Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1997, Qupperneq 29

Tölvumál - 01.04.1997, Qupperneq 29
TOLVUMAL Venjulegt 8-bita kóöaorð Stafrænt 8-bita kóöaorö stakræn sýni merkisins * Afkóðari D/A+sía Símstöð Símstöö * Lína stakræn sýni merkisins * Sía+A/D I Mótald IÞ stakræn sýni merkisins Brúunar- sía Mótald IÞ Mynd 3. Mismunandi línur inn til Internets-þjónustuaðila mótaldi IÞ. Mynd 3. skýrir þetta nánar. í venjulega tilfellinu er IÞ með hefðbundna símalínu inn til sín og V.34 mótald á enda hennar. Merkið sem V.34 mótald notandans sendir kemur á stafrænu formi upp í þá símstöð sem næst er IÞ. I símstöð- inni er 8-bita kóðaorðunum breytt á hliðrænt form og þau send yfir símalínuna til IÞ. í mótaldi IÞ er hliðræna merkinu aftur breytt í stafrænt merki sem mótaldið síðan vinnur á og finnur út hvaða gögn verið var að senda. í síðara tilfellinu er IÞ með staf- ræna línu frá símstöðinni. Þannig getur hann fætt V.34 mótöldin með kóðaorðunum úr símstöðinni og sleppt D/A breytingunni í símstöð og A/D breytingunni í V.34 mót- aldinu. Þegar V.34 veit kóðaorðin þá veit það útslög merkisins, og með einfaldri brúunarsíu höfum við stakræn sýni merkisins sem V.34 rnótald notandans var að senda. Hvað vinnst svo með þessu? Við fækkum línum inn í hús (sam- einum margar talsímalínur í færri stafrænar), fækkum truflanavöld- um og einföldum flutning. V.34 mótöld bjóða upp á þennan mögu- leika og margir IÞ nýta sér hann. Tökum eftir að nú er staðan breytt. Flutningur gagnanna er stafrænn alla leið nema frá notanda upp í símstöð. Spurningin er þá hvort ekki sé hægt að nýta sér þetta einhvern veginn til að auka hrað- ann? Svarið er jákvætt, það er hægt er að nota sér þetta til að komast hjá skömmtunarskekkjunni og auka hraðann þar með. Grunnhugmynd á bak við K56 mótaldið Með því að nýta sér skömmtun- arpunkta D/A breytunnar í sím- stöðinni sem leyfileg sendiútslög má fræðilega senda 64kb/s í báðar áttir. Rannsóknir hafa þó aðallega beinst að leiðinni frá IÞ niður til notanda og liggja þar tvær ástæður að baki 1. )Almennt er meiri þörf fyrir aukinn sendihraða frá IÞ til notanda. 2. ) Tæknilega einfaldara viðfangs Til að byrja með er reiknað með að V.34 verði notaður í sendiáttina frá notanda til IÞ. Við skulum líta á sendinguna frá IÞ og niður til notanda. Mynd 5 sýnir blokkmynd afkerfinu. IÞ þarf að senda notandanum runu af bitum. Bitarunan fer yfir stafræna tengingu alla leið frá IÞ að símstöðinni næst notanda. Símstöðin túlkar þessa bita sem runu af 8-bita kóðaorðum sem hún notar til að velja útslagA úr mengi 256 leyfilegra útslaga. Sendur er púls með útslagi An , og á línuna fer An p(t) þar sem p(t) er impúls- svörun D/A breytunnar. I móttökunni er framkvæmd síun og merkinu safnað því sem næst í miðju sendipúlsanna. Eftir söfnun og skömmtun eru sýnin borin saman við leyfileg útslög og fundið það leyfilega útslag sem fer næst sýninu. Þegar við vitum útslagið þá vitum við bitana sem sendir voru. Ef við gætum greint á milli allra 256 mismunandi útslaga í móttök- unni þá gætum við sent 64 kb/s. Það er því miður ekki raunhæft en þessa aðferð má nota til að ná umtalsvert meiri hraða en V.34 nær. Við tökum eftir að símkerfið er í raun 256-PAM (púlsmótunar) kerfi og það erum við að nýta okkur. Með því losnum við undan áhrifum skönnntunarskekkjunnar sem hrjáir V.34. APRÍL 1997 - 29

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.