Tölvumál - 01.05.1998, Page 15
TÖLVUMÁL
fjarskiptastofnun er ætlað að hafa
umsjón með framkvæmd fjar-
skipta- og póstmála hér á landi í
samræmi við lög um stofnunina
sem og lög um fjarskipti og póst.
Póst- og fjarskiptastofnun ber að
gefa út rekstrarleyfi fyrir fjar-
skiptastarfsemi, en setja rná ýmis
skilyrði fyrir leyfisveitingu, sem
m.a. hafa það að markmiði að
tryggja að leikreglurnar, sem áður
er getið, verði virtar. Rétt er að
geta þess að í vissum tilfellum er
stofnuninni heimilt að takmarka
fjölda leyfishafa á einstökum
þjónustusvæðum og gildir það
fyrst og fremst, þegar um er að
ræða takmarkaðar auðlindir svo
sem tíðnisviðið, sem er til ráðstöf-
unar fyrir þráðlausa þjónustu.
Ymis verkefni, sem tengjast al-
mennri stjórnsýslu á fjarskipta-
sviði, hafa verið flutt frá Pósti og
síma fyrrverandi til Póst- og fjar-
skiptastofnunar og má nefna mál,
sem tengjast EES og öðrum alþjóða-
málurn og almennt eftirlit. Aður var
búið að flytja málaflokkana tíðni-
mál, gerðarsamþykki, tækjaleyfi og
tæknilegt eftirlit til Fjarskiptaeftir-
lits ríkisins, sem nú er hluti Póst-
og fjarskiptastofnunar.
Til að tryggja að leikreglur
verði haldnar hefur Póst- og fjar-
skiptastofnun ýmis eftirlitsúr-
ræði, m.a.
• Rétt til að krefja ieyfishafa upp-
lýsinga um alla þætti starfsemi
þeirra
• Rétt til að krefjast ársreikninga,
milliuppgjörs, yfirlýsinga end-
urskoðenda o.fl.
• Heimild til að krefjast úrbóta á
lélegri fjárhagsstöðu, ef hætta
er talin að leyfishafi geti ekki
uppfyllt skyldur, sem mælt er
fyrir um í rekstrarleyfi
• Aðgang að húsnæði í eftirlits-
ferðum án dómsúrskurðar
• Heimild til að beita dagsektum
fyrir vanrækslu við að uppfylla
skilyrði eða kvaðir
• Svipting leyfis við ítrekuð brot
að undangenginni viðvörun.
Rekstraraðilar, sem ekki eru
sáttir við úrskurð Póst- og fjar-
skiptastofnunar geta vísað málum
til 3. manna úrskurðarnefndar,
sem skipuð er af samgönguráð-
herra. Formaður hennar skal vera
tilnefndur af hæstarétti, annar
nefndarmaður er tilnefndur af
Verkfræðingafélagi íslands, en
hinn þriðja skipar ráðherra án til-
nefningar.
Auk þeirra verkefha, sem getið
hefur verið, á Póst- og fjarskipta-
stofnun að vera ráðgefandi fyrir
stjórnvöld og ráðuneyti á sviði
fjarskipta. Þar með getur stofnun-
in hugsanlega beitt sér fyrir ítar-
legri stefnumörkun um fjarskipti
á opinberum vettvangi. Það er ein
afleiðing hins breytta umhverfis
að nauðsynlegt er að ríki og at-
vinnulíf eigi sér fastmótaða
stefnu að því er varðar fjarskipti
og þróun þeirra og fyrirtækjum í
þessum geira þykir örugglega
ekki verra að vita hvert skipstjór-
inn ætlar að taka stefnuna.
Markaðurinn að
fengnu frelsi
Nokkur Evrópulönd hafa þeg-
ar fengið reynslu af opnum fjar-
skiptamarkaði, vegna þess að lög-
gjöf þeirra var breytt fyrr en kraf-
ist var af ESB. Sú reynsla sýnir að
ný fjarskiptafyrirtæki eiga erfitt
uppdráttar í samkeppninni við
fyrri ríkisstofnanir. Þetta er ef-
laust ástæða þess að fram-
kvæmdastjórn ESB leggur í til-
skipunum sínum miklu meiri
kvaðir á fjarskiptafyrirtæki með
markaðsráðandi stöðu en á nýlið-
ana, en hinir síðarnefndu telja
samt ekki nógu langt gengið og
vísa gjarnan til þess að þeir verða
að byrja frá grunni að byggja net
og þjónustu, en fyrri ríkisfyrir-
tæki sitji í blómlegu búi. Það er
eftirtektarvert í þessu sambandi
að það hefur lítið sem ekkert ver-
ið til umræðu að kljúfa fyrri síma-
fyrirtæki í net- og þjónustufyrir-
tæki, enda þótt oft sé krafist
reikningslegs aðskilnaðar á net-
starfsemi frá allri þjónustu. Inn í
þetta blandast ótti við það að
veikja fyrirtækið, sem hefur
markaðsráðandi stöðu, því að það
kann að leiða til innrásar erlendra
fyrirtækja á markaðinn. Það vekur
athygli, að þegar erlend símafyrir-
tæki hafa fengið samkeppni
heima fyrir, grípa þau gjarnan til
þess ráðs að sækja inn á erlenda
markaði til þess að bæta sér upp
tekjumissinn heima fyrir. Þá er
það ýmist að myndað er bandalag
með fyrrverandi ríkisstofnun í
landinu eða einhverju hinna nýju
fyrirtækja á markaðinum. Slík
bandalög hafa verið áberandi
þáttur í fréttum síðustu ára af er-
lendum fjarskiptamörkuðum, en
árangur þeirra hefur vægast sagt
verið misjafn. Það má hins vegar
vera ljóst að myndun alþjóðlegra
viðskiptabandalaga getur hæglega
leitt til fákeppni, sem margir telj-
ast síst vænlegri kost en fyrri rík-
isrekstur.
Gústav Arnar er forstöðumaður
Póst- og fjarskiptastofnunar.
MAÍ 1998 - 1 5