Tölvumál - 01.05.1998, Síða 17
TOLVUMAL
sviði, geta fjarskipin aldrei verið
talin frjáls - nema í orði.
Skipulag fjarskiptamála hefur
engu að síður breyst mikið á síð-
astliðnum árum, en það er að
mínu mati forsenda þess að hér
fái þrifist heilbrigð samkeppni í
framtíðinni. Vil ég sérstaklega
nefna tilurð Póst- og fjarskipta-
stofnunar sem hefur mikilvægu
hlutverki að gegna, en þar er kom-
inn hlutlaus aðili sem tryggja á
öllum jafnan aðgang að fjarskipta-
kerfi þjóðarinnar. Gallinn er hins
vegar sá, að æðsti yfirmaður
hennar, þ.e. ráðherra fjarskipta-
mála er einnig æðsti yfirmaður
Landsímans hf. Hér er um að
ræða slíkan hagsmunaárekstur að
hlutleysi stofnunarinnar verður
aldrei tyggt til fulls.
Sem dæmi um pólitíska spillta
ákvörðun sem ráðherra hefur tek-
ið nýlega og síðan falið Póst- og
fjarskiptastofnun að framkvæma,
nefni ég ákvörðun ráðherra að
semja við þrjú fyrirtæki varðandi
þróun, framkvæmd og rekstur á
Sjálfvirka tilkynningaskyldukerf-
inu STK. Ekki var haft fyrir því að
leita tilboða eins og alþjóðlegir
samningar kveða á um í tilfellum
sem þessum. Nei, hér var gamla
íslenska aðferðin notuð - maður
þekkir mann. Eg veit til þess að
menn sitja nánast agndofa og vita
vart hvort þeir eigi að gráta eða
hlæja að þessu öllu saman. Þegar
framhaldssögunni um flokksbróð-
ur fjarskiptaráðherra fer að linna
og menn hætta að hugsa um ríkis-
banka og laxveiðiár, þá hef ég trú
á að menn fari að gefa þessu máli
frekari gaum.
Það var eitt lítið atvik þessu
máli tengt, sem minnti mig á að
ala ekki með mér of miklar vonir
um að mál væru að færast til betri
vegar. Eftir að tilkynnt var um
samning ráðherra varðandi Sjálf-
virku tilkynningaskylduna, þá
hafði ég samband við Póst- og
fjarskiptastofnun til þess að fá
upplýsingar um það hver ætti að
sjá um sölu, uppsetningu og við-
hald búnaðar um borð í skipun-
urn. Fulltrúi stofnunarinnar sagð-
ist ekki vera viss um það, en benti
mér á að hafa samband við ráðu-
neytið. Þegar ég hringdi í ráðu-
neytið, þá sagði ég við símadöm-
una að ég vildi fá samband við
þann sem hefði með samning um
Sj álfvirka tilkynningaskyl dukerf-
ið að gera. Mér var gefið samband
við elskulegan mann, en sá sagð-
ist því miður ekki geta svarað því,
en sagði þá þessa fleygu setningu:
„...geturðu ekki bara hringt í
Landsímann?“
Það er fallegt að vona.
Kristján Gíslason er fram-
kvæmdastjóri Radiomiðunar ehf.
MAÍ 1998 -17