Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Laugardagur 3. nóvember 1962. Það vakti mikla athygli að á sunnudaginn var hófst í útvarpinu nýr þátt ur, sem nefnist „Sitt af hverju tagi“. Stjórnandi hans er Pétur Pétursson, sem var þulur hjá útvarp- inu um 14 ára skeið, en hefur nú ekki heyrzt til hans þar í átta ár. Hefur hann að undanförnu rek- ið Skrifstofu skemmti- krafta, sem sér um ráðn- ingu innlendra sem er- lendra skemmtikrafta. — Við hittum Pétur til að fræðast frekar um þátt- inn. — Það var með hálfum hug, sem ég lagði út i þetta, sagði Pétur. — Það er orðið svo langt síðan ég hef unnið fyrir útvarpið. Annars sker ekkert annað en reynslan úr þvf hvernig til tekst. Það sem skiptir hvað mestu máli er, hvemig fólk tekur þessu. Það er nauðsynlegt að fá hugmyndir og efni hjá hlustendum, því að ekki víst að það verði alltaf get- raun. Þá má og vera að þáttur- inn verði stundum fluttur fyrir áheyrendum og stundum eins og síðast. — Einn liður verður þó fastur, og á ég þar við framhaldssöguna. Hún verður skrifuð af jafnmörg- um höfundum og þættirnir verða. Fyrsta kaflann skrifaði Smdriði G. Þorsteinsson. Þessi katfi fer nú að fara til næsta hðföndar, sem sennilega verður Kristmhnn Guðmundsson, þó að það sé ekki alveg víst enn. Það verður nógu fróðlegt að sjá hvort Kristmann sendir manninn heim til kc v n- ar. — Ég hef þegar rært þetta í tal við nokkra þekkta rithöfunda og hafa þeir allir tekið mjög vel í þetta. Þeir líta á þetta sem dægradvöl og raunverulega frí frá störfum, enda stendur ekki til að þeir standi og falli með þessu sem rithöfundar. Allt kemur til greina. — Hvað er hægt að segja um hvað verður í þættinum á næst- unni? — Þar verða bæði nýir og þekktir skemmtikraftar. Getraun Pétur Péturssoji (Ljósm. Vísis I. M.) LAGKURULEGT“ / svona þátt hristir enginn fram úr erminni einn. — Hvernig á fólk að snúa sér í því að koma hugmyndum á framfæri? — Héi* er til dæmis ein að- ferð. Segulbandstæki eru orðin mjög almenn. Það eru margir, sem kynnu að geta sent eitthvert efni á spólu. Það er ekki einu sinni víst að þeir vildu gefa sig fram með nafni. Annars kemur hvers kyns efni til greina. Framhaldssagan. — Verður þátturinn í þessu formi framvegis? — Eins og nafnið bendir til verður þarna alls kyns efni og alls ekki ætlunin að þátturinn fái neitt fast form. Það er til dæmis verður ekki alltaf, en annað slagið. Útvarpsráð óskaði eftir þvi að þetta yrði í svipuðum dúr og „Einu sinni var“, en það hét þáttur, sem ég hafði í útvarpinu fyrir mörgum árum. — Það má segja, að hvað sem er komi til greina. Til dæmis var í þættinum viðtal við bílstjóra hér i bænum, sem er draumamað- ur mikill. Hann hefur til dæmis dreymt fyrir stórum happdrætt- isvinningi. Hann sagði þar frá því, að sig hefði dreymt að hér á landi séu miklar olíulindir. — Hann sagði mér frá því prívat, að hann hefði farið með miðil austur fyrir fjall, þar sem olían á að vera og héldi hann því fram, að þarna væri olía í jörðu á 5000 metra dýpi. — Fáið þér mikið fé til að kaupa skemmtikrafta? — Útvarpsráð hefur verið mjög velviljað. Að sjálfsögðu eru mér sett einhver takmörk, en þeir skilja vel að þetta verður ekki gert kostnaðarlaust. Getraunin á að vera þung. — Það hefur verið mikið tal- að um hve þung getraunin hafi verið. — Það var gert með vilja. Þeg- ar ég kynnti hana, sagði ég að henni væri ætlað það markmið að safna fjölskyldunni saman Einnig er þetta heppilegt til að safna kunningjunum saman. Það er mikið talað um að uppalendur og börn þeirra eigi ekkert sam- eiginlegt og talist varla við nema þegar börnin eru að biðja um vasapeninga eða foreldrarnir að skamma börnin. — Ég reyndi þarna að finna efni, sem væri svo margvíslegt og mismunandi, að það væri varla hægt að leysa raunina, nema að fleiri en einn aldursflokkur væri viðstaddur. Það kom líka í ljós, að það voru mæðgur, sem leystu hana. Þegar hringt var og sagt að þetta váeri Álfheiður Kjart- ansdóttir, þóttist ég vita að það væri hún sem talaði, þar sem ég þekkti ekki rödd hennar. Þegar ég svo hringdi til Álfheiðar á eftir, sagði hún mér að það hefði verið dóttir hennar, sem hringdi, og hefði hún átt fullan helming- inn í ráðningunni. — Ég er líka þeirrar skoðun- ar að getraun geti ekki orðið gott útvarpsefni, ef hver og einn getur leyst hana einn. Með því móti fæst ekki efni, sem hlust- andi er á. Það þarf bæði að vera áheyrilegt og ná vissu gæðamati. Efnið má ekki verða mjög lág- kúrulegt. Það þarf líka að vera úr ýmsum áttum, til að ná til sem flestra aldursflokka. En eins og ég hef sagt fyrr, er ég mjög opinn fyrir ábendingum, bæði um efni og form þáttarins. Fólk velur ekki nóg. — Hvernig kunnið þér við að vera kominn aftur í útvarpið? — Ég get ekki neitað því, að mér finnst að mörgu leyti gaman að þessu. Það er í senn kvíð- ★ Rætt v/'ð Pétur Péturs- ★ son, um nýja útvarps- ★ jbáttinn, sem hann sér um vænlegt og tilhlökkunarefni. Bæði ég sjálfur og aðrir ætlast til þess að þetta verði eitthvað, sem heldur fóljdnu. Maður sér þv£ miður ekki hvað er handan við hornið, en ég vona að þetta takist. — Það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að hitta gamla félaga og samstarfsmenn og vinna með þeim að nýju. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hve miklu betri skilyrði þeir hafa nú en þeir höfðu þegar ég hætti hjá útvarpinu. Þá var það enn til húsa í Landssímahúsinu og bjó við mjög erfiðar aðstæður. Eftir svo langan tfma er að sjálfsögðu margt framandi, þar sem ekki hefur verið um tengsl að ræða þennan tfma. — Hvað viljið þér segja um útvarpið í heild? — Það má að sjálfsögðu deila um gæði þess, eins og alla aðra hluti. Ég er á því að það sé rétt, sem útvarpsmenn oft halda fram, að fólk velji ekki nóg í útvarpinu. Það hefur útvarpið alltaf I gangi og fyrst fer það að þreytast á því 'og sfðan hættir það að heyra í því. ós, Nobelsverð- laun í 'éf'na- fræði Sænska vísindaakademían tilk. í fyrradag, að tveir brezkir vfs- indamentt hefðu verið sæmdir Nobelsverðlaununum í efnafræði, en áður var tilkynnt um eðlísfræði verðíaunin. "Efnafræðiverði>“llin hlutu Þeir John Kendr— og Max Fecdinand Perutz, tín Þ’eir hafa unnið að ranns°Knum á 8erð sameinda ©ggjahvltuefna blóðsins. Perutz er fæddur í Vínarborg, en fluttist til Bretlands 1936. Hann er 48 ára. Báðir starfa við háskólann í Cam- hrldge. Þrír um starf bæjarritara í Hafnarfirði Fyrir nokkru ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að lagt skyldi nið- ur starf skrifstofustjóra bœjarins og ráðinn bæjarritari í staðinn. Auglýst var eftir umsóknum um hið nýja starf, og sagði bæjarstjór inn, Hafsteinn Baldvinsson Vfsi svo frá f morgun, að borizt hefðu þrjár umsóknir. Umsækjendur eru Jóhann Þórðarson, lögfræðingur, Geir Gunnarsson skrifstofustjóri, er gegndi starfi því, sem bæjar- stjórn ákvað að leggja niður, og Volter Antonsson lögfræðingur. Bæjarstjórn mun sfðan taka af- stöðu til umsóknanna og ráða þann mann, sem dæmdur verður hæf- astur. Mun það væntanlega gert innan skamms. Nýr hæstaréttar- Bögmaður Þorvaldi Ara Arasyni voru ný- lega veitt réttindi hæstaréttarlög- manns. Var geEð út leyfisbréf Þor- valdi til handa 20. október s. 1. Frá þessu er skýrt í síðasta tölublaði Lögbirtingábláðsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.