Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 10
10 V í SI R . Laugardagur 3. nóvember 1962. iT% Marldð sem færði Hearts sigurinn í League Cup. — T. h. Reiðir safnast leikmenn saman um dómarann eftir að hann dæmdi mark Kilmamock af. Sjónvarpsmyndir sanna að dómarinn hafði rétt fyrir sér, — boltinn hrökk í hendi Beattie. Sjónvarpsmynd skar úr um réttmæti dómsins — og ouðvitoð hufði dómurinn rétt fyrir sér Yfir 50000 manns horfðu á laugardaginn á einn f jör- ugasta og harðasta leik skozku knattspyrnunnar á þessu keppnisári, en með- al þeirra var undirritaður. Leikur þessi var úrslitaleikur í Scottish League Cup og var leik- inn á Hampden Park, einum stærsta knattspyrnuvelli heims. Liðin, sem áttust við að þessu sinni, voru Edinborgarliðið Hearts og hið fræga lið Kilmarnock. Ég gerði það að gamni mínu að kaupa mér stæðismiða, því einn vin ur minn hafði eindregið ráðlagt mér það, þar eð leikur innan um áhorf- endur þar væri „lífsreynsla út af fyrir sig“. Þetta reyndist líka rétt. Meirihluti þeirra 50 þúsunda, sem Borguðu aðgang að Hampden að þessu sinni, voru í stæðunum, fólk- ið, sem ekki getur talizt stolt Glasgowborgar. Strax fyrir leikinn byrjaði að rigna, en fólkið lét það ekki hafa áhrif á sig. Flestir voru vel klæddir til stórræðanna og þeir, sem ekki voru þáð, fóru að ráðum hinna slungnu blaðsölukarla, sem hrópuðu. „Kaupið stóru blöðin til að breiða yfir höfuðið", enda rann Evening Citizen og Daily Express út eins og volgar lummur. Mikið áberandi meðal áhorfenda Engar ritvél- or til nú Eftir því sem við höfum kom- izt næst, er ritvélalaust í bæn- um. Ritvélar eru leyfisvarning- ur og hafa umboðin ekki fengið leyfi til innflutnings ferðaritvéla í nokkurn tíma. Tilefni fréttarinnar er, að einn blaðamanninn vantaði ritvél, en : hvernig sem hann Ie:faði fékk | hann hvergi það se . vant '* aði. Öll aðalumboðin íafa sagt okkur að þau fái ekki leyfi fyrr en f fyrsta lagi um áramótin. i J voru alls kyns hvatningarmerki, veifur, fánar og áletranir, hrossa- brestir, litlar silfurbjöllur og flaut- ur. Allt þetta var notað óspart og margir áhorfendur hreyfðu sig ekki miklu minna en keppendurnir í þessum hraða og skemmtilega leik. Allt þetta ásamt hinu geysilega vín- og bjórþambi áhorfenda er okkur íslendingum nokkuð nýnæmi, enda er „völlurinn" okkar einhver frið- sælasti staður jarðar miðað við á- horfendastæði Skota. Leikurinn sjálfur var sem fyrr segir mjög skemmtilegur og spenn- andi og var yfirleitt táknrænn bik- arleikur. Bæði liðin sóttu leikinn út í gegn og bæði áttu góðar tilraun- ir. Leikur liðanna var á köflum stórkostlegur, en einkum þó hjá einum manni, manni, sem fyrir að- eins tveim mánuðum kom heim til Edinborgar frá enska liðinu Middles borough, en leikmaður þessi heitir Hamilton og var keyptur heim fyrir aðeins 2500 sterlingspund, sem skozku blöðin kalla „bargain of the season", því Hamilton hefur síðan lyft Hearts upp í æðra veldi og sýnt einn bezta framlínuleikinn hvað eftir annað. Þannig var þetta nú, að Hamilton „vann“ leikinn fyr- ir lið sitt með góðum leik sínum. Markið var eingöngu hans verk/ Hann einlék upp endamarkalínuna inn fyrir markteig og gaf þar út til samherja, sem rúllaði boltanum auðveldlega í netið. Mark þetta kom á 25. mínútu fyrri hálfleiks, en hvorugu liðinu tókst að skora eftir það — nema tvö ólögleg mörk. Það fyrra skoraði Hamilton í síðari hálfleik, en eng- um gat dulizt, að hann hafði verið rangstæður, jafnvel ekki honum sjálfum. Síðara markið var hrein „tragi- dea“. Aðeins 30 sekúndur til leiks- loka og aukaspyrna tekin á miðjum vallarhelmingi Hearts. Spyrnan lenti inni I vítateig Hearts í þvögu. þar sem hann lenti á höfði Kiimar- nock framherjans Beáttie, en af höfði hans var ?em boltinn fleytti kerlingar í netið, án þess að hinn snjalli markvörður Hearts gæti ráð- ið við skotið. Það var eins og orðið hefði eldgos á áhorfendabekkjun- um, og allt var f uppnámi, hattar, húfur og annað íauslegt fauk í loft upp. Þessi Qfsagleði var eþki lengi að breytasl.lDömarinn, hjnn arnfrái Tom Wharton, sem margir Islendingar þekkja frá því hann dæmdi landsleik heima, dæmdi hendi á Beattie. Viðræður hans við línuvörð breyttu engu, markið var ekki löglegt. Lýðurinn reyndi að komast inn á völlinn, en þéttur hringur Iögreglu- manna varnaði því. Þannig hlaut Hearts League Cup í 4. sinn og 1 jafnaði þar með met Rangers í þess ari keppni. Sjónvarpskvikmynd BBC var rennt fimm sinnum í gegn í vinnu- stofu sjónvarpsins að viðstöddum mörgum af þeim, sem þarna áttu stærstan hlut að máli. Úrskurður- inn eftir þá sýningu var: Dömarinn hafði rétt fyrir sér. Er Ieikur þessi mikill sigur fyrir Wharton. „Líf er að loknu þessu“ Fyrir nokkru kom út á vegum Skuggsjá í Hafnarfirði bók eftir Jónas Þorbergsson, fyrrv. útvarps- stjóra, sem hann nefnir „Líf er að loknu þessu". Eins og nafn bókarinnar ber með 1 sér fjallar hún um þá vitneskju, sem höfundurinn telur sig og ýmsa aðra hafa fengið um líf manna í öðrum heimi eftir líkamsdauðann. Bókin er helguð miðilsstarfi Haf- steins Björnssonar, en hann hefur um þessar mundir starfað sem miðill í aldarfjórðung og er löngu orðinn landskunnur. Svo 'sem frá er greint á innsíðu kápunnar á bökinni, er hún „um I það frábrugðin nær öllum bókum um þessi efni, að hún fjallar ekki einvörðungu um sannreyndir fyrir- bæranna, heldur og um sjálfa miðilsgáfuna, eðli hennar og hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, ' til þess að haldbær árangur náist“ En auk þess er all mikill hluti bók- arinnar fræðsla um það líf, sem við tekur að loknu þessu, bæði frásagnir miðilsins sjálfs frá sál- j förum hans og frásagnir stjórn- enda hans í öðrum heimi. Mun mörgum. sem áhuga hafa ð bessum málum u 'rja fróðlegt að 'esa ..Minnin"^' 'onnu lífs og lið innar' ' 'ir ern etið hafa fund hjá Hafsteini kannast við Finnu og má gera ráð fyrir, að flestir þeirra hafi áhuga á að kynnasl I lífssögu hennar nánar en kostur hefur verið á hingað til á venjuleg- um miðilsfundum, þar sem hún hefur öðru að sinna en að segja frá sínum eigin málum. Flestir sem komast til vits og ára, hljóta að leiða hugann að því fyrr eða síðar á ævinni, hvað við taki þegar jarðvistinni lýkur — hvort sögu einstaklingsins sé þar með lokið að öllu, eða hvort hann lifi áfram á öðru tilverusviði. Þeir , eru að sönnu til, sem segja að j kristnum mönnum sæmi ekki að efast um.annað líf, því að Heilög ritning taki þar af öll tvímæli. En eins og höfundur fyrrnefndrar bókar bendir á, lifum við nú á mikilli vísinda j rannsóknaöld, og allur þorri manna „lætur sér ekki lengur nægja óskilorðsbundna trú. Þeir vilja geta byggt ályktanir sínar og trúarvissu á sannreynd- um“. Margt af því, sem löngu gengnar kynslóðir tóku fyrir góða og gilda vöru í trúarefnum, sam- ræmist ekki hugsun og lífsskoðun nútímamanna, enda sumt af þvi sannarlega rangt. Menn vilja fá sannanir fyrir ódauðleikanum. eins o° öllu öðru "em ekki 'iggur opið og ótvíræt* fyrir ’ónurr ' eirra Vafalaúst iHa anp "esti' úa bví að Þe:r lifi eftir 1 Vanv iauðann. en efnisvísindin hata ruglað marga i ríminu svo að þeir eru í vafa um hverju þeir eigi að trúa. Jónas Þorbergsson, hefur sem kunnugt er, kynnt sér sálarrann- sóknirnar um tugi ára og setið fundi hjá mörgum miðlum, bæði innlendum og útlendum. Hann tel- ur sig hafa fengið ótvíræðar sann- anir fyrir framhaldslífinu og að hægt sé að ná sambandi við þá, sem farnir eru af þessum heimi. Hann gerir einnig grein fyrir þvít í bókinni, hve dýrmæt þessi sann- færing hafi orðið sér og hvaða breytingu hún hafi valdið „á við- horfi sínu til lífsins og tilverunnar, lífslíðan sinni og viðleitni til lífs- breytni", eins og hann sjálfur kemst að orði Mér kæmi ekki á óvart, þótt þessi hugðnæma bók seldist fljót- lega upp. Til þess hefur hún öll skilyrði. Hún er rituð af mikilli einlægni og hreinskilni og á því snjalla máli, sem höfundurinn er löngu þióðkunnur fyrir. Hún verð- ur áreiðanlega mikið keypt af j;eim, sem leitandi eru á þessari leið andlegra mála — og þeir eru margir. En hinir ættu að lesa hana líka, og ekki trúi ég öðru en að sumir þeirra mundu að lestri lokn- m ó^ka bess "ð geta öðlazt þá ■úarvissu sem höfundurinn hefur tnazi og a..- >e: mætti segja .nér að einhverjir þeirra fari að kynna sér af eigin raun Ieiðina til að öðlast hana. V.M. • .;:«**••**& rztæwjiBemUMSm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.