Tölvumál - 01.05.1998, Síða 5

Tölvumál - 01.05.1998, Síða 5
TOLVUMAL Af CeBIT ’98 Eftir Einar H. Revnís Kannski var það tímanna tákn að einn gamalgróinn framleiðandi faxtækja stillti upp í plássi sínu textanum „the fax is not dead yet!“ eða „faxtækið er ekki enn búið að vera!“. Þá er bara spurningin hvenær það verður, eins og framleiðandinn er að gefa í skyn, en ekki hvort. Tilefni þessarar merkilegu setningar var að tiltekið faxtæki þessa aðila gat tekið við faxi og sjálfkrafa umbreytt því í mynd og sent á Netið sem viðhengi við tölvupóst. Það má nefnilega vel vera að tölvupóstur sé á góðri leið með að útrýma faxinu og þá líklega hraðast í þeim löndum þar sem Internetnotkun er mest. Faxfram- leiðendur svara fyrir sig með því að umbreyta faxtækinu á þennan hátt, að gera tækið fjölhæfara og það geti jafnframt verið prentari af bestu gerð og ljósritunarvél. Eins mátti líka sjá óvænt útspil á CeBIT ‘98 sem er þráðlaust faxtæki fyrir DECT staðal og gengi því hvar sem væri án símalína í fyrirtækjum og á heimilum sem hefðu DECT símstöðvar en þó nokkuð er urn slíkt hér á landi. DECT tæknin býr í skugga GSM. Heitið „þráðlaus sími“ er það sem fólk notar þegar það á við DECT en milljónir DECT tækja eru núna í notkun við hinar ólík- legustu aðstæður. Samtök sem kalla sig DECT Forum (http:// www.dect.ch/) voru með lítið, látlaust tjald á rniðju sýn- ingarsvæði CeBIT’ 98. Heimsókn þangað var býsna forvitnileg. DECT er á Ítalíu í boði sem valkostur í stað GSM og er staðsett einhvern veginn mitt á milli eiginlegs farsíma og þráðlauss síma. í DECT tjaldinu var verið að sýna DECT POS-a og framleið- endurnir tjáðu mér að þeir væru til dæmis ætlaðir á bensínstöðvar svo hægt væri að afgreiða korta- notendur í bílum þeirra. Annar aðili var að sýna búnað sem leyfir tölvufjarskipti um DECT en þar sem tæknin ræður við 552 kb/s þráðlaust er það álitlegur valkost- ur í stað vírtengdra neta. Philips var með kynningu á DECT til tölvufjarskipta sem þeir kalla Virtual Cable en hraðinn á því neti er mun hóflegri en 552 kb/s. Internetið allsstaðar til alls Það er deginum ljósara að núna er sókn hafin svo ýmiss búnaður annar en tölvur geti notfært Internetið, samanber fax- tækið. Dæmi um slíkt var sýning á tækni sem kallast WAP (Wireless Access Protocol) en einn aðstandandi 1 9. — 2 5. 03. 1 9 9 8 tækninnar sýndi hvernig GSM síma rnætti nota til að millifæra á bankareikningum og ná í texta á heimasíðum. Annað rnagnað dærni var að velja bíómyndir. Þá er kölluð fram rnynd sem sýnir hvaða myndir eru í boði á við- komandi svæði, myndin valin og í framhaldi hvaða bíó eru að sýna myndina. Eftir að það er búið er valið hvar viðkomandi vilji sitja og síðan greitt fyrir myndina með rafrænni greiðslu. Þá var bara að ná í miðana með því að gefa upp símanúmerið í kvikmyndahúsinu. Þessi símaframleiðandi fór meira að segja skrefinu lengra því á símanum er innrautt ljós og því myndi nægja að veifa símanum í skynjara í kvikmyndahúsinu til að láta „rífa af miðunum". Þetta eru alvöru rafræn viðskipti. Vel kynnt eru tæki til að tengja Internetbúnað við sjónvarpstæki en þá getur fjölskyldan sameinast til að skoða heimasíður og senda og taka við tölvupósti. Slíkur búnaður var til sýnis á CeBIT ‘98. Tilbrigði við samsetningu ólíkra tækja var Inter- net Screenphone ífá Alcatel en hann er eins og stórt símtæki með kristal- skjá og hnappaborði. Tækið vinnur því annaðhvort eins og hefðbund- inn sími eða til að fara á heimasíður og/eða sinna tölvupósti. í tækinu er líka kortalesari til notkunar með greiðslukortum. Onnur framtíðarsýn er Info- wear Concept One frá Ericsson sem er „úr“, ef hægt er að nota það orð, sem getur tekið við tölvupósti og SMS skeytum frá GSM. Hug- myndin er sú að einmennings- tölva notandans geti sent sjálf- krafa til hans alls konar upplýs- ingar; minnt á fundi og hvað sem er. Tæknin er enn á rannsóknar- stigi en gæti verið á jólaóskalista margra eftir ekkert mjög langan tíma. Svona mætti lengi telja. Á CeBIT ‘98 var sérstakt svæði helg- að Internetinu og kallaðist Inter- net Park og þar var samankominn ijöldi aðila, stórir og smáir, sem sýndu hvaðeina teiigdu Internetinu. Þema IBM þetta árið var E- commerce en sem fyrr er vaxandi þáttur í notkun Internetsins verslun og viðskipti en með tilkomu rápfor- MAÍ 1998 - 5

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.