Tölvumál - 01.05.1998, Qupperneq 12

Tölvumál - 01.05.1998, Qupperneq 12
TÖLVUMÁL lendum markaði svo að íslend- ingar dragist ekki aftur úr al- heimsþróun, fyrirtæki með bol- magn til þess að taka þátt í stórum alþjóðaverkefnum. Skipting Landssímans í tvö meginfyrirtæki myndi draga úr þrótti hans og minnka líkur á að hann geti stað- ið óstuddur í framtíðinni. Til að efla samkeppni mætti þó hugsa sér að reka ýmsa starf- semi í sjálfstæðum hlutafélögum sem væru eftir sem áður í eign Landssímans. Óeðlilegt er hins vegar að Landssíminn annist sjónvarpsrekstur sem hætta væri á að yrði niðurgreiddur af síma- þjónustu. Tillaga nefndarinnar er að slíkur rekstur eigi sér stað í sjálfstæðu hlutafélagi þó að ekki séu gerðar athugasemdir við að Landssíminn eigi meirihluta í slíku félagi. Meginmarkmið Landssímans ætti að vera að auka nýtingu á þeirri fjárfestingu sem lagt hefur verið í með uppbygg- ingu ljósleiðaranetsins. A hinn bóginn ber að reka starfsemi Landssímans að öðru leyti í fjár- hagslega sjálfstæðum deildum, m.a. til að gera Fjarskiptastofnun fært að hafa eftirlit með starfsem- inni. Til að tryggja samkeppni er nauðsynlegt að efla Fjarskipta- stofnun sem sjálfstæðan eftirlits- aðila en starfsemi hennar mun ráða miklu um hvernig til tekst í framtíðinni. Þar skiptir miklu máli hvernig svonefnd alþjónusta er skilgreind en þar eru lagðar kvaðir á fjarskiptafyrirtæki. Þess- ar kvaðir verða sífellt fjölþættari og geta snert þjónustu við dreif- býli, menntun og gagnaflutning. Hlutverk Fjarskiptastofnunar er einnig að tryggja faglegt eftirlit og renna stoðum undir heilbrigða samkeppni á fjarskiptamarkaðn- um. Mikilvægast er að mat á raun- kostnaði vegna aðgangs að grunn- netinu sé faglegt og verð nægilega lágt til að þjónusta aukist. Til þess að stofnunin þjóni sem best til- gangi sínurn leggur nefndin til að lagalegt umhverfi hennar verði endurskoðað og starfssvið hennar skilgreint betur. Einnig er lagt til að Alþingi verði gefnir auknir möguleikar á að fylgjast með fjar- skiptamálum með því að árs- skýrsla Fjarskiptastofnunar verði lögð fyrir þingið. Miðað við stöðu og þróun lagaumhverfis, tæknimála og markaðsmála finnur nefndin eng- in sterk rök sem mæla með áfram- haldandi eigu ríkisins á Lands- símanum. Forsendur sölu á hluta- bréfum ríkissjóðs eru margar og er nefndin einhuga um tillögur þar að lútandi. Frumforsenda sölu- hugmynda er sú að Landssíminn geti verið sjálfstætt fyrirtæki þrátt fyrir smæð sína og þurfi ekki að renna inn í stærri fyrirtækjaein- ingu. Sala á bréfum á fjármála- markaði gerir þau að gjaldmiðli fyrir fyrirtækið sem styrkir sam- starfsmöguleika Landssímans við önnur fyrirtæki bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Nauðsynlegt er treysta bönd fyrir- tækisins við starfsmenn og við- skiptavini með dreifðri eignarað- ild. Síðast en ekki síst getur sala bréfa veitt starfsmönnum hlut- deild í hagnaði fyrirtækisins. Flýta þarf sölu Landssímans eins og kostur er. I fyrsta áfanga einkavæðingarinnar er rétt að selja allt að 20% af eign ríkisins en það er talið um það bil það há- mark sem ráðlegt sé að bjóða út á innlendum markaði á einu ári. Á þessu stigi verði sérstaklega hug- að að sölu til starfsmanna og al- mennings á viðunandi verði. í næsta áfanga verði allt að 25% af eign ríkisins í Landssímanum seld einum eða fleiri kjölfestufjár- festum. Rétt valdir kjölfestufjár- festar munu styrkja verðmætamat á fyrirtækinu í alþjóðlegu útboði auk þess sem líklegt má telja að hlutafé verði selt við hærra verði til kjölfestu-fjárfesta en almennt fengist á innlendum markaði. I þriðja og síðasta áfanga selji ríkið afganginn af eign sinni í fyrirtæk- inu, að lágmarki 55%, í alþjóð- legu og innlendu útboði þar sem a.m.k. 15% hlut verði ráðstafað til innlendra fjárfesta. í útboðinu yrði höfuðáhersla lögð á hámarks- verð fyrir bréfin. Reikna má með að sala á Landssímanum taki þrjú ár hið minnsta. 12 - MAl 1998

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.