Tölvumál - 01.04.1997, Side 20

Tölvumál - 01.04.1997, Side 20
TOLVUMAL með Dijkstra algríminu) í gegnum safn af pípum. Sú leið er valin sem lágmarkar summu kostnaðar píp- anna á allri leiðinni. Rekstraraðili fjölvarpsleiðstjóra gæti til dæmis sett upp tvær pípur frá stjóra sínum og notað aðra sem aðalleið og hina sem varaleið og skilgreint hærri kostnað fyrir hana. Þegar notandi á MBONE net- inu hefur sendingu á efni út á netið þá skilgreinir hann hversu langt hann vill að sending hans dreifist með því að ákvarða svokallað dreifing þeirra verður takmörkuð við ákveðið svæði. Stærð svæðis- ins ræðst af upphafsgildi pakkans og þröskuldsgildi pípanna. Einnig er hægt að takmarka aðgang notenda að sendingum á netinu með lyklun (e. encryption). Notendur verða þá að þekkja lykilorð að sendingunni til þess að geta móttekið gögn og tekið þátt í henni. Til þess að spara bandvídd í MBONE netinu var innleidd að- ferð í fjölvarpsleiðstjórana sem er leiðstjóranum, er að fylgjast með, sendir stjórinn merki til næsta stjóra um að nú vilji hann hætta samskiptunum og fjölvarpspakkar fyrir hópinn hætta að streyma á milli leiðstjóranna. Þannig er flutningsgeta netsins nýtt á skynsamlegan hátt með sam- nýtingu á meðal notenda og gögn ekki send um fjarskiptahlekki á milli leiðstjóra nema beiðni hafi borist þar að lútandi frá notendum. Flest forrit á MBONE netinu nota frekar skeytasenditækni UDP □ Vinnustöð U Fjölvarpsleiðstjóri (e. multicast router) “mrouted” O Einvarpsleiðstjóri (e. unicast router) = Pípa (e. tunnel) Dæmi um MBONE tengingar TTL-sildi (e. time to live). Hvern pakka sem hann sendir frá sér merkir hann með þessu gildi (t.d. ttl=16 fyrir afmarkaðan hóp ogttl=127 fyrir „global“ sending- ar). Hver pípa í netinu fær líka sitt fasta TTL gildi, kallað þrösk- uldssildi hennar. Þegar leiðstjóri fær til sín pakka ætlaðan fjölvarpi skoðar hann TTL gildi hans og þröskuldsgildi allra pípanna sem hann er tengdur og ef gildi pakkans er hærra en gildi pípa byrjar hann á því að lækka gildi pakkans um einn og sendir síðan pakkann eftir þeim. Ef hins vegar gildið er of lágt fyrir allar pípurnar þá er pakkanum hent. Þannig lækka gildi pakkanna þegar þeir ferðast um netið og kallast útilokun (e. pruning). Þessi aðferð virkar þannig að leiðstjóri sendir ekki pakka yfir pípu til annars stjóra nema komið hafi beiðni frá honum um að senda við- komandi sendingu áfram eftir pípunni til hans. Þegar notandi vill tengjast ákveðinni útsendingu á MBONE netinu þá sendir hann beiðni til þess fjölvarpsleiðstjóra sem hon- um þjónar og stjórinn sendir síðan beiðni áfram til næsta stjóra um sendingu á fyrrnefndum gögnum. Sá stjóri gæti þurft að senda beiðn- ina áfram til næsta nágranna síns. Þegar notandinn hættir að fylgjast með útsendingunni sendir hann merki til leiðstjóra síns. Ef enginn annar notandi, sem tengdur (e. datagram) en rásatengd sam- skipti eins og TCR UDP er hent- ugri leið fyrir gagnvirka margmiðl- un þar sem menn geta ekki sætt sig við miklar seinkanir en geta á hinn bóginn sætt sig við örlítið tap á gögnum, sbr. sendingar á hljóði og hreyfimyndum. Framleiðendur leiðstjóra bjóða margir hverjir upp á fjölvarp. Slíkir stjórar geta þá unnið með „mrouted“ hugbúnaðinum sem notar sér pípur og í framtíðinni koma pípurnar til með að hverfa og allir stjórar Intemetsins verða fjölvarpsleiðstjórar. Hugmyndin um pípurnar var enda í upphafi hugsuð sem bráðabirgðalausn. 20 - APRÍL 1997

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.