar hafa safnast saman miklar
upplýsingar um úrslit leikja, gengi
liða, stöður í deildum og fleira sem
tengist boltaíþróttum einkum á
íslandi, Svíþjóð, Englandi og
Ítalíu. Markmið hópsins er einnig
að sýna úrslit á getraunaseðli vik-
unnar jafnóðum og þau verða kunn
og gefa notenda kost á að slá inn
opinn seðil og fylgjast með því
hvað hann hefur marga rétta.
Bæði Náttúrufræðistofnun ís-
lands og Hafrannsóknastofnun eru
meðal samstarfsaðila og er verið
að búa til upplýsingakerfi á verald-
arvefnum fyrir þær. Ahugafólk um
náttúrufræði, nemendur og kennar-
ar munu geta fylgst með fréttum
af nýlegum náttúrufyrirbærum,
skoðað upplýsingar um bókakost,
sérfræðirit og safngripi á Náttúru-
gripasafni íslands. Ef vel tekst til
verður jafnvel hægt að skoða safn-
gripina f þrívíddarheimi á vefnum.
Þeir sem hafa áhuga á upplýsing-
um Hafrannsóknastofnunar um
veiðistofna, veiðisvæði, afla og
innbyrðis tengsl þessara þátta á
Frh. á næstu síðu
Frh. affyrri síðu
nefnd þykir það slæmur kostur og
býður nú upp á heitiðþjarki, skyll
orðinu vinnuþjarkur. Drög að
nýrri skilgreiningu líta þannig út:
robot þjarki
Vél sem venjulega er forritan-
leg og er hönnuð til að fram-
kvæma með sjálfvirkri stýringu
verkþætti þar sem þarf að
handleika hluti og flytja þá til.
Önnur hugtök þar sem þjarki
kemur fyrir og eru á borði orða-
nefndar eru þessi:
robotics þjarkafræði
robot vision þjarkasjón
robot system, robotic system
þjarkakerfi
manipulating industrial robot
handlaginn iðnaðarþjarki
knowbot, knowledge robot, ro-
botic librarian þekkingarþjarki
Web crawling infobot vefskrið-
ilsþjarki (eða vefskriðsþjarki)
Orðanefnd biður lesendur pist-
ilsins um viðbrögð við þessum
hugmyndum.
Stefáin Briem er ritstjóri
Tölvuorðasafns og starfs-
maður orðanefndar Skýrslu-
tœknifélags Islands.
Netfang: stefan @ ismal. hi. is
Veffang Tölvuorðasafns:
http://www. ismal. hi. is/to/
8 - APRÍL 1997