Vísir - 13.11.1962, Page 8

Vísir - 13.11.1962, Page 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 13. nóvember 1962. m EE3B CJtgefandi: Blaðaútgátan VISIR. Ritstiórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thoprensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Ofbeldisaðgerðum hrundið Dómur Félagsdóms í L.Í.V.-málinu er mikill sig- ur fyrir félagsfrelsið í landinu og hið vinnandi fólk. Innan L.Í.V. eru starfandi hátt á fjórða þúsund laun- þegar. Þessu fólki hefir hin kommúniska forysta Al- þýðusambandsins varnað að neyta réttinda sinna sem meðlimir í sambandinu. Það er hart, að leita verði til dómstólanna svo launþegar nái rétti sínum innan stærsta verklýðssambands landsins. Hin kommúniska forysta A.S.Í. hefir gjörsamlega misst stjórn á skapsmunum sínum, er hún heyrði dóm- inn. Þjóðviljinn í morgun hrópar: Árás á félagafrelsið! Brot á stjórnarskránni! Slfk er virðingin fyrir dóm- stólum landsins og lýðræðinu í framkvæmd. Komm- únistar skulu einir ráða. Enginn má hindra.þá í of- beldisverkum sínum gegn launþegum Iandsins. Ef forysta A.S.Í. ætlar enn að meina L.Í.V. upp- töku á þinginu, sem í hönd fer, verður um gróf lög- brot að ræða. Réttur L.Í.V. er skýlaus. Því verður ekki trúað að óreyndu, að kommúnistar ætli að leggja til opinberrar atlögu við íslenzkt réttarfar. Forheimskabar friðardúfur Hvernig hefir hlutleysið dugað Indverjum? Það er spurning, sem gegnherílandi fólkið og aðrir auðtrúa sakleysingjar og taglhnýtingar kommúnista mega gjarnan spyrja sjálfa sig þessa dagana. Nerú var þeirra aðalpostuli. Hann fylgdi hlutleysisstefnunni. Hann á- netjaðist engum „varnarbandalögum“. Og hvað hefir Nerú svo uppskorið? Á hann er ráðizt af nágrannaþjóð, kommúnistaþjóð, sem lofsyng- ur friðinn, en brýnir brandana undir söngnum. Og hersveitir Nerús eru molaðar af því að hann hafði ekki gætt þess að byggja upp varnir landsins og styrkja her sinn. Hann trúði því að hlutleysið væri bezta vörnin. Hann trúði því að engin þjóð væri svo vond að henni dytti í hug að ráðast á friðsaman hlut- leysingja. Á stund niðurlægingarinnar hrópar hann í örvænt ingu á hjálp og vopn frá austri jafnt sem vestri. Loks skilur hann að frelsið verður ekki varið með fjálgum yfirlýsingum um ævarandi friðarást og „hlutleysi ! átökum stórveldanna“. Bikar hans er rammur og sann- leikurinn á botni hans þungbær. Höldum okkur hlutlausum, hrópa bláeygðir ís- lenzkir menntamenn. Hlutleysið er bezta vörnin, hrópa afvegaleiddar íslenzkar konur og flýta sér á MÍR og MÍK-þing til að drekka kínverskt te. Vesalings fólkið! Skyldi það nú skilja þá einföldu staðreynd að eina vernd sjálfstæðisins felst í herstyrk vinh okkar og samherja? Eða þurfa þessar einföldu sálir að ganga píslargöngu Nerús á enda? Þurfa þær að bíða þess að sprengjurnar falli úr skýjum áður en þær skilia að heimurinn samanstendur ekki einungis af fólki með gott hjartalag? ☆ Réttarhöldin yfir belgisku eiginkonunni og móðurinni Suzanne Vandeput voru spurn- ing um það hversu alvarlegt af- brot eða glæpur morð 1 líknar- tiigangi væri. Enginn efaðist um að frú Vandeput deyddi barn sitt, sem ýar fætt alvarlega vanskapað, tii að forða þvf frá ömurlegri ævi. Barnið fæddist 22. maí sl. í sjúkrahúsi í Liege. Það var þeg- ar borið burt frá móðurinni. Henni var ekkert sagt annað en að það þarfnaðist sérstakrar umönnunar. Suzanne Vandeput grunaði því ekki hvers kyns var. Læknirinn, sem tók á móti barninu hafði meira að segja sagt að „þetta væri ekkert al- varlegt". En amma barnsins, móðir Suzanne var viðstödd fæðinguna. Þegar hún sá að barnið var handavana bað hún fæðingalækninn að svipta það lffi þegar í stað. „Það get ég ekki gert,“ svaraði læknirinn. Monique, systir Suzanne, stakk þá upp á því við hjúkr- unarkonu, sem annaðist barnið að þvf yrði gefin deyðandi sprauta. Hjúkrunarkonan þver- tók fyrir það. „Guð einn getur og má ráðstafa lífi manna,“ var svar hinnar strangtrúuðu hjúkr- unarkonu. Eiginmaður Suzanne, Jean Vandeput, lýsti þvf yfir í réttarsalnum að hann hefði ætíð verið andvígur því að barnið yrði svipt lífi. Og þegar heimilislæknirinn Jaxques Casters var beðinn af fjölskyld- unni um að skrifa lyfseðil fyrir Suzanné Vandeput f yfirheyrslum. Maður hennar til vdnstri. ®13 Úiitli Kviðdómurinn suaði svefnlyf, sem Suzanne ætlaðisér að nota til deyðingarinnar, neit- aði hann lengi vel, en lét und- an vegna samúðar sinnar með móður og barni og þrábeiðni frúarinnar. Öll voru þau ákærð, ættingjarnir og Casters með frú Vandeput, og örlög þeirra ultu á dómnum yfir henni. Yrði hún fundin sek yrðu þau dæmd í fangeisi fyrir meðsekt. Suzanne Vandeput gerði aldrei neitt til að leyna því að hún hefði drepið 7 daga gamla dóttur sína nóttina milli 29. og 30. maf, er hún gaf henni sterkt svefnlyf, blandað í .mjólk og hunang. Yfirheyrð kvaðst hún hafa gert þetta til að forða því frá gleðisnauðu og vesölu lífi. Hún átti alla samúð áheyrenda í réttarsalnum, sem eftir fyrsta dag réttarhaldanna safnaðist utan við dómhúsið og æpti: Sýknið hana, sýknið hana. Hafði Suzanne Vandeput gert allt sem í hennar valdi stóð til að kanna hvort hægt væri að Framhuld á bls. 10. Það mðtti lesa eftirvæntingu úr andlitum þeirra, sem biðu eftir því að komast inn í réttarsaluin. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.