Tölvumál - 01.04.1997, Side 21

Tölvumál - 01.04.1997, Side 21
TOLVUMAL Notendaforrit Þegar notandi tengir sig við MBONE netið byrjar hann á því að keyra upp forritið ‘sdr - ses- sion directory’. Sdr er nokkurs konar dag- skrárgluggi fyrir netið. Þar getur notandi séð lista yfir allar þær sendingar/atburði sem eru í gangi á netinu og hann getur tengst og tekið þátt í. Hann getur séð hvort slíkar sendingar noti mynd-, hljóð-, texta- eða teiknisendingar og hvers konar kóðunaraðferðir og hjálparforrit eru notuð. Með því að smella á eina af sendingunum keyrir kerfið upp hjálparforrit og notandinn er kominn í samband í gegnum netið. Þá getur hann valið á milli mynd-, hljóð, texta eða teiknisendingar eða allt saman eftir þeini bandbreidd sem hann hefur aðgang að. Notandi getur líka hafið nýja útsendingu með ‘sdr’ og skilgreint hversu dreifð sú sending skal vera og á hvaða formi efnið verður sent út (mynd, hljóð, ...). Hann skilgreinir þá einnig hvaða hjálp- arforrit hann notar fyrir útsend- inguna. Nú gæti einhver skilið sem svo að sendingarnar á MBONE netinu séu ekki gagnvirkar en það er nú öðru nær því hjálparforritin sem til eru bjóða notendum upp á fulla gagnvirkni þannig að fólk getur ekki aðeins fylgst með útsending- um heldur tekið þátt í alvöru spjallrásum eða notað tæknina t.d. sem myndfundasíma. Reyndar er það svo að það vantar tilfinnan- lega forrit fyrir netið sem nota mætti í „Teleconferencing“. Þar hefði fyrirlesari fulla stjórn á því hvenær hann gæti einn talað og sent út hljóð og skýringarmyndir út á netið og hvenær aðrir gætu komið inn með fyrirspurnir. Þessi miðstýrði eiginleiki er ekki til staðar í neinu forriti sem höfundur hefur séð eða lesið um, heldur geta allir truflað sendingar hvenær sem þeir vilja. Sdr geymir einnig upplýsingar um þær sendingar sem áætlaðar eru á næstu vikum á netinu. Vic - videoconferencing tool. Þetta forrit sér um móttöku og sendingu á hreyfimyndum. Það getur kóðað og afkóðað skv. nokkrum stöðlum, en oftast er notaður H.261 enda er hann vel útfærður í vic. Forritið getur einnig notað vélbúnað sem er til staðar í tölvunni til þess að sjá um kóðun/ afkóðun. Notandi forritsins getur stjórnað því hversu marga ramma hann sendir á sekúndu.Hann byrjar á því að sjá alla þá sem taka þátt í sendingunni í litlum römmum og getur síðan stjórnað nokkuð stærð og upplausn á hverjum og einum þátttakenda. Forritið gefur líka upplýsingar um móttekinn gagna- straum frá hverjum og einum (rammar/s, kb/s) og á hvaða 1P netnúmeri þeir eru tengdir. Vic á líka að geta afritað sendingar niður á disk og spilað síðar. Vat - visual audio tool. Vat sér um móttöku og sendingu á hljóði. Þegar forritið er keyrt upp birtist listi af þeim sem eru tengdir og er nafn þess sem talar hverju sinni upplýst þannig að það fer aldrei á milli mála hver talar. Notandi getur hækkað og lækkað móttökustyrk sinn og útsendingarstyrk með sleðum (e. slidebars) og fengið upplýsingar um þátttakendur. Vat getur kóðað og afkóðað hljóð skv. nokkrum aðferðum og má þar nefna, GSM (13 kbps), LPC (8 kbps) og PCM (64 kbps). VW; - whiteboard wb eða krítartaflan er „bitmap“ teikniforrit þar sem margir notend- ur teikna á sama blaðið á svipuð- um tíma (e. document sharing). Hægt er að teikna fríhandarteikn- ingu, strik, hringi og kassa eða skrifa texta. Teikniblaðinu er skipt upp í mörg lög og fær hver tengdur notandi úthlutað einu lagi. Þannig er hægt að einbeita sér að því að skoða hvað hver notandi hefur teiknað eða skrifað og útiloka alla aðra. Hægt er að hlaða Postscript- eða textaskrám inn í forritið. Krítartöfluna er líka hægt að keyra í fyrirlestrarham þannig að ein- ungis sá sem hóf sendinguna geti teiknað og skrifað. Ofangreind forrit eru öll að- skilin þannig að notandi sem hefur litla bandvídd inn í MBONE netið getur valið að fylgjast með fyrir- lestri með því að keyra aðeins upp „vat“ og „wb“ án þess að þurfa að keyra upp „vic“. Þetta er mjög mikill kostur og gerir kerfið miklu sveigjanlegra en ef öll notenda- tilfelli væru saumuð saman í einu forriti. Fleiri notendaforrit eru til fyrir MBONE, en þau sem nefnd hafa verið eru mest notuð og eru til á Intemetinu fyrir eftirfarandi „plat- form“: Fyrir flest afbrigði af UNIX (þar með talið LINUX), Windows NT og Windows 95. Frægar sendingar Ein allra frægasta útsending á MBONE netinu var 18. nóvember 1994 þegar sýnt var í 25 mínútur frá Rolling Stones tónleikum sem fram fóru í Dallas í Texas. Margir ætla að þessi atburður hafi markað tímamót á netinu þegar notkun þess í viðskiptalegum tilgangi hófst fyrir alvöru. Fyrsta sendingin var hljóðsend- ing frá fundi IETF (Internet Engi- neering Task Force)í San Diego í mars 1992. Þá var fylgst með á 20 stöðum. Síðan hafa aðilar eins og Cisco og Microsoft bæst í hópinn en þeir senda út frá tækniráðstefnum sínum. Einnig hafa aðilar í Evrópu sem starfa á vegum rannsóknar- áætlunar ESB í fjarskipta- og upp- lýsingatækni sent frá ráðstefnum sínum. Einn fastur liður í dagskrá netsins eru útsendingar frá rann- sóknarstöð NASA, en þaðan eru sendar fréttir af ferðum geimferj- unnar og rannsóknum stofnunar- innar. APRÍL 1997 - 21

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.