Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 16
Kirkþþmgi iokið Mynd þessi er tekin við Skíðaskálann í fyrradag. Gott íærí í Skíðaskálann Einhver tregða hefur verið á því að vegurinn upp að skíðaskálan- um í Hveradölum yrði ruddur. Þeg ar snjóar féllu varð hann fljót- iega ófær yfirferðar nema bifreið- um með drif á öllum hjólum, og dróst að hann yrði ruddur. Vegagerðin taldi ýmsa annmarka á því að láta ryðja veginn nema á vissum tímum. Stefán G. Björnsson formaður Skíðafélags Reykjavíkur ræddi um þetta við vegamálastjóra Sigurð Jóhannsson og yfirverkstjór ann Kristj. Guðmundss. sem kváð- ust mundu gera það sem í þeirra valdi stæði til að halda veginum opnum, en það er ekki alltaf auð- velt vegna notkunar tækjanna ann ars staðar og flutninga þeirra á milli. Verður reynt að ryðja veginn fyrir hverja helgi svo að Reykvík ingar geti komizt á auðveldan hátt í sitt i ágæta skíðaland, sem þeir sækja svo margir. í gær var veg- urinn ruddur er nú skotfæri að Skíðaskálanum. VONLEYSIOG ÓSTYRKUR EYDILAGÐIÍSLENDINGA Þriðja kirkjuþingi íslenzku þjóð- kirkjunnar lauk í gær. Tókst að af- greiða öll mál, sem fyrir þingið kom, á þeim tveim vikum, sem þinginu eru ætlaðar til starfa. Á þinginu voru samþykkt frum- vörp um fjárhag, stjórn og skipu- lag kirkjugarða og hið umdeilda frumvarp um veitingu prestakalla, var samþykkt í gær með tíu at- kvæðum gegn fimm. Eftirfarandi þingsályktunartillög ur voru samþykktar: Þingsályktun- artillaga um endurskoðun kirkju- löggjafarinnar frá grunni. Þings- ályktunartillaga um að kirkjunni verði afhent Skálholt. Þingsálykt- unartillaga um nefnd, til umsjón- ar með vali kirkjugripa og búnaði kirkna. Tillögu um skiptingu lands ins í þrjú biskupsdæmi var vísað frá með rökstuddri dagskrá, á þeim grundvelli, að tillagan um endurskoðun kirkjulöggjafar tæki yfir þetta sama svið. Einnig var tekin fyrir fyrirspurn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins varðandi heigidagalöggjöfina. Biskup sleit þinginu með stuttu ávarpi klukkan hálf fjögur í gær. Sátu þingmenn síðan boð kirkju- málaráðherra, Bjarna Benediktsson ar, í ráðherrabústaðnum. Er nú lokið kjörtímabili núverandi kirkju þingsmanna og verður kosið til þingsins að nýju, áður en það kemur aftur saman að tveim árum liðnum. Þór Sandholt 1 hópi skátadrengja. Iþróttaritari Vísis, Jón B. Pét- ursson, símaði 1 gærkvöldi eftir- farandi um körfuboltakeppnina í ,Stokkhólmi. Líklega hefur íslenzkt landsiið aldrei verið eins óstyrkt og liðið sem stóð á keppnisvellinum í Eriks dalshallen móti Svíum. Eftir að SKA TASTARFSEf.il EÆRÐ ÚT í BORGARHVERFIN I gær var Iokadagur „skátaárs- flutti Þór Sandholt ræðu og skýrði ins“ og hinn raunverulegi afmælis I frá skipulagsbreytingu á starfsemi dagur Skátafélags Reykjavíkur, sem hefur nú hálfrar aldar farsælt starf a8 baki. Efnt var til sýningar á myndum og munum til minning- ar um starfið á liðnum tíma og mjög smekklega frá þessu gengið. Á sýningunni eru m. a. munir haglega gerðir af skátum. Félagsforingi Skátafélags Reykja víkur Þór Sandholt ávarpaði gesti og skáta, er þarna voru saman komnir, bauð menn velkomna og ræddi yfirlitssýinguna. Skoðuðu menn þar næst sýninguna og að þvi loknu var setzt að kaffidrykkju na meðan menn sátu undir borðum skáta hér í bænum, sem verið er að hrinda í framkvæmd. Sú breyting var orðin brýn nauð- syn, vegna þess hve borgin hefur vaxið, en hún er nú „stórborg" miðað við stærð hennar fyrir hálfri öld, er starfsemi S. F. R. hófst. Allan þennan tíma, fimm áratugi, hafa skátar sótt í Skátaheimilið til tómstundaiðju sinnar. Nú verður starfið fært út í borg arhverfin sagði Þ. S. Tilhögunin verður sú, að henni er skipt í fimm „fylki“, þar sem starfið verður á grundvelli nokkurn veginn sjálf- stæðra félagsheilda. Valdir hafa verið fylkisforingjar fyrir öll fimm fylkin: 1. Vesturbærinn. Fylkisforingi Hilmar Fenger. 2. Austurbærinn. Fylkisforingi Hermann Bridde. 3. Hlíðarnar. Fylkisforingi Björn Sveinbjörnsson. i. Laugames og Vogar. Fylkisf. Guðlaugur Hjörleifsson. 5. Smáíbúða- og Bústaðahverfi. Fylkisforingi Guðmundur G. Pétursson. Allir eru þeir gamlir og góðir skátar, sem hafa endurnýjað fyrri skátaheit, er þeir tóku við þessu nýja forustustarfi. Félagsforinginn Framh. á 5 sfðu þeir íslenzku höfðu lesið sænsku blöðin full af Svíagrobbi af verstu tegund fór að fara um þá. Blöðin sögðu að víst þyrftu Svíar að keppa við ísland og Danmörku, en úrslitakeppnin yrði við Finna. Þeir gumuðu sérstaklega af risan- um Hans Albertson 2 metra háum, sem frægur er fyrir að stökkva 2,10 í hástökki. Svo hófst keppnin en sænska undrið gerði ekki annað en að brosa og virtist lítt vænlegur leik maður. En íslenzka liðið tapaði með miklum mun, þar sem ieikur þeirra var langt undir getu þeirra. Svíarnir höfðu aðeins eitt fram yfir, að þeir voru fullkomlega róiegir. Það er ekkert skrýtið sagði Bogi Þorsteinsson. Svíarnir eru leikvan- ir. Síðan þeir komu hingað hafa þeir tekið þátt í 17 landsleikjum og farið vestur um haf til að æfa undir þessa keppni, Polar Cup. Svíarnir skoruðu fyrstu körfuna og var það hinn snjalli lágvaxni Bo Widen, sem gerði það. Að vísu tókst Einar Matthíassyni að jafna og eftir það hengu Islendingar í 4 á móti 5 stig ,en þá fengu Sýíar 8 stig í röð. Aftur ætluðu Islending ar að hanga aftan í, þegar Ólafur Thorlacíus og Birgir Birgisson not- færðu sér tvenn tvöföld vítaköst og varð staðan þá 15 á móti 12 Svíum enn í vil. Þá gerðu Svíar 9 stig f röð og eftir það virtist öll von úti. Fyrri hálfleik lauk 32-21. Vonleysi ríkti meðal Islendinga mikinn hluta seinni háifleiks. Breikkuðu Svíar bilið. Á kafla mátti heita að Svíar gætu gengið í gegn. Lauk leiknum 63-38, en Sigurður Gíslason yngri skoraði síðustu körfuna með fallegu krók skoti rétt fyrir leikslok. Óheppnin hefur elt Islending- ana. Fyrst misstu þeir af leiknum gegn Skotum vegna snjókomu í Reykjavík. Þar hefðu þeir annars Framh. á bls. 5 '-----—------------------ Vínsmygl upplýsf Yfirheyrslur um smyglið í Reykjafossi héldu áfram í dag. Skýrði Björn Sveinbjörnsson, settur bæjarfógeti, blaðinu svo frá .í gærkvöldi, að við yfir- heyfslur hefði komið fram hverjir voru eigendur áfengis- ins, en það voru 174 flöskur af vodka og genever. Ekki kvað hann neitt upplýst enn um hverjir væru eigendur annars smygls í skipinu, en þar var um að ræða prjónavörur og fleira, sem ekki hefur enn ver- ið gerð talning á. Yfirheyrslum heldur væntanlega áfram á I morgun. Vopn tíl Bndlands Laugardagur 3. nóvember 1962. í gær hóf bandaríski flug- herinn loftflutninga á hergögn- um til Indlands. Þá hafa Tyrkir boðizt til að senda þeim nokkuð magn af hergögnum, sem sérstaklega eru ætluð til fjallahernaðar. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.