Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 18
Menntamál Ég tel að meginhlutverk miðstöðvar sem þessarar eigi að verða þjónusta við starfandi kennara á öllum skólastigum og við endurmenntun þeirra á sviði upplýsinga- tækni. Hægt er að hugsa sér að annað hvort verði þjónustan veitt skólunum beinl og milliiiðalaust, eða þá í samstarfí við skólaskrifstofur viðkomandi sveitarfélaga. I þessu felst meðal annars almennur stuðningur við notkun upplýsingatækni í skólum, almenn ráðgjöf og upplýsinga- þjónusta og aðstaða til að skoða kennslu- hugbúnað og annað námsefni. Þarna ætti enn fremur að vera hægt að fá ráðgjöf varðandi kaup á vél- og hugbúnaði og um netkerfi og uppsetningar. Þá myndaðist þarna kjörinn vettvangur fyrir fræðslu um notkun kennsluhugbúnaðar og fjölbreytt námskeið á því sviði. Vel má hugsa sér að þetta nám afli kennurum aukinna réttinda á sviði upplýsingatækni. Þá er loks að nefna að í miðstöð sem þessari skapast kjörinn vettvangur fyrir fyrir tölvunarfræðinema, kennaranema, námsefnishöfunda og aðra til að sinna verkefnum á sviði kennsluhugbúnaðarg- erðar og ráðgjafarstörfum, eftir því sem við á. I stefnumörkun menntamálaráðu- neytisins, þeirri sem nefnd var í upphafi þessarar greinar, er gert ráð fyrir að valdir skólar verði gerðir að svonefndum kjarna- skólum eða þróunarskólum á sviði upp- lýsingatækni. Frá þeim á að korna ráðgjöf og endurgjöf til þeirra sem hanna og gefa út kennsluhugbúnað, þar á að fara fram tilraunakennsla og þaðan á að koma kennslufræðileg ráðgjöf á þessu sviði. Ljóst er að ný kennslunriðstöð á sviði upp- lýsingatækni mundi nýtast vel sem tengi- liður og samstarfsvettvangur skólaskrif- stofa, útgefenda, kjarnaskóla, almennra kennara og annarra sem að þessum málum þurfa að koma. Tryggvi Jakobsson er útgáfustjóri Námsgagnastofnunar 10.460,- krónur NÁMSGAGNASTOFNUN A diskinum er einnig ab finna: Ensk/enskan og ensk/íslenskan orbalista Málfrœöiœfingar Málver þar sem hœgt er aö taka upp eigiö tal og cefa framburb Fróöleiksmola um Bretland og breska menningu Diskurinn gengur bœbi á Macintosh og PC tölvur. iM Laugavegi 166 • 105 Reykjavík • Sími 552 8088 • Bréfasími 562 4137 FI L E 5 enskunám meb nýrri tœkni The A-Files er nýstárlegt margmiölunarefni fyrir enskunám. Þú ert í hlutverki geimveru sem send er til jarbar í upplýsingaleit. Þaö er um sex meginverkefni aö velja og hvert um sig býbur upp á mörg skemmtileg viöfangsefni og leiki. Alltafer eitthvaö sem kemur á ávart. Þú fœrö fyrirmœli áöur en lagt er af staö og þegar þú snýrö aftur gefuröu skýrslu um feröir þínar. Ef þú talar ensku eins og geimvera kemur jaröarlöggan og hiröir þig og þú veröur aö sýna aö þú kunnir ensku til aö sleppa úr greipum hennar. 18 Tölvumól

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.