Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 5
V í S I R . Laugardagur 3. nóvembsr 19G2.
Sýning Magnúsar
Arnasonar
Jþessa dagana sýnir Magnús
Árnason listmálari 55 mál-
verk í Bogasalnum. Það er haft
eftir Magnúsi, að hgnn líti á
sjálfan sig sem „nítjándu aldar
mann“ og vekja þessi ummæli
hans ýmsar spurningar og hug-
leiðingar.
Á hann með þeim við það,
að hann setji starfssviði sínu
í myndlistum þau mörk, að
hann einkum helgi sig átt-
hagalistinni? Þeir eru að vísu
fleiri nú á dögum, sem það
gera og helga sig og list sína
lýsingum á fegurð hinnar ís-
lenzku náttúru.
Ég sneri mér því til hennar
Guðfinnu gömlu vinkonu minn-
ar, en sökum aldurs ber hún
glöggt skyn á öldina sem leið.
Svör hennar, er hún gaf mér,
voru á þessa leið:
MYNDLIST
„Mikið er gaman að sjá hina
ýmsu staði landsins okkar „upp
málaða". Þegar ég þekki aftur
þá staði, sem ég hef áður dval-
ið á eða ^komið til, þá langar
mig að eiga myndir af þeim
mér til sællar endurminningar“
„En ef einhver benti þér nú
á, að frá listrænu sjónarmiði
væru ýmsir annmarkar á mynd-
unum?"
„Uss. Mér er alveg sama um
það. Ef ég ætti aura mundi ég
kaupa þær, hvað svo sem allir
þessir blessuðu Iistfræðingar
eru að segja!"
■þannig fórust Guðfinnu gömlu
■^orð. Og við svar þetta kom
mér til hugar, að Magnús kunni
ef til vill að vita betur en þeir,
sem lítið þekkja til 19. aldarinn-
ar, hvernig sambúð listar og
alþýðunnar í rauninni er hátt-
að. Ég verð að viðurkenna, að
hér er vandamál á ferðum, sem
varla er hægt að gera hér við-
unandi skil.
En hvernig sem því annars er
varið: Ég mundi ekki vilja hlíta
úrskurði Guðfinnu gömlu,
hversu heiðarleg og elskuleg
kona sem hún annars er.
— Verk'Magnúsar Árnason-
ar bera því vitni, að hann líti
landslagið augum hins lýriska
skálds. Ef til vill gefur fram-
angreind sjálfslýsing í skyn, að
landslagið fái svip hinnar ljóð-
rænu, ljúfu og hógværu skap-
gerðar hans, — víðs fjarri öll-
um byltingargný nútímans. (En
ég verð að játa, að það gengur
afreki næst, að mála ekki
abstraktmyndir nú á dögum!)
Tjetta verður aftur til þess, —
og á hið litla brot (format)
myndanna þátt í því, — að hið
íslenzka landslag verður í túlk-
un hans fallegt, jafnvel smá-
frítt. En tign þess og mikilfeng-
Ieiki, hið víðáttumikla rúm
þess, hin stórfenglega hrynj-
andi línanna og guðdómleg ein-
vera Iandsins, koma þó óvíða
fram í málverkum hans. Ekki
hygg ég að takast myndi að ná
því, þótt myndirnar væru í
stærra broti. Það yrði aðeins
gert með strangara vali í list-
wænni tækni og með sterkari
myndbyggingu. Harma ég þetta
þeim mun meira sem Magnús
sýnir að hunn ber skyn á mynd
byggingu og listræna hagsýni,
þegar hann vill það við hafa
(má í því efni benda á myndir
eins og t. d. nr. 29, „Vaðlar“
og nr. 42, „Or Grundarfirði").
Segja má þó, að sitthvað sé
í mörgum mynda hans, sem er
fallega gert og ánægja er að
skoða, en oftast hættir honum
til að vilja sýna of mörg fyrir-
bæri í einni og sömu mynd, og
dregur slik ofhleðsla úr sam-
ræmi og heildarsvip myndanna
og eyðileggur þær stundum al-
veg.
, Að lokum vil ég óska þess,
að Magnús vildi segja skilið við
nægjusemi og hógværð 19. ald-
arinnar (ef hún annars var nokk
ur til!), því að ni er öldin önn-
ur og annars krafizt en þá.
Kurt Zier.
Skátar —
Framhald af bls. 16
afhenti hverjum þeirra um sig
“veldistákn“, fundarhamar og lítið
tjald. Samkoman hyllti fylkisfor-
ingja með lófataki hvern af öðrum,
er þeir höfðu tekið við „veldis-
tákni“ sínu.
Vísir óskar skátum til hamingju
á þessum tfmamótum með ósk, um
að hin nýja skipulagsbreyting verði
skátastarfinu í borginni, ný, traust
lyftistöng.
Vonleysi —
Framhald af bls. 16
verið vissir með sigur. Og hefðu
þeir verið búnir að fá þann sigur í1
pokahornið .lefðu þeir ekki verið
svo vonlausir hér í Stokkhólmi.
Á eftir ’nnu Finnar Dani með
yfirburðum 94-62, en í hálfleik
41-40. Finnar virðast sterkari en
Svíar.
í dag keppa íslendingar við
Finna og á morgun við Dani.
Engin óstæðn
Fran.hald ai bls. t
Læknar hafa enga ástæðu til
þess að leika júridiskan skolla-
leik, sagði Guðmundur Ingvi
Sigurðsson hrl., málssvari lækn-
anna fyrir dómnum, sem sat á
neðstu hæð Hætaréttar í viður-
vist blaðamanna og allmárgra
lækna.
Rökstuddi Guðmundur frá-
vísunarkröfuna með eftirfarandi
rökum:
Lög BSRB og lögin sem sett
voru í sumar um kjarasamninga
opinberra starfsmanna ná^ekki
yfir læknana. Ástæðan er sú að
uppsagnir læknanna áttu sér
stað áður en lögin um opinbera
starfsmenn og kjör þeirra
voru sett af Alþingi, lögin nr
55 frá 1962 en þau voru sett
16. maí í vor.
Læknarnir sögðu hins vegar
upp stöðum sínum 12. og 13.
apríl Því getui ekki verið að
fjalla eigi um uppsagnir lækn-
anna eftir lögum, sem alls ekki
voru til, er þær áttu sér stað
lyggist það á þeirri meginregh
ilenzks réttar a3 lög virka ekk
íftur fyrir sig. Þess vegna getu
BSRB ekki verið löglegur máls
svari lækna málinu, þvi að um
engan kjarasamning var hér að
ræða skv. Iögunum, sem síðar
Tveir af eigendum Híbýlaprýði, Emil Hjartarson og Jón Bjarnason, sem verður verzlunarstjóri.
Ný og glæsileg húsgag naverzlun
Opnuð hefur verið ný glæsileg
húsgagnaverzlun — Híbýlaprýði
h.f. — og er hún til húsa í húsa-
kynnum Trésmiðjunnar Meiðs við
Hallarmúla í Reykjavík. Aðaleigend
ur verzlunarinnar Emil Hjartarson
húsgagnasmiður, Jóhann G. Jóns-
son verzlunarmaður og Jón Bjarna
son verzlunarmaður, sem verður
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
buðu í gær ýmsum gestum að
skoða verzlunina.
Híbýlaprýði h.f. hefur til umráða
um það bil 500 fermetra húsnæði
á þremur hæðum, og verður hægt
að auka það um helming ef þörf
krefur. Húsnæði þetta var frá upp-
hafi ætlað fyrir húsgagnaverzlun
og er því innrétting öll mjög hent-
ug og smekkleg. Hluti af einni hæð
vann terrassó á gólf og gluggakist-
! ur úp grásteini. Veggþiljur úr greni
! voni^gerðar af Trésmiðjunni Meið.
Málarávinnu önnuðust Sig. Guð
mundsson og Kjartan Gíslason og
Vélvirkinn h.f. sá um smiði og
uppsetningu handriða. Ungur lista-
maður, Snorri Friðriksson, gerði
mjög sirkennilega veggskreytingu
á einn vegg verzlunarinnar- og sést
voru sett. Þar af leiðandi hefir
Félagsdómur ekki vald né heim-
ild til þess að dæma í málinu.
Honum er einungis gefið slíkt
vald í málum sem ágreiningur
skapast um samkvæmt áður-
nefndum lögum, sem hér eiga
alls ekki við.
Þessu mótmælti lögfræðingur
stefnanda, ríkisstjórnarinnar,
Páll S. Pálsson hrl. harðlega
Taldi hann að engu máli
skipti hvort uppsagnir Iækn-
anna hafi verið dagsettar nokkr
um dögum fyrir eða eftir gildis-
töku kjaralaganna. Tilgangur
uppsagnanna, í þann mund sem
Alþingi var að ganga frá sam-
þykkt kjaralaganna ,hafi auð-
sjáanlega verið einungis sá, að
skapa læknum sérstöðu um-
fram aðra ríkisstarfsmenn. En
það sé einmitt tilgangur kjara-
laganna að koma í veg fyrir
slíkt misræmi.
Staðreynd sé að kjaralögin
hafi verið 5 nánuði í gildi þeg-
ar einn starfshópur ríkisins
leggi niður vinnu. Þvi verði að
dæma málið eftir kjaralögunum,
sem ætlað sé að ná yfir þann
starfshóp, út í hött sé svar
BSRB við fyrirspurn ríkisstjórn
arinnar, algjör véfrétt reyndar,
eins og Páll orðaði það, að halda
því fram að vafi leiki á því að
BSRB hafi umboð til þess að
fara með mál læknanna.
Þá taldi lögmáðurinn að hóp-
uppsögnum opinberra starfs-
manna, sem ætlað væri að ná
frám kjarabótum, mætti jafna
til verkfalls og bar fyrir sig
álit ýmissa fræðimanna því til
staðfestingar. Sé slíkt háttar-
lag ólöglegt samkvæmt kjara
lögunum og reyndar einnig sam
kvæmt eldri lögunum um opin-
bera starfsr.enn frá 1915. Séu
því uppsagnir læknanna þegar
ógildar af þessari ástæðu
Gerði síðan lögmaðurinn bá
kröfu, að Félagsdómur synji
'ramkominni frávísunarkröfn
■>g að málið verð' tárið qanga
’’ efnisdóms
vftir að ’nn höfðu talað
tutt'ega öðru sinni lvsti dóms-
'’orseti, Hákon Guðmundsson
því yfir, að málið væri tekið
til úrskurðar eða dóms.
verzlunarinnar verður innréttaður
sem eldhús og verða þar sýnd og
seld hvers kyns heimilistæki og er
hugmyndin að skapa sem eðlileg-
ast umhverfi fyrir tækin með þess
ari innréttingu.
Gunnar Þorsteinsson bygginga-
fræðingur teiknaði húsið en bygg-
ingarmeistarar voru þeir Sigðurður
Sigurðsson húsasmíðameistari og
Árni Guðmundsson múrarameist-
ari. Pípulagnir annaðist Vatn & Hiti
h.f. og raflögn annaðist Harald
Guðmundsson. Ársæll Magnússon
Uagfilmía í
Tjarnarbæ
í dag tekur til starfa nýr
klúbbur í Tjarnarbæ á vegum Film
íu og æskulýðsráðs. Takmarkið
með þessum klúbbi er að sýna
ungu fólki sérsteeðar og fagrar
kvikmyndir, og veita því fræðslu
um gerð kvikmynda og kvikmynda
leik. Erlendis eru slíkir klúbbar
mjög vinsælir og gegna menning-
arhlutverki. Tíu sýningar verða í
vetur og eru þrjár hinar fyrstu
ákveðnar.
Laugardaginn 3. nóv. kl. 3 e.Ii.:
Þá verður sýnd kvikmyndin „Fél-
agar“. sem segir frá tveim skóla-
félögum og hundi, sem þeir kenna
ýmsar listir. Mjög skemmtileg og
spaugileg mynd.
Laugardaginn 17. nóv. verður
sýnd indversk mynd, sem heitir
Drengurinn Apú“. Frábær ínynd,
sem lýsir vel æsku og uppvexti
drengsins Apú og gefur glögga
mynd af þjóðlífi og siðum Ind-
verja.
3. Sirkus. Þessi mynd verður
sýnd laugardaginn 7. des. Hún er
kínversk og lýsir á mjög skemmti-
legan hátt fimi og áræði færustu
Ciöllistamanna.
Fjórða sýning verður laugardag-
inn 29. des og verður sú mynd
valin síðar. Þátttöku f klúbbinn
skal fi!kynna í T;~. ..arbæ, sími
15171. daglega frá kl. 4-7 e.h. og
þar fást afhent skírteini og sýn-
ingarskrá.
hún vel frá tveimur hæðum og
einnig utan frá. Ernst Michalick
híbýlafræðingur sá um uppsetningu
verzlunarinnar og annaðist stað-
setningu húsgagna og litaval.
Verzlun þessi sem er ein hin
stærsta sinnar tegundar mun hafa
á boðstólum mikið úrval húsgagna
frá öllum helztu húsgagnaframleið
endum landsins.
Vootar út’bú
Framhald aí bls. 1.
og t d. margvíslega þjónustu
pósts og síma flutta inn í
hverfið.
Við hringdum í nokkra skrif-
stofustjóra í nýja hverfinu og
spurðum þá um þessa hug-
mynd. Töldu þeir hana allir til
mikilla bóta ef úr framkvæmd-
um yrði.
Matthías Guðmundsson póst-
meistari og Ólafur Kvaran rit-
símastjóri sögðu báðir að þetta
hefði aldrei borið á góma í
þeirra fyrirtækjum og hefði ekki
^ verið hugsað út í málið. Meira
töldu þeir sig ekki geta sagt á
þessu stigi málsins, en töldu að
' þörf væri nákvæmari athugun-
ar á þessu máli,
Vísir stingur upp á því að
þessi athugun verði látin fram
fara. Fyrirtæki eins og H. Bene-
diktsson og Co. og Skeljungur
svo að tvö fyrirtæki séu nefnd
senda á póst og síma 6—7
ferðir daglega. Ef lagður væri
saman sá tími sem það kostar
öll fyrirtækin að senda skeyti
og póst og fara með hann á dag
inn, sem ekki verður gert í
sömu ferðinni, heldur mörgum
á dag, þá kæmi það f ljós, að
þarna væri um svo langan tfma
að ræða, að mikill sparnaður
og hagræðing fengist af þessu
einu, að kki sé minnzt á ýmsar
aðrar hliðar málsins
Auk áðurnefndra fyrirtækja
eru Fordumboð Kristjáns Krist-
'ánssonar, Heildverzlunin
Hekla, Sveinn Björnsson, Gunn
ar Ásgeirsson, Katla, Orka,
Trygging, Bílsmiðjan, Hilmir,
Vísir og aragrúi annarra fyrir-
tækja.