Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Page 27

Tölvumál - 01.12.1998, Page 27
Átak 2000 Mælt er með hraðri ákvarðanatöku um framhald og að ákvörðunun sé komið í framkvæmd eins fljótt og hægt er. Rökin fyrir þessu eru meðal annars að þörf og eftirspurn eftir þjónustu mun tvímælalaust aukast mikið Mikilvægir birgjar og þjónustuaðilar fyrirtækisins: Þeir sem selja og afltenda fyrirtækinu annað hvort hátt hlutfall eða mikilvægan hluta af þeirri vöru eða þjónustu sem fyrirtækið verslar með eða vinnur úr og selur. Mikilvægir kaupendur fyrirtækisins: Þeir sem kaupa eða taka á móti háu hlut- falli eða mjög sérhæfðri vöru eða þjónustu. Hér er ekki verið að tala um hvort birgir afliendir ár 2000 helda vöru, heldur hvort hann geti yfirhöfuð selt og afhent vöru í byrjun árs 2000. Sama á við um þjónustu þjónustuaðilans. Hvernig mun rekstur fyrirtækis ganga ef rafmagn frá þjónustuaðila verður ekki til staðar, símaþjónusta verður óvirk, eða tollafgreiðsla stöðvast? Hvað gerist ef ekki fæst afgreitt eldsneyti á þjónustu- eða dreifingarbíla fyrirtækisins? Hvað gerist ef sérhæfða varan frá eina mögulega birgjan- um berst ekki? I hvað langan tíma mun rekstur fyrir- tækisins geta gengið, ef tveir stærstu kaup- endur vöru eða þjónustu geta ekki keypt eða tekið við vörunni eða þjónustunni? Róðgjöf og kostnaðaráætlun Ráðgjöf og kostnaðaráætlun í úttektar- skýrslu er hugsuð til að auðvelda forráða- mönnum ákvarðanatöku um næstu skref á leiðinni að meira rekstraröryggi í ársbyrjun 2000. Mælt er með hraðri ákvarðanatöku um framhald og að ákvörðunun sé komið í framkvæmd eins fljótt og hægt er. Rökin fyrir þessu eru rneðal annars að þörf og eftirspurn eftir þjónustu mun tvímælalaust aukast mikið og skortur verða á fólki með nauðsynlega sérfræðimenntun og reynslu, þannig að sú þjónusta sem yfirhöfuð fæst mun líklega verða dýrari og dýrari, eftir því sem nær líður árinu 2000. Hér eru ekki rakin sérstök dæmi um áætlaðan kostnað, en segja má að fyrir hið dæmigerða fyrirtæki hér að framan geti kostnaðaráætlun vegna lagfæringa og endurnýjunar vél- og hugbúnaðar hlaupið á nokkrum hundruðum þúsunda, eftir umfangi búnaðar og ástandi hans. Til umhugsunar Hér hefur verið stiklað á nokkrum atriðum varðandi niðurstöður ár 2000 úttekta Tæknivals og öðrunt atriðum sem snerta ár 2000 vandamálin, upptalningin er engan veginn tæmandi því óteljandi hliðar eru á þessurn vandamálum og mögulegum afleiðingum þeirra. Ofangreind atriði þurfa forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana fyrr en síðar að skoða og hugleiða, hver í sínu umhverfi og taka síðan ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir. Það að taka ekki ákvörðun unt aðgerðir má jafna við ranga ákvörðun - árið 2000 frestast ekki, það kemur eftir tæplega 13 rnánuði. Á þessum 12 mánuð- um er jólafrí, páskafrí, sumarfrí og jólafrí, fyrir utan allar helgar og sérstaka frídaga, veikindadaga og aðrar frátafir. Hvað eru þá margar klukkustundir eftir til að vinna að upplýsingaöflun, greiningu, ákvörðunum og forvarnaraðgerðum til að draga sem mest úr líkum á rekstrartruflunum og tekju- tapi vegna ár 2000 vandamálanna? Arinbjörn Sigurgeirsson verkefnastjóri ár 2000 úttekta Tæknivals hf. Tölvumál 27

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.