Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 24

Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 24
Átak 2000 Eimskip og árið 2000 Gylfi Hauksson Ráðstafanir vegna ársins 2000 í upplýsingakerfum Eimskips hafa verið gerðar undanfarin ár samhliða öðrum breytingum á kjarna- kerfunum S Aþessu ári hefur verið unnið mark- visst að því hjá Eimskip að yfír- fara upplýsingakerfi og tölvubúnað vegna hugsanlegra galla sem leynst geta vegna rangrar notkunar ártalsins 2000. Þetta er gert til að draga sem mest má vera úr þeirri hættu á rekstrartruflunum sem þetta vandamál hefur í för með sér. Til að ná þessu marki höfum við gefið verkefninu forgang og höfum sett saman hópa dug- legs og vel menntaðs fólks, sem mun vinna að úrbótum. Starfsemi Eimskips er mjög fjölbreytt og starfsemin dreifð. Mikilvægi upplýsingakerfa fyrir reksturinn er mjög mikið og fer stöðugt vaxandi. Tölvuumhverfið byggir á 11 AS/400 miðlurum og 32 NT netþjónum. Tölvubún- aðurinn er staðsettur á skrifstofum fyrir- tækisins í tíu löndum og er hann tengdur saman í eitt víðnet um SITA fjarskipta- kerfið. AS/400 kerfin eru 30 og á staðar- netunum eru yfir 100 mismunandi kerfi. Útstöðvar á neti eru samtals um 530 auk 63 þráðlausra tölva og um 130 stakstæðra tölva, fartölva, tölva í skipum og víðar. Ráðstafanir vegna ársins 2000 í upp- lýsingakerfum Eimskips hafa verið gerðar undanfarin ár samhliða öðrum breytingum á kjarnakeifunum. Mjög stutt er síðan settar voru fram kröfur um staðfestingu á virkni búnaðar varðandi árið 2000 í útboðum og innkaupum vélbúnaðar. Það hefur lengi verið ljóst að nauðsynlegt væri að fara skipulega yfir allan hugbúnað og vélbúnað til að sannreyna virkni hans. Þessi verkefni voru afmörkuð sérstaklega og sett inn á áætlanir fyrirtækisins snemma á þessu ári. í fyrra hófst kynning á verkefninu innan fyrirtækisins og í byrjun þessa árs var skipað gæðalið til að greina umfang vand- ans og áhættu. Gæðaliðið skilaði niður- stöðum til yfirstjórnar í mars sl. þar sem fram kom að nauðsynlegt væri að hefjast handa strax ef takast ætti að lágmarka þá rekstrartruflun sem árið 2000 veldur í upplýsingakerfum. Strax í framhaldi af því var verkefninu markaður farvegur innan fyrirtækisins. Fjórir vinnuhópar voru skipaðir og ráðinn verkefnisstjóri í fullt starf til að hafa yfirumsjón með verkefninu. Vinnuhóparnir skiptu með sér verkum. Hér á eftir fer stutt lýsing á megin verksviði vinnuhópanna: Vinmihópur - vélbúnaður Verkefni hópsins felst í flokkun, yfirferð og prófun vélbúnaðar, tölvu- og stýribún- aðar, samráðs við framleiðendur og að koma uppfærslu búnaðar þar sem það er talið nauðsynlegt í framkvæmd. Vinnuhópur - síina- og gagnasamskipti Verkefni hópsins felst í því að greina allar samskiptaleiðir og þann búnað sem notað- ur er í síma og gagnasamskiptum, flokka, yfirfara og prófa í samráði við framleið- endur, einnig að koma uppfærslum eða endurnýjun á búnaði í farveg ef það telst nauðsynlegt. Vinnuhópur - samstarfsaðilar og aðföng Verkefni hópsins felst í því að greina og meta mikilvægi helstu birgja og samstarfs- aðila fyrir reksturinn, að hafa samband við þá og kanna stöðu þeirra varðandi árið 2000. Hópurinn skipuleggur einnig ráðstaf- anir sem hægt verður að grípa til, bregðist mikilvægir birgjar eða samstarfsaðilar á þessum tímamótum. Vinnuhópur - hugbúnaður Verkefni hópsins er í meginatriðum að flokka, yfirfara og prófa allan eigin hug- búnað fyrirtækisins, og leita eftir staðfest- ingum framleiðenda aðkeyptra lausna og gera lagfæringar þar sem þörf er á. Ovenjulegf verkefni Það hefur alla tíð verið töluverð óvissa í allri áætlanagerð í þessu verkefni. Þetta er mjög sérstakt verkefni sem aldrei hefur verið á dagskrá áður. Það er einnig mjög sérstakt vegna þess að því verður ekki frestað, árið 2000 kemur á sínum tíma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sem dæmi um þá óvissu sem verið hefur í verkefninu rná nefna að í hugbúnaðar- hópnum kom fram við fyrstu yfirferð að 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.