Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 26

Tölvumál - 01.12.1998, Qupperneq 26
Átak 2000 Ár 2000 raunveruleikinn í dag - dæmi um niðurstöður úttekta Arinbjörn Sigurgeirsson Niðurstöður nokkurra úttekta benda til að 40% útstöðva séu ekki ár 2000 heldar. BIOS þarf að upp- færa í 24% útstöðva og 16% útstöðva svarar ekki kostnaði að uppfæra Margir setja ár 2000 vandamálið eingöngu í samband við hefð- bundnar tölvur, en vandamálið er víð- tækara. Svokallaðar iðnstýringar innihalda tölvubúnað og ef hann vinnur með dagsetningar eða klukku þarf að kanna ár 2000 heldni bún- aðarins Tæknival hefur undanfarið unnið að ár 2000 úttektum á upplýsinga- kerfum viðskiptavina. Aðilar eru bundnir gagnkvæmum trúnaði um niður- stöður slíkra úttekta og hér eru því ekki nafngreind nein fyrirtæki eða niðurstöður einstakra úttekta. Það sem hér er sagt er engu að síður byggt á reynslu Tæknivals af slíkum úttektum og dæmigerðum atriðum úr skýrslum um úttektir. Almennt Dæmigert fyrirtæki stundar tiltekna starf- semi, hefur tiltekinn fjölda starfsmanna og helmingur þeiiTa notar tölvu við vinnu sína. Tölvur eru af ýmsum gerðum og á ýmsum aldri. Fyrirtækið notar meðal annars stýrikerfishugbúnað, bókhaldshug- búnað, samskiptahugbúnað, skrifstofu- og annan notendahugbúnað, auk fleiri flokka og tegunda. í notkun eru til dæmis afrit- unarstöðvar, mótöld, prentarar, „posar“, símstöð og loftræstikerfi. Vélbúnaður Niðurstöður nokkurra úttekta benda til að 40% útstöðva séu ekki ár 2000 heldar. BIOS þarf að uppfæra í 24% útstöðva og 16% útstöðva svarar ekki kostnaði að upp- færa. Hvað þýðir þetta í fyrirtæki með 25 útstöðvum? Uppfæra þarf BIOS í 6 vélum, 4 vélar þarf að endurnýja. 15 vélar eru taldar ár 2000 heldar. Hér er eingöngu verið að tala um vélbúnaðinn, ekki þann hugbúnað sem í notkun er á hverri vél. Ástand netþjóna er mismunandi, niður- stöður undanfarinna úttekta benda til að þeir séu oftar en ekki ár 2000 heldir. Hugbúnaður í fyrirtækjum eru í notkun margar tegundir af hugbúnaði -jafnvel fleiri en forráða- menn þeirra hafa hugsað út í fyrirfram, til dæmis 30 tegundir. Á meðal helstu og mikilvægustu hug- búnaðtegunda sem í notkun eru í hverju fyrirtæki eru að jafnaði bókhalds- og upp- lýsingakerfi, netstýrikerfi og stýrikerfi á útstöðvum. Auk þess sérhannaður og sér- smíðaður hugbúnaður, sem er mismunandi eftir því í hverju starfsemi viðkomandi fyrirtækis er. Síðan má nefna almenn not- endaforrit, samskiptaforrit og ýmis tengi- forrit. Mikilvægi þessara fon'ita getur verið mismunandi eftir því í hvaða starf- semi fyrirtækið er. Það að ein tegund hug- búnaðar verði óvirk í einhvern tíma þarf ekki að hafa nein merkjanleg áhrif á rekst- ur fyrirtækis, á meðan óvirkni annarrar hugbúnaðartegundar getur þýtt að rekstur fyrirtækisins lamast. Af 25-35 tegundum af hugbúnaði sem dæmigert fyrirtæki getur verið að nota, eru sem dæmi 15% ekki ár 2000 heldar, þar á rneðal hugbúnaður í mikilvægum hugbún- aðarflokkum svo sem bókhaldshugbúnað- ur og sérsmíðaður hugbúnaður sem nauð- synlegur er fyrir daglega starfsemi. Ef ekkert er gert í þessu sambandi má ganga út frá að rekstur slíks fyrirtækis rnyndi að miklu leyti lamast á fyrsta rekstrardegi ársins 2000, með viðeigandi afleiðingum fyrir tekjur og afkomu fyrirtækisins. Annarbúnaður Margir setja ár 2000 vandamálið eingöngu í samband við hefðbundnai' tölvur, en vanda- rnálið er víðtækai'a. Svokallaðai' iðnstýring- ar innihalda tölvubúnað og ef hann vinnur með dagsetningar eða klukku þarf að kanna ár 2000 heldni búnaðarins. Þetta á við í mörgum fyrirtækjum, ekki síst í fram- leiðslufyrirtækjum, svo sem verksmiðjum. Birgjar, þjónustuaðilar og mikil- vægir kaupendur í úttekt eru forsvarsmenn fyrirtækis spurð- ir hvort fyrirtækið hafi haft samband við mikilvægustu birgja og þjónustuaðila, vegna ár 2000 mála. Algengasta svar er að fyrirtækið hefur ekki haft formlegt sam- band við þessa aðila. 26 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.