Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 03.11.1962, Blaðsíða 8
V í S I R . Laugardagur 3. nóvember 1962. 8 m (Jtgefandi: Blaðaútgafan VISIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f Aðförin að Loftleiðum Fyrir nokkrum árum fór skandinaviska flugfélag- ið SAS að sjá ofsjónum yfir gengi Loftleiða. Þetta íslenzka félag, sem byrjað hafði með tvær hendur tómar, sótti jafnt og þétt á, og farþegum þess fór smám saman fjölgandi á leiðinni yfir Norður-Atlants- hafið. Félagið var í stöðugri sókn og öruggri þróun, þótt þ lyti engra ríkisstyrkja eins og SAS, þessi dýrasti umagi ríkissjóðs Dana, Norðmanna og Svía. SAS virtist gera ráð fyrir, að leiðin út úr halla- rekstrinum lægi yfir lik Loftleiða. Engin trygging var þó fyrir slíku, því að þótt þeir, sem vildu spara með því að fara með Loftleiðum, gætu það ekki, er félagið hefði verið drepið, var vitanlega engin trygging fyrir því, að þeir mundu kjósa flugvél frá SAS frekar en ein- hverju öðru flugfélagi. Líklegast er því, að SAS hefði eftir sem áður haldið sínum virðulega titli sem aðal- ómagi ríkissjóðs þriggja landa. Tilræði SAS við Loftleiðir misheppnaðist, en það er greinilegt, að sami vinarhugurinn er ríkjandi innan herbúða þess og áður. Og nú hefir því tekizt að fá annað félag í lið með sér. Pan American, sem vildi ekkert hafa saman við SAS að sælda fyrir nokkrum árum, þegar skandinaviska félagið leitaði þá liðveizlu í atlögunni að Loftleiðum. Þá getur málið farið að verða öllu erfiðara og alvarlegra. SAS og PAA vilja bæði fá heimild til að lækka fargjöld með skrúfuvélum á leiðinni yfir Atlantshaf. Það er eðlilegt, en jafn eðlilegt ætti að vera, að Loft- Ieiðir fái að krefjast enn lægri fargjalda, ef félagið óskar þess, þar sem það notar eldri vélar en þær, sem þessi stóru félög ætla að nota. Þau eiga nefnilega ein- göngu nýrri vélar en þær, sem Loftleiðir notar og mun nota fyrst um sinn. Hlutverk stjórnarvaldanna íslenzk stjórnarvöld verða að beita öllum þeim áhrifum, sem þau geta, til að tryggja, að þessi nýja aðför að Loftleiðum endi á sama hátt og hin fyrri, sem varð að engu hér á árunum. Það hlýtur að vera hægt, því að einfalt ætti að vera að færa rök fyrir því, að þeir tiltölulega fáu farþegar, sem Loftleiðir flytja, geta aldrei ráðið úrslitum um líf eða dauða eins stórra flug- félaga og hér er um að ræða. Vonandi veitir Bandaríkjastjórn félögunum ekki hjálp í aðför þeirra að Loftleiðum. Kún vill að sögn fækka lendingarleyfum Loftleiða vestanhafs, en hún ætti að athuga, að með starfsemi sinni hafa þær gert fjölda Bandaríkjamanna kleift að ferðast til Evrópu — og öfugt — gegnt hlutverki, sem aðrir hafa vanrækt. Það væri óhappaverk, ef Bandaríkjastjórn gengi í lið með óvinum Loftleiða. Anna Borg og Poul Reumert á brúðkaupsdaginn. Qestaleikur Poul Reum- erts með Gálgamann- inn var fyrsta heimsókn hans til íslands. í næsta skipti sem hann heimsótti ísland í ágúst 1932 vorum við gefin 'P'yrir brúðkaupið spurði pabbi 11/feð hjónabandinu hófst nýr mig, hvort ég héldi ekki að þáttur í lífi mínu. Það getur Poul vildi fá vín með veizlumatn- verið hættulegt fyrir unga leik- um. Pabbi var stúkumaður og konu að giftast frægum leikara. hafði aldrei haft vín eða áfengi Það er svo hætt við að hún sé um hönd í húsi sínu. — En ef borin saman við hann, og slíkt er Poul vildi hafa glas af víni, þá ósanngjarnt. skal ég sjá um það. Það er ósanngjarnt, að heimta það sama af mér og Poul Reu- — Ég held bara að Poul geti mert. En hvað það hefði verið ekki hugsað sér að drekka vín auðvelt fyrir mig að leita ráða og Endurminningar Önnu Borg: gift vera / saman í hjónaband á æskuheimili mínu, gula húsinu við Laufásveg. Aðeins nánustu vinir og vandamenn voru við- staddir hjónavígsluna, sem prestur framkvæmdi. hér í húsinu, svaraði ég. Og eng- inn okkar gæti hugsað sér það En spurðu hann sjálfur. Og maðurinn minn svaraði al- veg því sama til og ég: — Það kemur ekki til mála, sagði hann, og svo drukkum við límonaði og óáfengt íslenzkt öl í brúðkaups- .veizlunni — og hjónaband okkar hefur orðið hamingjusamt fyrir það. hjálpar hjá honum í hvert skipti sem ég lenti í erfiðleikum og óvissu í starfi minu. Þegar hann fer að skýra eitt- hvað út, verður það allt í einu svo augljóst og einfalt — lokaðar dyr opnast. En gat ég notfært mér þetta? — Nei, ég varð sjálf að heyja mína baráttu, ég varð að sjá hlutina með eigin augum, ég varð sjálf að leita heiðarlega að niðurstöðu, annars þýddi það að ég yrði sjálf ekki til. T’ólk ímyndar sér að það sé svo auðvelt að taka að láni hjá irum, sérstaklega hjá maka sín- im, en ég gat ekki hugsað mér að skreyta mig með fjöðrum ann- arra. Ef ég gerði það, yrði ég sjálf innantóm spm leikkona. Mér varð þetta ljóst, strax og við vorum gift. Ég hlaut að verða ég sjálf. Ég ætlaði ekki að stytta mér leið. Ekki verða bergmál af eiginmanni mínum. Og Poul skildi líka og virti sjónarmið mitt. Hann, sem er svo sterkur persónuleiki, gætti þess að hafa ekki allt of sterk áhrif á mig. Hann vissi, að það yrði mér aldrei fullnægjandi að sjá hlutina með annarra augum. Við þurftum ekki einu sinni að ræða þetta. Það var grundvallaratriði í hjúskap okkar. Ég sagði við sjálfa mig: — Poul Reumert elskar mig eins og ég er og vill ábyggilega ekki að ég verði nein vasaútgáfa af honum sjálf- um. Góðir bræður, Stefán og Torsten. Jjað var ekki nóg með að við værum af ólíkum þjóðernum, heldur var skapgerð okkar ólík. Ég hafði mótazt og breytzt á I aæ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.