Tölvumál - 01.12.1998, Síða 5
Menntamál
Viðskiptaháskólinn í Reykjavík
Björg Birgisdóttir
Kennslu á háskóla-
stigi á vegum Verzl-
unarskólans bar fyrst
á góma á ráðstefnu
árið 1971. Að við-
bættum venjulegum
fyrirlestrarsölum og
kennslustofum eru
minni vinnuherbergi
fyrir verkefnavinnu
nemendahópa
S
haust sem leið var stofnaður Við-
skiptaháskólinn í Reykjavík (VHR).
Menntastofnanir hafa það veigamikla
starf að búa nemendur undir að takast á
við líf og starf framtíðarinnar. í nýrri
skólastefnu menntamálaráðuneytisins er
Iögð mikil áhersla á upplýsingatækni og
innan alls menntakerfisins er nú vakning á
þessu sviði. Viðskiptaháskólinn er eitt
dæmi um það. Því er ekki úr vegi að
bregða ljósi á stöðu hans, hlutverk og
þróun. VHR tók til starfa í haust í nýju og
glæsilegu húsnæði að Ofanleiti 2 og var
stofnaður með það að leiðarljósi að þjóna
nemendum, starfsfólki, atvinnulífi og
íslensku samfélagi. Þegar auglýst var eftir
nýnemum kom í ljós gífurleg aðsókn að
skólanum og sóttu rúmlega 700 nemendur
um skólagöngu, af þeim fengu innan við
30% skólavist. Það sýnir glöggt að þörf
var fyrir Viðskiptaháskóla í íslensku
menntakerfi og eins hversu margir hafa
áhuga á námi í viðskipla- og tölvufræði.
Viðskiptaháskólinn var settur á stofn með
það fyrir augum að vera góður valkostur
fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptafræði,
tölvufræði og upplýsingatækni. I þessari
grein verður gerð grein fyrir aðdraganda
að stofnun skólans, stefnu og markmiðum,
náminu sjálfu, aðstöðu nemenda, o.fl.
Aðdragandi að stofnun Viðskipta-
háskólans í Reykjavík
Viðskiptaháskólinn í Reykjavík á rætur
sínar að rekja til Verzlunarskóla Islands
sem stofnaður var árið 1905. Kennslu á
háskólastigi á vegum Verzlunarskólans bar
fyrst á góma á ráðstefnu árið 1971. Ekki
varð af framkvæmdum fyrr en 17 árum
síðar og munu húsnæðismál skólans þar
meginorsök. Ur húsnæðisvandræðum
rættist þegar skólinn flutti í nýtt hús við
Ofanleiti hinn 4. janúar 1986. Mennta-
málaráðuneytið samþykkti stofnun Tölvu-
háskóla Verzlunarskóla Islands 1986 og
hét fjárhagslegum stuðningi. Tölvuhá-
skólinn var síðan settur í fyrsta skipti 15.
janúar 1988, nemendur skólans átlu þess
kost að útskrifast sem kerfisfræðingar.
Þetta var þriggja anna skóli fyrstu árin en
haustið 1991 var námið lengt í fjórar annir
og var það fram til haustsins 1998. Tölvu-
háskólinn rann inn í Viðskiptaháskólann í
Reykjavík við stofnun þess síðarnefnda
árið 1998 og hafði þá útskrifað 302 kerfis-
fræðinga frá upphafi. Þorvarður Elíasson
var stjórnandi Tölvuháskólans þau ár sem
skólinn starfaði og Nikulás Hall var
kennslustjóri.
Stofnun Tölvuháskólans var áfangi á
lengri leið að áliti fon áðamanna Verzlunar-
skólans. Skipuð var nefnd árið 1988 að
beiðni Þorvarðar Elíassonar sem kannaði
möguleika á stofnun viðskiptaháskóla. Dr.
Þorlákur Karlsson var fonnaður nefndarinnar
og nefndin taldi vera þörf fyrir tveggja ára
framhaldsnám í viðskiptafræðum á háskóla-
stigi við Verzlunarskólann.
Fljótlega var sýnt að ráðast þyrfti í
byggingarframkvæmdir og borgarráð út-
hlutaði stofnuninni lóðinni Ofanleiti 2 í
októbermánuði 1992. Næstu árum var
varið til undirbúnings en vorið 1995 var
Ormar Þ. Guðmundsson arkitekt ráðinn til
að teikna bygginguna. Fyrsta skóflustungan
var tekin 7. apríl 1997. Skólanefnd sam-
þykkti 25. nóvember 1997 að skólinn skyldi
bera nafnið Viðskiptaháskólinn í Reykja-
vík. Skólanefnd ákvað síðan 30. janúar
1998 að hinn nýi skóli, Verzlunarskólinn
og Húsbyggingasjóður yrðu undir vernd
og umsjón nýrrar sjálfseignarstofnunar,
Sjálfseignarstofnunar Verzlunarráðs íslands,
um viðskiptamenntun (SVIV). Verzlunar-
ráð kaus fyrsta háskólaráðið 2. mars 1998.
Síðan var auglýst eftir rektor og kennurum
og voru fyrstu kennaramir ráðnir og einnig
rektor, dr. Guðfinna S. Bjamadóttir. Skól-
inn var settur í fyrsta skipti 4. september
1998. Þann dag gaf Björn Bjamason
menntamálaráðherra út starfsleyfi fyrir
hinn nýja skóla.
Stefna og markmið
Viðskiptaháskólinn í Reykjavík á að þjóna
íslensku samfélagi og stefnt er að mark-
vissu og árangursríku skólastarfi í sam-
ræmi við hlutverk og markmið skólans.
Tölvumál
5