Vísir - 13.11.1962, Page 10
10
V í S IR . Þriðjudagur 13. nóvember 1962.
Læknisstörf verði —-
Framhald af bls. 6.
reynslu, að slys geta af hlotizt,
ef ekki er gætt fyllstu varúðar.
Vamir
almennings.
Ofnautn ástríðulyfja og vana-
lyfja er — eins og ofnautn Sfeng-
is — eitt af sjúkdómseinkennum
nútímamenningarinnar. Tauga-
kerfi okkar, sem hefur í tugi þús-
unda ára verið að þróast við allt
önnur skilyrði en þau, er stór-
borgin veitir með hraða sínum og
hávaða, hefur ekki þolað þessa
snðggu breytingu. Hraðinn verð-
ur ekki umflúinn, en hávaðann
má minnka og er t. d. nú verið
að gera lögskipaðar ráðstafanir
til þess í sumum löndum. Al-
menningur getur líka varið sig
og taugakerfi sitt fyrir honum
betur en gert er, t. d. með því
að forðast að láta ærandi
glamurhljómlist dynja á hljóð-
himnum sínum og heilafrumum
sýknt og heilagt á heimilum og
vinnustöðvum. Það er með hávað-
ann eins og svefnlyfin. Ofnautn
þeirra orsakar að lokum svefn-
leysi, sem reynt er að bæta úr
með töku meiri svefnlyfja, svo að
þarna myndast vftahringur —
circulus vitiosus. Hæfileg örvun
eða erting er að vísu nauðsynleg
skilyrði bæði líffræðilegar og and
legrar þróunar, því að án hennar
myndast kyrrstaða, en ef þanþol
lífverunnar er spennt um of, leið-
ir það til veiklunar, og sökum
erfða og óheppilegs uppeldis er
þanþol margra of lítið til að stand
ast þá áreynslu, sem lífið hefur
í för með sér. Þetta verður ekki
bætt með neinum æsifréttum eða
með því að fara með þessa ógæfu-
sömu einstaklinga sem úrhrök
þjóðfélagsins, heldur með þvf að
reyna að beina þjóðlífinu sjálfu
inn á heilbrigðari braut.
Á námsárum mínum var efnis-
hyggjan og vélgengishyggjan alls
ráðandi innan læknisfræðinnar,
en sálarlífinu lítill gaumur gefinn,
enda er þekkingin á lögmálum
þess að mörgu leyti enn mjög ó-
fullkomin. Nú er þó komið svo,
að allur þorri lækna er ekki í
minnsta vafa um, að margir lík-
amlegir sjúkdómar stafa af sál-
rænum orsökum, alls konar geð-
flækjum og á því sem kallað er á
alþjóðamáli „stress", en það þýð-
ir í raun og veru þensla eða þan.
Nútímamenningin ofmetur ytri
gæði, en vanmetur hið innra gildi
mannsins.
Kappið er
hættulegt.
Innan millistéttarinnar er kapp-
hlaup um það að komast áfram,
verða forstjóri eða fín frú, eign-
ast dýrari bíl en nágranninn, geta
haldið viðhafnarmeiri eizlur eða
sólað sig á erlendum baðstöðum,
en öll þessi áreynsla kostar frúna
háan blóðþrýsting eða taugaveikl-
un, og forstjórann magasár eða
jafnvel kranzæðastíflu, sem
Ameríkumenn eru farnir að kalla
„manager disease", forstjóraveiki.
Meðal þess fjölda, sem ekki getur
gert sér von um að komast upp í
luxusflokka þjóðfélagsins, rlkir
aftur á móti hin bjálfalega tignun
líkamlegra yfirburða,' þar sem
fyrirmyndin er skrautmálaðar
leikbrúður kvikmyndaiðnaðarins,
sumar hverjar úttaugaðar af eit-
urlyfjanautn, eða íþróttagarpar,
sem geta náð marki á broti úr
sekúndu hraðar en aðrir fótkvik-
ir menn, þótt afglapar séu að
öðru leyti.
Nú skal ég taka það fram og
leggja á það þunga áherzlu, að ég
met mikiL kvenlega fegurð og
tel íþr' tir mjög nauðsynlegar, en
ég álít það háskalegt, ef þetta er
miklu meira metið en andleg af-
rek, því að ég tel þann, „sem
heimi gaf lífvænt ljóð" eða var-
anlegt listaverk, meira virði, þótt
hann sé kryplingur, heldur en þá
manneskju, sem hefur það eitt
sér til gildis að hafa þau hlut-
föll í línum líkama síns, sem eru
í tízku hverju sinni. Maður eins
og Sir Alexander Fleming, sem
fann upp pensilínið, er óendan-
Iega meira virði fyrir mannkynið
en heimsmeistari í hnefaleik.
„ ... erindisleysa með
dugnaðarfari“.
Einar Benediktsson gaf þessa
lýsingu á Fimmtutröð, einni af
slagæðum heímsborgarinnar New
York: „Mér fannst þetta líf allt
sem uppgerðarasi og erindisleysa
með dugnaðarfasi" og hann
horfði þá áreiðanlega lengra.
Hvaða asi er eiginlega á þér, heyr
andi góður? Liggur þér svona á,
að þú þurfir að fyrirgera líkam-
legri heilsu þinni og gleyma sál
þinni einhvers staðar á leiðinni?
Og hvað á þetta dugnaðarfas að
þýða, ef þú telur þig ekki eiga
neitt annað erindi út í þetta vafa-
sama fyrirtæki, sem kallað er líf,
en að stjana í nokkur ár við frum
urnar í þínum eigin skrokk? Quo
vadis? Hvað ertu að fara?
Hvað ertu að fara? Það er sú
spurning, sem ýmsir flýja frá út
í ofnautn ýmis konar eiturlyfja.
Aðrir brjóta heilann um hana,
eins og forfeður okkar hafa gert
mann fram af manni. Þrátt fyrir
alla ytri velgengni og þrátt fyrir
aukna forsjá ríkisins á flestum
sviðum, þá er mannskepnan mun-
aðarlausari nú á tímum en oftast
nær áður. Fjölskyldan var fast-
tengdari, meðan hún vann öll
saman að þvl að gæta bústofns-
ins og safna forða til vetrarins, en
fjölskyldubönd þessa gamla
bændafélags hafa losnað með
breyttum atvinnuháttum. Áður
átti hún rætur í þeim þrönga
reit, sem kallast þjóðmenning, en
hringiðan, sem við erum komnir
inn í, hefur slitið marga rót. Áð-
ur var hún leidd og studd af móð-
ur allrar vestrænnar menningar,
kristinni kirkju, en margir hafa
sleppt þeirri hendi og eru ráð-
villtir í umferðinni. Hinn nýlátni
taugalæknir og sálfræðingur Cari
Gustav Jung komst svo að orði:
„Allir sjúklingar mínir, sem
komnir voru á miðjan aldur, áttu
fyrst og fremst við það vandamál
að stríða, að finna trúarlega af-
stöðu til iífsins. Þeim, sem tókst
það, batnaði". Víst er mann-
skepnan munaðarlaus, ef hún
berst aðeins með straumnum eins
og rótlaust þang og eygir ekkert
takmark.
Móðir vestrænnar
menningar.
Ég sagði, að kristin kirkja væri
móðir allrar vestrænnar menn-
ingar, þvl að hún varðveitti og
ávaxtaði þann arf fornaldarinnar.
sem vestræn menning er sprottir
if, þar á meðal þá grísku rök-
hyggju, sem er undirstaða allra
raunvísinda. En raunvísindin eru
ekki einhlít teil að skapa farsæld
og veita manninum fótfestu,
dýpst inni þráir hann samband
við höfund tilveru sinnar og öll
trúarbrögð eru misjafnlega
heppnaðar tilraunir til að skipu-
leggja leit hans að þeim veru-
leika, sem felst bak við öll stund
leg fyrirbæri. Það hefur verið illa
búið að kirkju fslands á liðnurr,
áratugum og það lýsir sér m. a
í þvi, að aðsókn að prestsstarfi
innan hennar hefur farið mjög
þverrandi, eins og að r'.örfum
héraðslækna. Á því síðarnefnda
er nú byrjað að ráða bót með
breyttum starfsskilyrðum, eins
og ég gat um áðan, en það þarf
líka að búa svo að prestastétt-
inni, að heilir landshlutar þurfi
ekki að fara á mis við þjónustu
hennar, því að þrátt fyrir slælega
kirkjusókn vill þjóðin ekki vera
án kirkjunnar. Eitt af því, sem
ungir prestar setja mjög fyrir sig,
eru almennar prestskosningar
með öllum þeim ósóma og ó-
hróðri, sem hefur viðgengizt í
sambandi við þær. Hinir ungu
prestar vilja ekki þurfa að vaða
í gegnum slíkt svað til þess að
komast upp að altarinu eða í
prédikunarstólinn. Þá er ekki
hægt fyrir þá að sækja, um fjöl-
mennustu prestaköllin nema ap
eytt sé stórfé í kosningaáróður,
svo að nærri stappar, að prests-
embættin þar séu til kaups fyrir
þann, sem mest fjármagn hefur,
en það hefur jafnan þótt hámark
spillingar innan kirkjunnar.
Prestskosningar
leggist niður.
Löggjafarvald og rikisstjórn
ætti ekki að hundsa vilja þeirra,
sem hafa huga á að leggja út í
prestsstarf, því að hinn almenni
réttur til að kjósa prest verður
lítils virði, þegar enginn fæst til
að vera í kjöri. Þessi sjónarmið,
svo og úrslit skoðanakönnunar,
sem fram fór á héraðsfundum
landsins, réðu því, að á nýaf-
stöðnu kirkjuþingi var samþykkt
með 10 atkv. gegn 5 að afnema
beri almennar prestkosningar, en
fela þær sóknarnefndum eða
safnaðarstjórnum, ef þær kjósa
að nota sér þann rétt, en kirkju-
stjórninni að öðrum kosti. Aucí-
vitað verður þá að fjölga nefnd-
armönnum til muna í stærstu
sóknunum. Ýmsir eru þó þeirrar
skoðunar, að fara ætti með veit-
ingu prestsembætta eins og veit-
ingu allra annara embætta, að
alls ekki sé í þau kosið, en ráð-
herra veiti þau í samráði við yf-
irmann stéttarinnar. Það má
undarlegt teljast, og er reyndar
prestum landsins til lítils sóma,
ef þeir, sem sjálfir kjósa biskup
sinn, væna hann fremur um hlut-
drægni í embættaveitingum en
læknarnir sinn yfirmann, sem
þeir ráða þó engu um, hver er.
Ýmsir starfsbræður mínir voru
oft ósammála fyrrverandi land-
lækni, en engan þeirra hef ég
nokkru sinni heyrt væna hann
um það að láta önnur sjónarmið
en hag fólksins og læknastéttar-
innar ráða meðmælum sínum um
embættaveitingar. Andrúmsloftið
innan íslenzku kirkjunnar hefur
stundum annars verið nokkuð
lævi blandið, en mjög hefur það
farið batnandi á síðari árum, en
samvinna og bróðurþel aukist,
eða svo lítur út frá mínu leik-
mannssjónarmiði.
Á nýafstöðnu kirkjuþingi voru
annars rædd ýmis merkileg mál,
svo sem aukið sjálfsforræði kirkj-
unnar, afhending Skálholts í
hendur hennar, og síðast en ekki
sízt endurskoðun allrar kirkju-
löggjafar og kristniréttar. Komu
þar fram róttækar skoðanir um
nauðsyn endurskipulagningar á
öllu fyrirkomulagi þjóðkirkjunn-
ar, einkum í framsöguerindi síra
Sigurðar Pálssonar, sem vonandi
kemur fyrir sjónir almennings.
Mér vinnst ekki tími til að fara
lengra út í þessa sálma og lýk ég
því máli mínu með þeirri ósk, að
samvinna ríkisstjórnarinnar hver
sem hún er cg verður, og þeirra
embættisstétta, sem hér hafa
einkum verið nefndar, verði slík
að öllum landslýð komi að sem
beztu ^agni.
Höfum kaupendur að Volkswagen
sendiferðabíl frá 58—61, staðgreiðsla
Til sölu Ford 55, gott verð
Buick spesial 57, útborgun 50 þús.
Rambler 57 station.
Ford Taunus 59 og 60.
Opel Kapitan 56 og 59.
Ford ’47 vörubíll.
Mercedes Benz vörubíll ’61
til sýnis og sölu í dag.
rwm
Prentarar
Viljum ráða nú þegar 2 prentara. — Mikil
eftirvinna getur komið til greina.
Kassagerð Reykjavíkur h.f.
Verkamenn
Viljum ráða verkamenn í fasta vinnú.
H.F. KOL & SALT
Verzlunarhúsnæði
ásamt skrifstofu og stórri geymslu til leigu,
í einu fjölmennasta úthverfi borgarinnar. Þeir
sem hafa áhuga, tilkynni það Vísi merkt
„Úthverfi“.
M utan —
Framhald af bls. 8.
gera eitthvað fyrir barnið. Það
yrði auðvitað aldrei fullkomlega
hægt, en læknavísindin hafa
bætt handavana fólki mikið.
Já, svaraði Suzanne og var
studd með vitnisburði annarra
vitna, en þeir sögðust ekkert
geta. Allt hafði verið reynt,
sem mögulegt var. Deyðingin
var örþrifaráð.
Saksóknarinn var á öðru máli
Hann æpti, og benti á frú
Vandeput: Þér sýnduð ekki
snefil af móðurtilfinningu. Við
fjölskyldu hennar sagði hann:
Þið hefðuð getað komið í veg
fyrir þetta. Þið sýnduð ekki
hugrekki. Þveft á móti. Þið
þolduð ekki að umbera þján-
ingarnar, eins og þúsundir
manna hafa orðið að gera af
völdum slysa og vansköpunar
Og er það ekki grundvallarboð
orð: „Þú skalt ekki mann
deyða“.
Það sló dauðaþögn á allan
réttarsalinn, þegar saksóknar-
inn hafði lokið máli sínu. Allir
sáu að Suzanne Vandeput var
nærri því að falla saman undan
þungum ásökunarhöggum sak-
sóknarans. Fregnir höfðu einnig
borizt af yfirlýsingum frá Páfa-
garði. Þar er undirstrikaður
„rétturinn til að lifa“.
Hin 25 ára gamla móðir hefði
tæplega staðizt árásirnar, ef
hún hefði ekki haft áheyrendur
í réttarsalnum á bandi sínu.
Engum blandaðist hugur um
að hún og fjölskýlda hennar
hafði orðið að þola mikið. Verj-
andinn gleymdi heldur ekki að
benda á það: Er fjölskyldan
ekki búin að þjást nógu mikið?
Suzanne hefur setið í fangelsi,
orðið að rifja upp hvert einasta
smáatriði í lífi og dauða barns-
ins, og fjölskyldan hefur orðið
að þola það að hver einasti mað-
ur geti horft inn í viðkvæmustu
einkai.iál hennar........ Eg
reyni ekki að gera þau að hetj-
um, en við getum heldur ekki
t þau. ,Tið höfum ekki stað-
ið í sömu sporum.
Suzanne Vandeput var forðað
frá lífláti. „Nú líður dóttur
minni vel“, hafði hún sagt.