Tölvumál - 01.04.1997, Síða 27

Tölvumál - 01.04.1997, Síða 27
TOLVUMAL Ný kynslóð mótalda Eftir Óbf Óm Jónsson oa Sveri Ótafeson Inngangur Nú er komin á markað ný kyn- slóð mótalda sem ná allt að 56 kb/ s frá símstöð til notanda en allt að 33,6 kb/s frá notanda upp í sím- stöð. Mótöld þessi tengjast hefð- bundnum talsímalínum en eru merkileg fyrir þær sakir að þau nýta sér það að símstöðvarnar í símkerfinu í dag eru stafrænar. Þessi tækni er síðasti áfangi þeirrar hraðaaukningar sem við höfum séð í mótöldum á síðustu árum. Það verður einfaldlega ekki sent með meiri hraða yfir þær símalínur sem ætlaðar til flutnings á tali öðruvísi en að skipta um endabúnað í sím- stöðvum. í þessari grein er fjallað um þessi nýju mótöld og þá tækni er þau byggja á. Alþjóðlegur staðall fyrir þessi mótöld hefur enn ekki verið gerður, en sá staðall er höf- undar þessarar greinar hafa unnið að hjá Rockwell Semiconductor Systems kallast K56. í greininni munum við því kalla þessi mótöld K56 til aðgreiningar frá V.34 mótöldum sem hvað útbreiddust eru í dag. Mótöld fram til þessa Talsímakerfið er meira en aldargamalt þar sem það er elst í heiminum, og í því liggur gífurleg fjárfesting bæði í lögnum og í endabúnaði. Það kemur því ekki á óvart að menn hafi horft til þess að nýta fyrirliggjandi símkerfi þegar tölvubyltingin gekk í garð og við blasti að tengja saman tölv- ur sem ekki voru staðsettar í sama húsi. Símkerfið er hannað til flutn- ings á tali sem má með góðu móti flytja á bandtakmarkaðri rás með hleypisviði frá 100Hz - 3600Hz. Þó svo símavírinn sem slíkur beri auðveldlega miklu breiðara band (allt upp í 400kHz) þá eru í sím- stöðvunum síur sem takmarka talmerkið við fyrrgreint band. Mótöld eru tæki sem taka við stafrænum gögnum {0 eða 1} og nota þau til að móta/ákvarða hlið- rænt merki sem sent er yfir venju- lega talsímalínu. Á hinum endan- um breytir móttökumótaldið hlið- ræna merkinu í stafræn gögn. Það sem takmarkar fyrst og fremst sendihraðann er hin litla band- breidd sem símkerfið úthlutar mót- aldinu. Hliðræna merkið sem það býr til má ekki fara út fyrir þetta tíðniband því annars kemst það ekki til skila. Fyrstu mótöldin sem fylgdu alþjóðlegum staðli voru svokölluð V.21 mótöld en sendihraði þeirra var 300 b/s. Síðar komu V.22 með sendihraða 1,2 kb/s, V.22bis með 2,4 kb/s, V.32 með 9,6 kb/s, V.32bis með 14,4 kb/s og nú síðast V.34(bis) með sendihraða 28,8 kb/ s (33,6kb/s). Sendihraðinn fór úr 2,4kb/s árið 1980 í 28,8kb/s árið 1994. Hvað breyttist? Fyrst og fremst má þakka bættu símkerfi, ásamt framþróun í fjarskiptafræðunum og svo einnig framþróun í hálf- leiðaratækni sem gerði kleift að beita þessum nýju aðferðum fjar- skiptafræðanna í rauntíma. Við búum enn við sömu bandtakmörk- un en höfum meira reikniafl í mót- aldinu til að keyra þróaðri aðferðir sem ná að nýta talsímarásina miklu betur en fyrstu mótöldin gátu. Sem dæmi má nefna að í V.34 mótaldi er sérhæfður merkjareiknir og örtölva sem keyra 35-50 milljón Mynd 1. Uppbygging stafrœns símkerfis. APRÍL 1997 - 27

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.