Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 17

Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 17
Menntamál mikil áhrif á hvemig námsefni verður dreift í framtíðinni. Auðvelt er t.d. að ímynda sér að á næstu árum muni VHS- myndböndin hverfa úr skólastofunum en við taki ýmist DVD-diskar eða gagnvirk miðlun myndefnis á netinu. Um þessar mundir er unnið að sérstakri áætlun um gerð kennsluhugbúnaðar hjá Námsgagnastofnun fyrir fé sem væntan- lega mun fást af fyrrnefndum fjárlagalið um íslenska upplýsingasamfélagið. Reynt verður að sjá til þess að þeir fjármunir nýtist sem best og að þess sjáist merki í sem flestum námsgreinum. Jöfnum hönd- um er rætt um að þýða erlend forrit, bæði úr norræna samstarfinu og frá öðrum út- gefendum, og skrifa ný íslensk forrit. Námsgagnastofnun mun í þeim tilvikum bjóða forritunina út á grundvelli greining- arskýrslna sem stofnunin lætur vinna. Þá hefur, auk norræna samstarfsins sem fyrr er nefnt, tekist samvinna um gerð og útgáfu umfangsmikilla foiTÍta á öðrum vettvangi. Námsgagnastofnun er aðiii að samtökum sem nefnast International Group of Educational Publishers (IGEP). Innan samtakanna hefur undanfarið verið unnið að margmiðlunardiski til ensku- kennslu sem nefnist The A-files. Hérer um viðamikið verk að ræða sem í heild kostar ríflega 28 milljónir króna. Hlutur stofnunar- innar af því nemur rúmlega 2 milljónum, auk ritstjórnarlauna hér. Óhætt er að full- yrða að ógjörningur hefði verið fyrir stofn- unina að gefa diskinn út á eigin spýtur, en vegna þessa samstarfs er þetta efni nú orðið að raunveruleika og nýtist vonandi vel til enskunáms hér á landi, hvort sem er í skólum eða á heimilum. Frá því að disk- urinn var sýndur á bókasýningunni í Frankfurt í október hafa tekist samningar um að selja hann til landa utan samstarfs- ins og margir hafa sýnt honum áhuga. Ný kennslumiðstöð? Sem fyrr segir er eitt af stefnumiðum menntamálaráðuneytisins að koma á fót þjónustumiðstöð eða kennslumiðstöð á sviði upplýsingatækni. Hlutverk slíkrar miðstöðvar yrði að veita skólum stuðning, ráðgjöf og upplýsingar varðandi notkun upplýsingatækni. Víða heyrast þær raddir að brýn þörf sé á hverskonar ráðgjöf á þessu sviði við kennara. Sú þjónusta sem Námsgagnastofnun er nú unnt að veita við notendur þess hugbúnaðar sem stofnunin gefur út er mun minni en æskilegt getur talist. Þar að auki er ljóst að það veitist sumum sveitarfélögum erfitt eftir að grunnskólakerfíð færðist yfir til þeirra að þjóna skólum hvað upplýsingatækni varðar. Ný kennslumiðstöð á sviði upp- lýsingatækni gæti því orðið skóiakerfinu mikilvægur stuðningur á því sviði. Kennsluforrit Námsgagnatofnunar — — ' □ □ , 1—1 , ... n i i □ Námsgreinar Tölvumál 17

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.