Tölvumál - 01.04.1997, Page 16

Tölvumál - 01.04.1997, Page 16
o V U M upp á nýjungum, sbr. seðlasjálf- salar, kortasjálfsalar, blýlaust bensín, íblöndunarefni, viðskipta- kort, breytt smávöruúrval, breyttur og lengdur opnunartími eða ímyndarátak. Því er það, þó verð sé svipað á milli olíufélaganna, að það er alls ekki merki um litla sam- keppni, frekar hið gagnstæða. Staða upplýsinga- tækninnar innan Olíufélagsins Rekstur Olíufélagsins hefur í gegnum tíðina gengið vel og af- koma þess ekki versnað, þótt seinni árin hafi samkeppnin aukist til muna. Þessu er fyrst og fremst að þakka að innan fyrirtækisins er markvisst beitt aðferðafræði markmiðastjórnunar og endur- gerðar vinnuferla og með stuðn- ingi upplýsingatækninnar er fyrirtækið í dag 50 ára, síungt og vel í stakk búið til að berjast á síharðnandi markaði. Skipurit Olíufélagsins er að flestu leyti hefðbundið, nema hvað viðkemur stöðu upplýsingatækn- innar innan þess. Það sem gerir skipuritið óhefð- bundið er staða forstöðumanns upplýsingatæknideildar, en hann er hluti af framkvæmdastjórn fyrir- tækisins. Þetta fyrirkomulag er í dag talin vera forsenda fyrir vel- heppnaðri uppbyggingu upplýs- ingatækninnar innan fyrirtækisins. Því miður er það þannig enn í mörgum fyrirtækjum að tölvu- deildir eru lokaðar innan fjármála- sviða þeirra og lítið notaðar til annars en að vélvæða bókhald hvers konar. Gróskan í upplýsinga- tækni innan Olíufélagsins hefur ekki hvað síst verið í markaðs- tengdum málum, enda er það þar sem fyrirtæki geta aflað sér sam- keppnisyfirburða en ekki við færslu bókhalds. Markaðsleg nýsköpun með upplýsingatækni: Safnkort Esso Samkvæmt þjónustukönnunum segja 70% viðskiptavina bensín- ESSO-Safnkort ESSO-Fyrirtœkjakort ESSO-Einkak ..Myiicr#3' stöðva að staðsetning stöðvanna ráði vali sínu á bensínstöð og þá helst staðsetning nálægt heimili. Þetta skýrir að mestu mismuninn á markaðshlutdeild olíufélaganna. Hlutdeild Olíufélagsins er á lands- byggðinni mun meiri, enda með fleiri útsölustaði þar en hin olíu- félögin til samans á meðan á stór- Reykjavíkursvæðinu er svipaður fjöldi útsölustaða allra olíufél- aganna og markaðshlutdeildin á því svæði þess vegna svipuð. Þetta þýðir að í bensíni er Olíufélagið með um og yfir 40% markaðs- hlutdeild á landsvísu en hin olíu- félögin minna. Samkeppni síðustu ára hefur miðast við eitt af þrennu. I fyrsta lagi hefur verið reynt að skapa sér jákvæða ímynd meðal almennings, sbr. „græðum landið með OLIS“, „skógrækt með SKELJUNGI“ eða „sækjum landið heim með ESSO“. I öðru lagi hefur verið reynt að bæta og auka þjónustuna við viðskiptavinina í þeirn tilgangi að fá þá til að koma frekar til eins olíufélags en til annars og í þriðja og síðasta lagi hefur verið reynt að skapa sér einhverja sérstöðu á markaðnum og er „Betra Bensín“ SKELJUNGs"og „Hreint Systern 3“ frá OLÍS dæmi um það. Hingað til hafa þessi átök ekki leitt til verulegra breytinga á mark- aðshlutdeild, enda er þeim öllum sammerkt að þau byggja ekki upp 16 - APRÍL 1997

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.