Tölvumál - 01.04.1997, Síða 25
TOLVUMAL
er með að notendum fjölgi úr
136.000.000 manns í 580.000.000
eftir fimm ár.
Það var því ekki að undra að
GSM búnaður væri til sýnis hjá
fjöldamörgum aðilum. Rafhlöð-
umar duga núna dögum saman og
símarnir eru minni og léttari en
nokkru sinni. Það er hægt að fá
ýmsa afar sérkennilega síma. Einn
framleiðandi sýndi frumgerð af
tæki sem hringir samkvæmt
munnlegum fyrirmælum og annar
sýndi síma sem hefur innbyggt
dverg-rápforrit fyrir tölvupóst og
SMS smáskeyti. Enn annar sýndi
GSM sem gengur fyrir sólarorku.
Þó hægt sé að nota GSM fyrir
gagnaflutning er hætt við að sumir
staldri við þar sem hraðinn er að
öllu jöfnu bara 9.600 bitar/sek og
vesen að tengja saman tölvu og
síma auk þess að vera dýrt í
notkun. Til sýnis voru PC-kort í
fartölvur sem eru í raun GSM
símar og einnig fylgir hugbúnaður
til að höndla tölvupóst, fax og
SMS. Einnig voru til sýnis GSM
símar með tölvusamskiptabúnað-
inum innbyggðum. Bara snúru
þarf á milli fartölvu og símtækis.
Eitt símafyrirtækjanna sýndi 32
kbita/sek. tengingu milli GSM
tækja og lifandi mynd var flutt á
milli.
Það er vík milli vina þar sem
eru farsímakerfin í BNA annars-
vegar og GSM í Evrópu hinsvegar.
Núna er kominn á markað GSM
sími sem jafnframt getur líka
tengstPCS 1900 í Bandaríkjunum
en handhafinn verður að vera
áskrifandi bæði að GSM í sínu
heimalandi og PCS í BNA til að
nota tækið.
Það var áberandi hversu margir
sýningargesta voru með GSM
síma og þýzku blöðin gerðu grín
að þessu og birtu myndir af mas-
andi bisnessmönnum á þrammi
milli bása. Sú saga var sögð af
íslendingi (ekki í blöðunum reynd-
ar) sem þurfti að ná í félaga sinn
og hringdi en sá stóð á bakvið
hann. Símtalið fór semsagt frá
Þýskalandi til íslands og tilbaka
aftur til að tengja saman notendur
sem voru meter frá hvor öðrum!
Einmenningstölvur
Hraðar tölvur með NT og Win-
dows 95 í forgrunni voru langmest
áberandi og MMX gjörvinn mjög
í sviðsljósinu, ekki síst hjá Intel en
fyrir utan að vera sérstaklega ætl-
aður til notkunnar með margmiðl-
unarefni heldur Intel því fram að
allur hugbúnaður vinni 20-30%
hraðar með MMX.
Nokkuð var um agnarsmáar
tölvur, til að mynda Libretto frá
Toshiba sem er innan við 1 krló og
keyrir Windows 95. Philips var
einnig að sýna svipaða tölvu sem
þeir kalla Velo.
Einnig voru til sýnis fjölmargir
næfurþunnir en jafnframt skarpir
og stórir tölvuskjáir, byggðir á
TFT eða gastækni. Til þessa hafa
þunnir kristalskjáir verið bundnir
við fartölvur. Núna fást mun stærri
skjáir með samskonar tækni og
hafa þeir sumir hverjir mikla
skerpu og allt bendir til að þessi
tækni taki við hinum risavöxnu
myndlampa-skjám sem allir hafa
á borðum sínum í dag, og ekki er
heldur ólíklegt að draumurinn um
sjónvarp-uppi-á-vegg rnuni rætast
þegar þessi tækni nær flugi.
DVD var í sviðsljósinu og til
sýnis vora fram- eða fyrstu útgáfur
af spilurum en þessi tækni gæti
tekið við af CD-ROM á skömmum
tíma enda diskastærð og útlit það
sama en plássið margfalt meira.
Einmenningstölvur vora til sýnis
sem höfðu DVD-ROM drif sem
einnig geta lesið CD-ROM og
sömuleiðis var verið að sýna DVD
spilara fyrir bíómyndir sem jafn-
framt geta spilað CD Audio.
Motorola sýndi mjög hraða
Macintosh-klóna og einnig Be-
stýrikerfið en það getur keyrt
MacOS í glugga.
í blaðinu The European var
sagt eftir sýninguna að klukku-
hraði í nýjum einmenningstölvum
yrði 400 MHz um næstu jól og að
um mitt ár 1998 yrði algeng
diskastærð 8 Gígabæti.
Videotækni tekur
framförum
Margir sýndu myndfundabún-
að og ein athyglisverð þróun þar
er tenging milli tölva um staðamet.
Sýnt var hvemig tengja má á milli
tölva á staðarneti með góðri
bandbreidd en hver notandi getur
jafnframt komist í samband við
NT miðlara sem hefði ISDN
búnað og sá gat hringt um síma-
kerfið til að koma á myndfundi.
Það væri því óþarfi að hafa ISDN
línu til hvers notanda.
Einnig eru í sjónmáli kerfi til
að tengja myndfund með góðum
gæðum um Internetið og nota til
þess samtengingar sem kallast
„multicasting“.
Núna er kominn nýr staðall
fyrir skjalaskipti milli tölva meðan
myndfundur stendur og kallast
hann T. 120. Á sýningunni mátti sjá
þetta í raun þegar tengt var á milli
tækja frá ólíkum framleiðendum.
Öðruvísi tæki
IBM var að kynna fyrirbæri
sem kallast Personal Area Net-
work en um er að ræða tæki sem
notendur bera á sér og gengur fyrir
orku sem það fær frá líkamanum.
Not fyrir þetta væru til að mynda
einskonar rafeindanafnspjald þar
sem nægði að menn tækjust í hend-
ur til að skiptast á helstu upplýs-
ingum. IBM telur tæknina henta á
spítulum þar sem sjúklingar bæru
á sér svona búnað og eins líka í
verslunum til að greiða fyrir vörar
og þjónustu með því einu að taka
í hendina á kassadömunum að
loknum kaupum.
Lítið tæki sem heilmikið var
skrifað um var nokkurs konar
penni sem getur þýtt texta. Hann
APRÍL 1997 - 25