Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Page 6

Tölvumál - 01.12.1998, Page 6
Menntamál Við skólann starfa tvær deildir, Tölvu- fræðideild og Viðskiptadeild Tölvu og fjarskipta- tækni hefur þróast ört á síðustu árum og opnað nýjar leiðir til miðlunar upplýsinga og þekkingar Hlutverk skólans er að vera leiðandi í viðskipta- og tölvufræðimenntun á háskóla- stigi og að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Upplýsingatækni hefur opnað nýjar víddir og með því að nýta sér mögu- leika hennar má bæta ýmsa starfsemi svo sem rannsóknir, stjórnun, samskipti og jafnframt auka hagræði. Á þann hátt hyggst Viðskiptaháskólinn m.a. ná mark- miðum sínum en hann hefur sett sér skýr markmið sem munu endurspeglast í skipu- lagi, kennsluháttum og námsmati. Þar má fyrst nefna markmiðið að út- skrifaðir nemendur verði framúrskarandi fagmenn og eftirsóttir í atvinnulífinu með greiðan aðgang að erlendum háskólum. Með því að bjóða upp á krefjandi nám sem gerir miklar kröfur til hæfni og getu einstaklinga er hægt að búa nemendur undir atvinnuþátttöku í íslensku samfélagi. Samfara náminu er stefnt að góðum undir- búningi fyrir þá nemendur sem kjósa að halda áfram námi eftir útskrift frá VHR. Annað markmið er að búa nemendur undir að axla ábyrgð í atvinnulífmu og í samfélaginu. Nemendur verða þjálfaðir markvisst í ýmsum þáttum svo sem vönd- uðum vinnubrögðum, framsögn, virðingu í samskiptum og frumkvœði sem mun auka getu þeirra til að axla ábyrgð í íslensku atvinnulífi og i samfélaginu. Enn eitt mikilvœgt markmið er að samþætta námið og stuðla að víðsýni nemenda. Viðskiptaháskólinn mun bjóða upp á samþœtt nám í öllum þremur megin- stoðum viðskiptalífs á komandi öld: tölvu- frœði, viðskiptafræði og upplýsingafrœði. Námið verður byggt upp til að tryggja þver- faglega þekkingu og víðsýni nemenda. Einnig er stefiit að því að námið sé hag- nýtt og í tengslum við atvinnulífið. Til þess að náfram þessu markmiði munu nemendur vinna raunhœf, hagnýt verkefni í tengslum við atvinnulífið. Nemendum Tölvufrœðideildar er œtlað að geta unnið við öll stig hugbúnaðargerðar og skipu- lagt og séð um tölvuvœðingu hjá fyrir- tœkjum. I Viðskiptadeild er nemendum œtlað að geta stofnað og rekið sitt eigið fyrirtæki, auk þess að vera viðurkenndir og eftirsóttir fagmenn í viðskiptalífinu Loks má nefna það markmið að námið verði í stöðugri þróun í síbreytilegu um- hverfi. Skólinn mun þróast með aukna samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs að leiðarljósi. Skólinn á að vera leiðandi og helst á undan samtíðinni í nýjungum á við- skipta- og tölvusviði. Einnig verður stuðst við þróun í völdum viðmiðunarskólum erlendis og reynt verður að koma til móts við þarfir viðskiptalífsins íframtíðinni. Námsleiðir Við skólann starfa tvær deildir, Tölvu- fræðideild og Viðskiptadeild. Nú í haust eru alls 310 nemendur í skólanum, 75 á fyrsta ári í Viðskiptadeild og 235 í Tölvu- fræðideild, þar af 120 á fyrsta árinu. Auk þessara tveggja deilda er starfrækt símennt- arstofnun við skólann, Símennt VHR, sem sér um menntun og námskeiðahald fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Tölvufræðideild Úr Tölvufræðideild útskrifast nemendur sem kerfisfræðingar eftir tveggja ára nám sem er 60 einingar. Útskrifaðir kerfisfræð- ingar eiga þess kost að sækja um að ljúka B.S. námi í tölvufræði. Þá stunda þeir nám í eitt ár til viðbótar við kerfisfræðinámið - Ijúka þannig þriggja ára B.S. námi í tölvu- fræði, alls 90 einingum. Tveggja ára kerf- isfræðinámið er verklegt og hagnýtt en þriðja árið til B.S. prófs er fræðilegra. Námið í tölvufræði hefur þróast í gegnum árin í Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands og þar hefur verið lögð áhersla á verklega hlið námsins. Fyrstu námsönnum lýkur með 3ja vikna verklegu námskeiði undir leiðsögn kennara, þar sem nemendur vinna í smáum hópum að raunhæfum hug- búnaðarverkefnum. Nemendur vinna loka- verkefni síðustu mánuði námstímans í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir utan skólans. Markmiðið er að nemendur vinni sjálfstætt að því að greina, hanna og smíða nothæfan hugbúnað og beiti til þess viðurkenndum aðferðum við hugbúnaðar- gerð. Nemendur hafa oft leitað sjálfir að viðfangsefnum en það hefur færist í vöxt að fyrirtækin snúi sér sjálf til skólans og óski eftir samvinnu. Skólinn hefur átt gott samstarf við fjölmörg fyrirtæki og stofn- anir og stefnir að því að halda því áfram. Tölvu og fjarskiptatækni hefur þróast ört á síðustu árum og opnað nýjar leiðir til miðlunar upplýsinga og þekkingar. Ein af 6 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.