Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 8
TOLVUMAL
Einstök ráöuneyti
F orsætisráðuney ti
Faghópar
ráðuneyta
Samráðshópur
ráðuneyta og
Alþingis
Fundir ráðuneytisstjóra
Málaskrár- Verkefnis-
nefnd stjórn
Nefnd uin
(Ritstjórn)
I—* ‘ Ritstjórnir I
■<-1---- ráðuneyta I
Samráðshópur
sveitarfélaga,
atvinnulffs o.fl.
Ráðgjafahópur:
Rut-nefnd
heimila er til tölva með mótaldi.
Með því að bera saman niðurstöð-
ur þessarar könnunar og könnun-
ar sem framkvæmd var í nóvem-
ber 1997 kemur í ljós að notkun
Internetsins hér á landi vex rnjög
hratt. Spurt var um ýmsa aðra
þætti sem varða tölvunotkun og
verða niðurstöður kynntar opin-
berlega þegar búið er að vinna úr
könnunni í heild.
Hvatt til náms og þátttöku
í upplýsingasamfélaginu
Skortur á tölvumenntuðu fólki
á vinnumarkaði er staðreynd og
fyrirsjáanlegt er að slíkur skortur
verði viðvarandi ef ekkert er að
gert. Verkefnisstjórn hefur skoðað
þessi mál og sett fram tillögur um
aðgerðir. Einnig hefur verið útbú-
inn bæklingur sem m.a. verður
dreift til nemenda á framhalds- og
háskólastigi. Markmið þessa
bæklings er að hvetja fólk á öllum
aldri til náms á sviði upplýsinga-
tækni. Fjallað er um margbreyti-
leika þeirra starfa sem bjóðast
þeim sem leggja upplýsingatækn-
ina fyrir sig og mikilvægi þess að
allir tileinki sér þá færni sem þarf
til að geta notað tæknina hvaða
atvinnu sem þeir kjósa að stunda.
Einnig er bent á að störf á sviði
upplýsingatækni henta konum
ekki síður en körlum.
Vandi vegna ártalsins 2000
Flestum eru nú kunnug þau
vandamál sem fylgja ártalinu
2000. Verkefnisstjórn, RUT-nefnd
og Ríkiskaup hafa samræmt að-
gerðir sínar á þessu sviði. Nú
vinna þessir aðilar saman að
verkefnum sem komið geta ríkis-
fyrirtækum, einkafyrirtækjum og
sveitarfélögum að gagni við lausn
þessa vanda. Meðal annars er fyr-
irhugað að kanna stöðu þessara
mála hjá ríkisfyrirtækum, dreifa
fréttabréfum til fyrirtækja og
sveitarfélaga, halda ráðstefnu og
setja upp gagnagrunn með upp-
lýsingum um hvort vél- og hug-
búnaður á íslenskum markaði
ræður við ártalið 2000.
RUT-nefnd
Verkefnisstjórn hefur sér til
ráðuneytis ráðgjafanefnd sérfræð-
inga á sviði upplýsingatækni. í
samráði við fjármálaráðuneyti
hefur verið ákveðið að RUT-
nefnd, sem um árabil hefur starf-
að á vegum fjármálaráðuneytis,
taki að sér ráðgjafahlutverk fyrir
verkefnisstjórn. Við þessa breyt-
ingu víkkar starfsvið nefndarinn-
ar á þann rnáta að það er ekki
lengur takmarkað við ríkissstofn-
anir og ráðuneyti. Helstu verkefni
sem nefndin er að fást við eru út-
gáfa á nýrri og endurbættri inn-
kaupahandbók fyrir upp-
lýsingatækni, rnótun til-
lagna um notkun tölvu-
pósts í opinberum stofn-
unum, samvinnuverkefni
vegna ártalsins 2000 og
skipulag endurmenntunar
sem stuðlar að því að
koma útboðsstefnu ríkis-
ins í framkvæmd.
Samráðshópur ráðu-
neyta og Alþingis
Settur hefur verið á fót
sanrráðshópur ráðuneyta
og Alþingis sem er vett-
vangur samstarfs þessara
aðila á sviði upplýsinga-
og fjarskiptatækni. Hópur-
inn vinnur með verkefnisstjórn-
inni að því að koma stefnu ríkis-
stjórnarinnar í framkvæmd og
fjallar um verkefni sem krefjast
samræmingar milli ráðuneyta og
Alþingis. Einnig kemur hann að
reglulegri heildarendurskoðun
stefnunnar og árangursmati.
Samráðshópur ráðuneyta og
Alþingis er skipaður fulltrúum
allra ráðuneyta ásamt fulltrúa Al-
þingis. Þau verkefni sem hópur-
inn fæst við eru fjölbreytileg og
varða m.a. stjórnarráðsvefinn og
málaskrá ráðuneyta en mikilvæg-
ustu verkefnin nú felast í sam-
ræmingu tillagna ráðuneyta vegna
fjárlagagerðar.
Samráðshópur sveitarfélaga,
atvinnulífs og launþega
Akveðið hefur verið að óska
eftir samráði við fulltrúa sveitar-
félaga, atvinnulífs og launþega
um málefni upplýsingasamfélags-
ins og er nú verið að undirbúa
stofnun þessa hóps.
Faghóparráðuneyta
Komið hefur verið upp föstum
farvegi innan hvers ráðuneytis
fyrir þróun upplýsingasamfélags-
ins. Slíkur farvegur er nauðsyn-
legur til þess að tryggja að stefna
ríkisstjórnarinnar verði útfærð á
vettvangi hvers ráðuneytis, end-
8 - MAf 1998