Tölvumál - 01.04.1997, Side 19

Tölvumál - 01.04.1997, Side 19
TÖLVUMÁL MBONE - Gagnvirk margmiðlun á Internetinu effir Gunrar Guðmundsson Inngangur Vafalaust hafa margir lesendur Tölvumála notað hugbúnaðinn RealAudio. Þannig biðlarar eru notaðir til þess að tengjast um Internetið við miðlara hérlendis eða erlendis, sem senda út ýmis konar efni í formi hljóðgagna. Þegar notandi tengist slíkum rniðl- ara hefur miðlarinn sendingu á gögnum sem eingöngu eru ætluð notandanum. Gögnin geta verið ákveðnar skrár sem eru valdar úr safni miðlarans til spilunar og virk- ar hann þá sem n.k. glymskratti (e. jukebox, e. music on demand). Miðlarinn getur einnig verið að senda út lifandi dagskrá útvarps- stöðvar, tónleika, kappleik eða blaðamannafund og er þá talað um lifandi miðlun (e. livestream). I slíkum tilfellum eru margir sam- tímanotendur að hlusta á sömu gögn. Miðlarinn sendir þá frá sér jafnmörg afrit af upplýsingunum eins og fjöldi þeirra notenda er sem tengdir eru hverju sinni. Mörg afrit af sömu gögnunum eru því að fara um hlekki fjar- skiptakerfisins á svipuðum tíma og er nýting kerfisins í slíkum tilfell- um léleg, sérstaklega ef margir not- endur eru staðsettir nálægt hver öðrum á netinu. Tækni Áðurnefnd takmörkun kemur til af því að tæknin sem býr að baki Internetinu býður upp á eftir- farandi samskiptaleiðir: einvarp (e. unicast, point-to- point): Ein tölva sendir pakka út á netið til einnar annarrar tölvu. víðvarp (e. broadcast): Ein tölva sendir pakka út á netið til allra tölva á sama undirneti (e. subnet). Þessar aðferðir eru ekki rnjög hentugar fyrir miðlun á lifandi efni eins og áður var lýst. Dr. Steve Deering lagði grunn að lausnum á þessu vandamáli í doktorsverkefni sínu í Stanford árið 1992 þegar hann lagði til aðferðir sem nefndust fiölvarp (e. multicast, point-to-multipoint). Fjölvarp byggist á því að tölva á Intemetinu getur sent til afmarkaðs hóps af tölvum með því að senda pakka á ákveðið hópnetnúmer (e. D class address), á bilinu 224.0.0.0 - 239.255.255.255. Tölvurnar í hópnum hafa þá tilkynnt sig í hann áður með því að senda út þar til gertmerki. Með vinnu sinni í Stanford og síðar hjá Xerox PARC lagði Deer- ing ásarnt félögum sínum gmnninn að MBONE (The Multicast Back- bone) tölvunetinu. Þegar talað er um MBONE er oft átt við netið sem gerir notend- um kleift að nýta sér fjölvarp eða forritin sem fólk keyrir til þess að fylgjast með þeim útsendingum sem fram fara á netinu. Oftast er átt við hvort tveggja. MBONE er sýndarnet (e. vir- tual network) sem „situr“ ofan á Internetinu. Það samanstendur af eyjum sem hver um sig býður upp á fjölvarp. Á hvemi þessarra eyja er einn fjölvarpsleiðstjóri (e. multicast router). Slfkur leiðstjóri getur annað hvort verið hugbún- aður sem keyrir á tölvu (t.d. „dae- mon“ sem keyrir á UNIX) eða hefðbundinn leiðstjóri sem býður upp á fjölvarpssendingar. Enn sem komið er, er í flestum tilfellum notaður hugbúnaður sem kallast „mrouted" - „multicast routing daemon“ sem þróaður var af Deer- ing og félögum og fæst frítt af Intemetinu. Pípur (e. tunnels) „mrouted“ hugbúnaðarpakkinn býður notendum á sama undirneti upp á fjölvarp og til þess að koma á tengingum út fyrir þá eyju sem leiðstjórinn þjónar er sett upp svokölluð pípa (e. tunnel). Slík pípa er ætíð sett upp á milli tveggja leiðstjóra og gerir stjórum netsins kleift að stýra fjölvarpspökkum á milli sín um hefðbundna leiðstjóra sem aðeins bjóða upp á einvarp. Þetta er mjög mikilvægt atriði í MBONE tækninni því þetta gerir kleift að byggja fjölvarpsnet ofan á einvarpsneti eins og Internetinu. Notuð er svokölluð hjúpunarað- ferð (e. encapsulation) til sendinga í gegnum pípur. Hún virkar þannig að fjölvarpsgögn eru sett inn í gagnasvið IP pakkans og þannig pökkuð inn áður en þau eru send um pípuna og afpökkuð á hinum enda hennar. Fyrir hverja pípu er skilgreind- ur kostnaður (e. metric) sem býður upp á forgangsröðun leiða í netinu. Þegar fjölvarpsleiðstjórarnir velja leiðir eru reiknaðar út stystu leiðir frá sendanda til móttakanda (t.d. APRÍL 1997 - 19

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.