Tölvumál - 01.04.1997, Síða 15
TÖLVUMÁL
Reynslusaga úr atvinnulífinu:
Lykilatriði í markaðslegri
sókn og rekstrarlegri
hagræðingu
Grein þessi er byggð á fyrirlestri sem
haldinn var ávegum SI14. nóvember 1996
Ef VðarViðatssonoa
Steinaiím Hdmsteinsson
Inngangur
Á síðustu árum hefur innan
Olíufélagsins hf. ESSO verið
unnið mikið uppbyggingarstarf í
málaflokknum upplýsingatækni.
Innan fyrirtækisins hefur orðið
gagnger hugarfarsbreyting frá því
að litið var á tölvur sem illa
nauðsyn í það að nú er litið á upp-
lýsingatæknina sem eina aðal-
uppsprettu möguleika til mark-
aðslegrar sóknar og rekstrar-
legrar hagræðingar. Þetta hefur
leitt til þess að staða upplýsinga-
tækninnar hefur gjörbreyst innan
fyrirtækisins, sem meðal annars
endurspeglast í stöðu hennar innan
skipurits félagsins. Fyrirtækið
getur í dag vísað til verulegs árang-
urs í markaðs og rekstrarlegu tilliti
með tilkomu þessara áherslu-
breytinga, sbr. Safnkortakerfi
ESSO, sem er afar öflugt mark-
aðstæki, og nýlokna gagngera
endurgerð helstu vinnuferla
fyrirtækisins.
Aðstæður á
samkeppnismarkaði
olíufélaga
Samkeppni olíufélaganna hefur
í gegnum tíðina verið með nokkuð
sérstökum hætti. Lengi gerði ís-
lenska ríkið viðskiptasamninga við
þáverandi Ráðstjórnarríki sem
náði m.a. til kaupa á eldsneyti.
Þessir samningar voru framseldir
olíufélögunum, sem sáu um dreif-
ingu innanlands og sölu. Verð elds-
neytisins var undirlagt verðlags-
ákvæðum; var nákvæmlega það
sama hjá öllum olíufélögum og
eins alls staðar á landinu. Á árinu
1992 var fyrirkomulagi innflutn-
ings breytt þannig að olíufélögin
hefja sjálf innkaup eldsneytis
erlendis frá. Samtímis er verð-
lagning eldsneytis gefin frjáls, þó
með þeim takmörkunum að sama
verð skuli gilda til sömu nota um
allt land.
Verðmyndun bensíns er þannig
að innkaupsverð og flutningur til
landsins er um 16% útsöluverðs-
ins, opinber gjöld 70%, en allur
dreifingar- og sölukostnaður inn-
anlands, ásamt álagningu er ein-
ungis 14%. Af þessu má ljóst vera
að álagning olíufélaganna er hverf-
andi hluti útsöluverðsins.
Öll olíufélögin kaupa erlendis
frá í svipuðu magni á svipuðum
kjörum, svipaða vöru. Því er tak-
markað hversu hatrömm verðsam-
keppnin getur orðið á þessum
markaði. Þessi markaður hefur þó
síður en svo verið samkeppnislaus.
I útgerðinni er barist um sérhvern
viðskiptavin og á bensínmark-
aðnum hefur sífellt verið bryddað
Utsöluverð á ben
isiui
Opinber gjöl
70%
Dreifing , sala , álagning
14%
Innkaup , flutningur
16%
Mynd #1
APRÍL 1997 - 15