Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Laugardagur 3. nóvembar 1962. — 253. tbl ÍEflum kristnina eftir Sigurbjórn Einarsson, biskup Biskupinn yfir íslandi, Sigur- laus eða óumdeilanleg, þá býst björn Einarsson, ritaði eftirfar- ég ákveðið við að margir muni andi grein fyrir Vísi í gær, eftir fagna þeirri afstöðu, sem meiri- að kirkjuþinginu hafði verið slit hluti kirkjuþings hefur tekið til •6. málsins. „Þetta er þriðja kirkjuþingið sem háð er. Þetta er ung stofn- un og í mótun. Hún hefur ekki átt heina hliðstæðu ðður í kirkju lífi landsmanna og sú staða sem þessari stofnun er mörkuð í lög- um, er svo rúm, að það er alger iega komið undir eigin styrk- leika þingsins, hvað úr því verð- ur. Það er, nánar tiltekið, komið undir þvf, hvað þingið reynist fundvíst á raunhæf verkefni og hversu því tekst að leggja á ráð um lausn þeirra. Það hefur aðeins ráðgjafaratkvæði og til- lögurétt, en ekkert Iöggjafar- vald. U'm þetta þing er það að segja að það hefur haft stór mál til meðferðar og af þeim málum, sem hlotið hafa afgreiðslu, vil ég sérstaklega nefna þingsálykt unartillögu um að Skálholt verði afhent kirkjunni. Með þessari á- lyktun lýsir kirkjuþingið sig, fyrir kirkjunnar hönd, reiðubúið til þess að taka á sig ábyrgðina á framtíð Skálholts, að því leyti, sem það getur verið á kirkjunn- ar valdi. En að sjálfsögðu er til skilið, að slíkri tiltrú af hálfu þjóðarinnar, ef til staðar er, fylgi einnig eðlileg og sanngjörn fjárhagsaðstoð. ^nnað mesta málið, sem af- greitt hefur verið frá þessu þingi, er frumvarp um veitingu prestakalla. Það mál hefur lengi verið á döfinni og þó að sú lausn sem í frumvarpinu felst, sé að sjálfsögðu ekki ágreinings Sigurbjörn Einarsson biskup. J^irkjuþing er skipað mætum fulltrúum kirkjunnar, sem kjörnir eru af prestum og leik- mönnum þjóðkirkjunnar. Þetta er annað kirkjuþingið sem ég stýri og það hefur nú eins og áður verið unnið af alúð og at- orku að verkefnum þingsins og þó að stundum skerist verulega í odda á yfirborði, ríkir einhug- ur um hið sameiginlega mark- mið, eflingu Guðs kristni í land inu. Við viljum að okkar starf hér megi miða að því að styrkja okkur helgu móður, kirkjuna". Vmsir hafa bent Vísi á að það væri nauðsynlegt að Póst- húsið og Ritsíminn settu upp úti bú í hinu nýja skrifstofu- og verzlunarhverfi sem nú rís óð- fluga upp innst við Laugaveg og Suðurlandsbraut og við göt- urnar þar fyrir sunnan. Sumir hafa einnig bent á nauðsyn þess að bankarnir komi einnig upp sérstöku útibúi þar. i þessu hverfi eru mörg af stærstu fyrirtækjum borgarinn- ar auk aragrúa af smærri fyrir- tækjum. Innan ekki langs tíma verður þarna komið upp skrif- stofu og verzlunarhverfi, með álíka mörgum fyrirtækjum og nú eru í miðbænum, þegar verzl anir eru frátaldar. Þetta hverfi þarfnast staðgóðrar þ.jónustu margvíslegra stofnana eins og áður, en vegalengdirnar hafa hins vegar aukizt. Það væri því fyrirtækjunum til mikils hag- ræðis að fá þessa þjónustu eins Framh. á bls. 5 MÆDIVEIKIIDÖLUM Mæðiveiki hefur nú orðið vart á tveim bæjum í Dölum. Við sér- staka rannsókn, sem fram fór á fé, sem var slátrað af því svæði, fannst mæðiveiki i lungum þriggja kinda frá Giljalandi og tveggja frá Litla Vatnshorni í Haukadal í Dala sýslu. Mun fé á þessum bæjum væntanlega verða skorið niður. Fjárskipti fóru fram í Dalasýslu árið 1951 og varð mæðiveiki ekki vart þar eftir það, þangað til 1957, að veikinnar varð vart í fé frá Lækjarskógi. Var þá skorið niður fé á þeim bæ og árið eftir á nokkr um öðrum. Eftir þetta verður veikinnar ekki vart fyrr en í fyrra, að hún fannst á næstu bæjum við Giljaland. Var þá skorið niður á Smyrlahóli, Kols stöðum og Skörðum í Miðdölum. Guðmundur Gíslason, Iæknir, kýrðl blaðinu svo frá í gærkveldi, að rannsókn væri ekki lokið enn. Sagði hann, að veikin væri ekki útbreidd, þar sem svo torsótt hefði reynzt að finna hana og kvaðst hann ekki búast við ■ að þetta sé neitt að ráði enn. Hann sagði einnig, að veikin væri mjög lúmsk og gæti leynzt lengi. Sagði hann að sjá hefði mátt, að kindur þessar hefðu isýkzt fyrir þrem til fjórum árum, þannig að þær hefðu fengið veikina um svip- að leyti og kindurnar, sem fyrst sýktust eftir fjárskiptin. Taldi hann það góðs viti, að þær voru ekki nýlega sýktar. Mun nú fara fram mjög ýtarleg rannsókn, og sagði Guðmundur að greinilegt að ekki dygði að slaka á. Áskautum Gott skautasvell hefur verið á Tjörninni undanfarið og hafa börn og unglingar sannarlega notað það vel. Hefur stundum legið við að ekki sæi í Tjörn- ina fyrir mergðinni. Þó að ein- hverjir kunni að óska eftir hláku, er það víst að þeir sem iðka skauta gera það ekki núna. Mynd þessa tók ljósmyndari Vísis niður við Tjöm í gær, af einni yngismeyjunni, sem skemmti sér á svellinu. (Ljósm. I. M.) Engin ástæða tiljurí- disks skollaleiks Læknamólið dómtekið í gær Málflutningur fór fram í læknamálinu fyrir Fé- lagsdómi í gær og lauk honum og var málið tek ið til úrskurðar eða dóms. Lögmaður lækn anna hafði uppi þá kröfu að Félagsdómur vísaði málinu frá á þeim for- sendum að það heyrði ekki undir hann. Lög- maður fjármálaráðuneyt isins mótmælti þessu og kvað rétt og sjálfsagt að Félagsdómur fjallaði um málið. Úrskurður um þetta atriði er væntanleg ur eftir mjög skamman tíma. Framh. á bls 5 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.