Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Side 20

Tölvumál - 01.12.1998, Side 20
Menntamál Menn mega ekki glepjast til að halda að einföld notkun nútímatækni eins og tölvuleil<ja eða far- síma færi mönnum mikinn skilning á henni Cetur verið að há- tæknisamfélagið grafi beinlínis undan skiln- ingi á tækni- og raun- vísindum og eyðileggi þannig sínar eigin undirstöður? sannindi í náttúrufræði eins og þau að hljóð er bylgjuhreyfmg. Það er ekki nóg með að vélar eins og bflar, sími og hljómflutningstæki séu orðin mun óskiljanlegri en áður var. Leikföng barna eru það Iíka. Sum gamaldags leik- föng eins og skopparakringla, þeytispjald, teygjubyssa, mekkanó og flugdreki voru vel til þess fallin að kynna heim tækni og raunvísinda fyrir börnum. Tölvuleikir og sjálfvirk rafeindastýrð nútímaleikföng gera það mun síður. Menn mega ekki glepjast til að halda að einföld notkun nú- tímatækni eins og tölvuleikja eða farsíma færi mönnum mikinn skilning á henni. Flestir sem hanga lon og don yfir tölvu- leikjum hafa engan skilning á tölvutækni. Nútímatækni er bæði fjarlægari hvers- dagslegri reynslu af náttúrunni og þeirri náttúrufræði sem kennd er í skóla heldur en tæknin var fyrir 50 árum síðan. Ein af- Ieiðing þessa er að þeir sem alast upp nú öðlast síður skilning á tækni og raunvís- indum heldur en foreldrar þeirra sem ólust upp við einfaldari tækni. Þetta hygg ég að sé ein ástæðan fyrir minnkandi áhuga unglinga á raunvísindum og takmörkuðum skilningi þeirra á heimi tækninnar. Raunvísindin hafa fært mönnunum skiln- ing á heiminum og alið af sér tækni sem gerir þeim mögulegt að komast af án þess að vita mikið um lögmál efnisheimsins. Tækni nútímans hlífir okkur í vissum skiln- ingi við veruleikanum. Til að breyta ull í fat og rnjólk í mat þurftu forfeður okkar að hafa meira vit á veruleika náttúrunnar heldur en við þurfum til að raða vörum í innkaupagrind og skrifa undir vísanótu. Getur verið að hátæknisamfélagið grafi beinlínis undan skilningi á tækni- og raun- vísindum og eyðileggi þannig sínar eigin undirstöður? Já og nei. Það gerir mönnum mögulegt að lifa án þess að skilja gang náttúrunnar eða hugsunina á bak við tækn- ina en það veitir mönnum Iíka margvísleg tækifæri til náms. Vandinn er að nýta þessi tækifæri á uppbyggilegan hátt. Nú spyr kannski einhver hvað ég sé eiginlega að rausa. Er ekki nóg að menn kunni að nota tæknina? Get ég ekki notað ritvinnslukerfi án þess að skilja hvernig tölvan virkar og forritið er hugsað? Get ég ekki stöðvað bifreið án þess að skilja tölvustýrð hemlakerfi og notið tónlistar af geisladiskum án þess að hafa hugmynd um hvernig leiser ljós myndast, hvaða munur er á stafrænum og myndrænum upp- tökum og hvernig merkjareiknir virkar? Jú að vísu. En ef heil kynslóð elst upp án þess að botna neitt í þessum og þvílíkum hlutum þá er úti um frekari tækniframfarir, þá verður veruleiki nútímans líka fram- andi og jafnvel fjandsamlegur í augum fólks og það dregur úr möguleikum þess á að nýta tæknina af skynsamlegu viti. Hætt er við að í stað raunverulegs skilnings á heiminum komi þá hindurvitni eða ein- hver önnur uppfylling í það vitsmunalega tómarúm sem myndast þegar hugsun manna og þekking er ekki í samræmi við veruleikann sem við blasir allt urn ki'ing. Þegar menn fá þörf sinni fyrir að skilja heiminn ekki svalað með skynsamlegum hætti grípa þeir til annarra aðferða. Hugur- inn unir illa vitsmunalegu tómarúmi og óvssu. Að vísu mætum við stundum hlut- lausri óvissu og heiðarlegri vanþekkingu þar sem þekking þrýtur en jafnoft eða oftar hittum við þar fyrir fordóma, hindur- vitni eða bábiljur. Nú get ég loksins snúið mér að fyrri spurningunni: Hvernig hafa skólarnir brugðist við upplýsingabyltingunni? Með dálitlum ýkjurn og svolítilli ein- földun má segja að kennarar þekki upp- lýsingatæknina fyrst og fremst sem neyt- endur og ali nemendur sína upp til að nota tæknina fremur en að skilja hana. Nemendum hefur verið kennt að nota einmenningstölvur. Þetta er ekki slæmt. Tölvuvæðing skólanna hefur skilað raun- verulegum árangri. Nemendur og kennarar hafa tileinkað sér góðar og skilvirkar að- ferðir við frágang prentaðs máls, útreikn- inga, bréfaski'iftir og upplýsingaheimt svo eitthvað sé nefnt. En kennsla í tölvu- notkun dugar skammt sem undirbúningur undir líf og starf í upplýsingasamfélagi framtíðarinnar. Það þarf líka að huga betur að undirstöðumenntun í greinum sem eru forsenda þess að nemendur geti síðar skil- ið upplýsingatæknina og fylgst gagn- rýnum og vakandi augum með þróun hennar. Þessu hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Astæðurnar eru sjálfsagt margar. Hér ætla ég að nefna þrjár: 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.