Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Side 11

Tölvumál - 01.12.1998, Side 11
Myndrænar upplýsingar Myndrænar upplýsingar á Internetinu Anita Björk Lund Magn myndrænna upplýsinga á vefnum fer vaxandi og sumar leitaivélar gefa vef- notendum kost á að leifa að gögnum á myndrænu formi Beinn aðgangur í myndrænar upplýs- ingar felur í sér þá kröfu að vefnotand- inn viti nákvæmlega að hvernig myndefni hann er að leita og hvar það er að finna Flest okkar hafa notað leitarvél á Intemetinu til að nálgast upplýsingar um margvíslegt efni, ýmist til fróð- leiks eða skemmtunar. Hingað til hefur öll upplýsingaleit á vefnum takmarkast af textaleit enda hefur meginþorri alls efnis á Internetinu verið á textaformi. Magn mynd- rænna upplýsinga á vefnum fer þó óðum vax- andi og nú er svo komið að sumar leitar- vélar gefa vefnotendum kost á að leita að gögnum á myndrænu formi1. Leitin bygg- ist þó í flestum tilvikum á textastrengjum sem lýsa innihaldi gagnanna sem óskað er eftir. En eins og máltækið segir, mynd segir meira en þúsund orð, þannig að oft getur verið erfitt að fmna leitartexta sem lýsir myndefninu nægilega vel. Rannsóknir undanfarinna ára sýna að það styttist óðum í að við getum leitað að myndrænum gögnum á aðgengilegri hátt en nú. Þessi grein fjallar um myndrænar upplýsingar á vefnum og gefur innsýn inn í þær rannsóknir sem eiga eftir að gefa okkur beinan aðgang að enn fjölbreyttari upplýsingum en við höfum séð hingað til. Myndrænar upplýsingar og margmiðlunargagnasöfn Þegar talað er um myndrænar upplýs- ingar er verið að vitna í gögn sem birt eru á myndrænan hátt svo sem grafík, kyrr- mynd, teiknimynd (e. animation) eða kvikmynd. Þessi gagnatög eru, ásamt texta og hljóði, oft nefnd margmiðlunargagna- tög þar sem þau miðla upplýsingum til notenda á margvíslegan hátt.[1) Myndrænar upplýsingar er að finna á vefþjónum vítt og breitt á Internetinu. I mörgum tilvikum eru upplýsingarnar geymdar á skráarformi (t.d. JPEG, GIF, MPEG osfrv) á vefsvæðum líkt og hefð- bundnar vefsíðuskiár (HTML). Vefnot- endur nálgast slíkar upplýsingar á sama hátt og venjulegar textavefsíður. Myndrænar upplýsingar eru þó einnig geymdar í svo kölluðum margmiðlunar- gagnasöfnum. Þessi gagnasöfn innihalda oft sérhæfð gögn, til dæmis listrænt, læknis- fræðilegt eða landfræðilegt myndefni, og hafa þá sérstöðu fram yfir hefðbundin gagnasöfn að innihalda mörg ólík gagna- tög sem þurfa að jafnaði mikið geymslu- rými. Sem dæmi má nefna kvikmyndir á stafrænu formi, en ein klukkustund af myndefni tekur u.þ.b. 1GB af diskrými.2[1] Eitt af einkennum margmiðlunargagna- taga s.s. hljóðs, kvik- og hreyfimynda eru vensl í tíma og/eða rúmi. Margmiðlunar- gagnasöfnin verða að geta geymt þessi vensl og séð til þess að kröfum um flutn- ingsgetu innan ákveðins tímaramma sé fullnægt. Annar höfuðverkur er aðgangur að þessum flóknu gagnatögum. Erfitt getur verið að lýsa innihaldi hljóðs og myndefnis með hefðbundinni textaleit. Því þurfa margmiðlunargagnasöfn að veita beinan aðgang að gögnunum þ.e. á hljóð- og myndrænan hátt.,3] Hvar finnum við myndrænar upplýsingar á vefnum? Við nálgumst myndrænar upplýsingar á vefnum á sama hátt og hefðbundnar texta- upplýsingar, þ.e. annað hvort með því að vísa beint í ákveðin margmiðlunargagna- söfn eða með því að nota leitarvélar sem styðja leit að myndrænum upplýsingum. Beinn aðgangur í ákveðin margmiðlunar- gagnasöfn felur að sjálfsögðu í sér þá kröfu að vefnotandinn viti nákvæmlega að hvernig myndefni hann er að leita og hvar það er að finna. Þetta er hinsvegar sjaldan raunin þar sem magn myndrænna upp- lýsinga á vefnum er orðið óheyrilegt og ekki á færi nokkurs manns að halda utan um framboð og staðsetningu án hjálpar sérhæfðra leitarvéla. Leitarvélar á vefnum svo sem InfoSeek, Alta Vista, Lycos og Excite virka þannig að þær búa til yfirlitsskrá yfir skjöl sem er 1 Electric Library sjá htlp://www3.elibrary.com/id/ 2525/search.cgi og AV PhotoFinder hjá AltaVista sjá http://image.altavista.com/cgi-bin/avncgi. 2 Endanleg skráarstærð fer þó eftir þjöppunarstaðli og eiginleikum kvikmyndarinnar. Gefnar tölur miðast við MPEG-1 þjöppunarstaðalinn. Tölvumál 11

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.