Tölvumál - 01.05.1998, Side 21
TÖLVUMÁL
4lá
ekki er hægt að kaupa þau eða
flytja milli fyrirtækja.
Innlendar og erlendar kannan-
ir sýna hins vegar að bókhalds- og
upplýsingakerfi fyrirtækja eru
óhentug þegar kemur að því að
láta stjórnendum í té upplýsingar
sem nothæfar eru sem grundvöll-
ur ákvarðanatöku og stjórnunar.
Þetta má rekja til þess m.a. að
vinnslukerfi fyrirtækja eru ekki
hönnuð fyrir upplýsingagjöf til
stjórnenda. Þannig eru t.d. gögn
sem sótt eru beint í vinnslukerfin
ekki nægjanlega samhæfð til að
vera grundvöllur ákvarðanatöku,
of langan tíma tekur að afla þeirra
og loks eru þau sjaldnast á hent-
ugu formi.
Fyrirtæki sem ekki bregðast
við þessari stöðu með því að stór-
auka og bæta aðgang stjórnenda
að upplýsingum eiga hreinlega á
hættu að lúta í lægra haldi fyrir
samkeppnisaðilum.
TÍR auðveldar fyrirtækjum að
bregðast við framangreindu með
því að veita þeirn ráðgjöf um
hönnun og uppsetningu upplýs-
ingakerfa fyrir stjórnendur, auk
þess að annast gerð þeirra og
veita nauðsynlega þjónustu.
Þessar lausnir byggja á vöruhúsi
gagna (Data Warehouse) og sér-
hæfðum fyrirspurnar- og úr-
vinnsluverkfærum (Decision
Support Tools.)
Forskot á samkeppnisaðila
Meginmarkmiðið með upp-
setningu stjórnhjálparkerfis er
ekki að spara í rekstri heldur
auka árangur starfseminnar og ná
forskoti á samkeppnisaðila.
Kostir stjórnhjálparkerfa eru
m.a. eftirfarandi:
• Aukið forskot á samkeppnis-
aðila.
• Betri nýting á dýrmætum tíma,
þekkingu og reynslu stjórn-
enda.
• Styrkari grundvöllur ákvarð-
anatöku.
• Einfaldari og bættari aðgangur
stjórnenda að upplýsingum.
• Auðvelt að þróa lausnina í
áföngum - hver áfangi skilar
strax miklum ávinningi.
• Stjórnhjálparkerfi truflar ekki
starfsemi fyrirliggjandi bók-
halds- og upplýsingakerfa.
Aukinn áhugi á hlutbund-
inni hönnun
Undanfarin ár hefur áhugi
manna á kostum hlutbundinnar
hönnunar farið vaxandi. Hérlend-
is má sjá þennan áhuga í því að
hlutbundin hönnun er kennd í
Háskóla íslands, Tölvuháskóla
Verzlunarskóla íslands, tölvu-
fræðibraut Iðnskólans í Reykjavík
og í einkareknum tölvuskólum.
Sífellt fleiri fyrirtæki hérlend-
is nota hlutbundna aðferðafræði
við hugbúnaðargerð og styðjast í
því sambandi við sérstök grein-
ingar- og hönnunarverkfæri.
TIR er þjónustuaðili fyrir afar
öflugt verkfæri fyrir hlutbundna
hönnun, sem heitir SELECT
Enterprise, og er notað af m.a.
Seðlabanka íslands, Skýrr hf.,
VISA, Tölvumiðstöð sparisjóð-
anna, Reiknistofu bankanna o.fl.
Kostir hönnunarverkfæra
Ávinningurinn við að nota
verkfæri á borð við SELECT
Enterprise er m.a. sem hér segir:
• Mikið hagræði og tímasparnað-
ur til langs tíma litið.
• Auðveldar endurnýtingu hug-
búnaðareininga.
• Veitir yfirsýn yfir hugbúnaðar-
eign.
• Heldur utan um alla skjölun
við hugbúnaðargerð.
• Auðveldar þarfagreiningu og
kerfisgerð.
• Samræmir vinnubrögð við hug-
búnaðargerð.
• Styttir tíma sem varið er til for-
ritunar.
Lokaorö
Hér að framan hefur verið
greint frá meginþáttunum í starf-
semi TIR og helstu áherslum sem
þar ríkja. Þá var fjallað um hvern-
ig fyrirtæeki geta baett samkeppn-
isstöðu sína með því að nota
stjórnhjálparkerfi sem byggja á
vöruhúsi gagna til að breyta gögn-
um í upplýsingar. Loks var fjall-
að um margvíslegan ávinning
sem fylgir notkun verkfæera eins
og SELECT Enterprise við hlut-
bundna hönnun.
Ríkarður Ríkarðsson er fram-
kvæmdastjóri hjá TÍR EHF.
Document
Generation
Requirements
Traceaoility
Modei Animation
Trainingand Consulting
Process Support
c++
Forté
Visual Basic
PovvcrBuilder
DCOM
CORBA
Java
Delphi
Smalltalk
Estimation NatStar
Configuralion c/-)i
Management/VC ^
Computer-Based
Training
SELECT Component Factory
MAÍ 1998 - 21