Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 10
Menntamál
Meistaraprófsritgerðin er þáttur í náminu
sem gagnast öllum nemendum, jafnt þeim
sem hyggjast á enn frekari nám, þeim sem
ætla að vinna við rannsóknarstofnanir og
einnig þeim sem vinna hjá fyrirtæki. f
vaxandi mæli eru fyrirtæki að vinna að
nýsköpun, þróun og upptöku nýrrar tækni
þó e.t.v. sé sé um grunnrannsóknir að
ræða. Þetta á ekki síst við á sviði eins og
tölvunarfræði þar sem örar breytingar eiga
sér stað. Það er ákaflega mikilvægt fyrir
starfsmenn að geta tileinkað sér nýja
tækni eða metið hve mikilvæg hún er.
Hvaða viðfangsefni nemandi kýs að
taka fyrir er að sjálfsögðu breytilegt. Ymist
eru kennarar að vinna að verkefnum og
geta áhugasvið nemanda fallið innan
þeirra (sjá t.d. http://www.hi.is/~ebba/
tillogur98-99.html) eða nemendur hafa
fyrirfram ákveðnar hugmyndir sem þeir
geta þá rætt.
Inntökuskilyrði
Tölvunarfræði snertir mörg önnur svið.
Þar má nefna t.d. sálarfræði (gervigreind),
íslensku (máltölvun), félagsfræði (samskipti
manns og tölvu), stærðfræði (reiknan-
leiki), og verkfræði (hermun). Því geta
umsækjendur haft háskólapróf í annarri
grein enda séu þeir búnir að uppfylla eftir-
farandi undirbúningskröfur ef þeir eru
ekki með B.S.-próf í tölvunarfræði:
Grunnnámskeið
Stærðfræðimynstur í tölvunarfræði, 4 ein.
Tölvunarfræði I, 4 ein.
Tölvunarfræði II, 4 ein.
Eitt hugbúnaðarnámskeið, 3 ein
Gagnasafnsfræði / Hönnun hugbúnaðar
Eitt frœðilegt námskeið, 3 ein
Forritunarmál / Formleg mál og
reiknanleiki / Greining reiknirita
Eitt tœkninámskeið. 3 ein
StýrikeiTi I / Stýrikerfi II
Sérstök nefnd, meistaraprófsnefnd,
skipuð af deildarráði Raunvísindadeildar,
fjallar um umsóknir. Nemandi þarf að hafa
lokið B.S.-prófi með lágmarkseinkunn
6,5. Aðalumsóknarfrestur er í febrúar til
að hefja nám á haustmisseri, en einnig er
hægt að sækja um í ágúst til að hefja nám
um áramót.
Lokaorð
Nýlega hefur tölvunarfræðiskor fengið
nýja aðstöðu fyrir nemendur í nýju húsi
vestan Tæknigarðs að Dunhaga 7. Þar er
nú verið að útbúa vinnuaðstöðu fyrir átta
nemendur þar sem hver fær skrifborð,
tölvu og að auki verður fundaraðstaða en
það er ekki síst mikilvægt því oft fer vinna
fram í hópum.
I haust sem leið hófu 10 nemendur nám
og eru þeir allir í hlutanámi. Mjög mis-
jafnt er hve langt er síðan nemendurnir
útskrifuðust með B.S.-próf en þeir koma
úr ýmsum áttum með mismunandi reynslu
og þekkingu sem er mjög skemmtilegt
bæði fyrir nemendur og kennara.
M.S.-nám í tölvunarfræði við Háskóla
íslands er enn einn valkostur fyrir þá sem
vilja mennta sig frekar á þessu sviði.
Margir nemendur munu að sjálfsögðu
kjósa að fara utan til náms en við munum
leggja kapp á að M.S.-námið við HÍ sé
fyllilega samkeppnishæft.
Eg bendi öllum þeim sem hafa áhuga á
M.S.-námi í tölvunarfræði að skoða einnig
vefsíðu tölvunarfræðiskorar á http://www.
hi.is/HI/Deild/Raun/Tolv/heima.html og
kennsluskrá Háskóla íslands.
Ebba Þóra Hvannberg er lektor
við Háskóla Islands
10
Tölvumál