Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Side 29

Tölvumál - 01.12.1998, Side 29
Kjallaragrein Almennt má gera ráð fyrir að við hvert ár sem verk dragist fram yfir heppilegasta verk- tíma aukist kostnaður um 20%-25% og jafn- vel meira Fari verktími upp í 4-6 ár eru yfirgnæfandi líkur á því að allt verkið sé ónýtt Mikla vinnu verður að leggja í frumkönnun og þarfagreiningu áætlað skemmsta hugsanlega verktíma. Sem dæmi má nefna að ætla má að skemmsti verktími 25 mannára upplýsingakerfis sé um 2,5 ár. Lcrngur verktími Hugbúnaðargerð er afar viðkvæm fyrir löngum verktíma. Almennt má gera ráð fyrir að við hvert ár sem verk dregst fram yfír heppilegasta verktíma aukist kostn- aður um 20%-25% og jafnvel meira. Þá er ekki reiknað með tekjutapi væntanlegs notanda hugbúnaðarins við að geta ekki hafið notkun hans. Orsakir kostnaðarhækk- ananna eru einkum tæknilegar. Upplýsinga- tæknin tekur örum breytingum. Nýjungar koma mjög ört fram og tækni úreldist. Tæknileg hönnun upplýsingakerfa byggist á ráðandi tækni þegar verið er að hanna þau eða skipuleggja. Ný tækni kemur fram á verktíma. Hún býður upp á lausnir sem hugsanlega voru ekki raunhæfar þegar hönn- un fór fram. Kröfur um breytingar koma frá væntanlegum notendum og menn freistast þá til að gera aðlaganir á kerfunum. Siík endurvinnsla er hins vegar margfalt dýrari en frumhönnunin. Að auki koma til stjórnunarleg og rekstraleg atriði. í opin- bera geiranum verða breytingar á lögum og reglugerðum sem breyta forsendum upp- lýsingakerfa. Þá verða af ýmsum ástæðum breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Enn er ótalið að kröfur notenda breytast eðlilega á löngum verktíma. Allt kallar þetta á óskir um breytingar og endur- hönnun. 30 mánaða reglan Sá tími sem menn geta eytt í smíði upplýs- ingakerfis er takmarkaður. Hönnuðir hafa mun skemmri tíma til að ljúka verkinu en menn hafa talið. Vélbúnaður, kerfishug- búnaður, forritunarumhverfi og tæki til kerfisgerðar verða úrelt á 2-3 árum. Nýjar gerðir af tilbúnum hugbúnaði koma ört fram. Starfsmenn og stjórnendur fyrir- tækja og stofnana sem eiga að nota hinn nýsmíðaða hugbúnað eru meðvitaðir um þessar breytingar. Þeir sætta sig ekki við að taka í notkun nýjan hugbúnað sem er þegar orðinn gamaldags. Viðskiptaum- hverfi fyrirtækja breytist ört. Gæði upplýs- ingakerfa til nota við töku ákvarðana geta skipt sköpum fyrir afkomu og framtíð fyrirtækja. Þau verða þess vegna að upp- fylla kröfur hvers tíma. Séu kerfin hönnuð miðað við umhverfi og sjónarmið sem giltu fyrir nokkrum árum takmarkast nota- gildi þeiiTa. Það sem áður er lýst takmarkar þann tíma sem líða má frá því að gerð upplýsingakerfis hefst og þar til það er tekið í notkun. Fari verktíminn upp fyrir ákveðin hættumörk fer illa. Hér á landi eru mörg dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem lentu í stórvandræðum þegar verktími varð of langur. Færa má fyrir því gild rök og styðja með dæmum að hættumörkin liggi við 30 mánuði. Gerð upplýsingakerfis megi ekki taka lengri tíma. Fari verktími upp í 4-6 ár eru yfirgnæfandi líkur á því að allt verkið sé ónýtt. Skipting í minni kerfi Mörg upplýsingakerfi eru það umfangs- mikil að þau verða ekki gerð á 2-3 árum. Stysti hugsanlegi verktími er jafnvel mun lengri. I slíkum verkum verða menn að leita leiða strax á frumstigi greiningar til að skipta þeim upp í minni kerfi sem síðan eru samtengd og tekin í notkun í áföngum. A hönnunartíma eru þá hlutar eldra kerfis enn í notkun jafnhliða því að ný undirkerfi hafi verið tekin í gagnið. Þetta krefst þess að í upphafi sé skipulagt hvernig gangsetningu hins nýja kerfis verði háttað. Mikla vinnu verður að leggja í frumkönnun og þarfagreiningu. Megin- áherslu verður að leggja á upplýsingaflæði, stöðlun upplýsinga og verkaskiptingu í kerfinu. Kröfulýsing verður sérstaklega mikilvæg fyrir kerfisgerðina. Tími sem fer í kerfishönnun og forritun minnkar hlut- fallslega en skipulagsvinna vex. í tölvu- kerfinu verða menn auk þess að skilja vel á milli kerfisþátta með skamma endingu eins og viðrnót og þátta sem endast lengi á borð við skipulag gagna. Þegar ný- hönnuð stór kerfi leysa önnur eldri af hólmi þarf að vanda sérstaklega til verka. Skipuleggja verður umskipti og sam- keyrslur undirkerfa og hinna eldri af vand- virkni. Það er oftast flókið þegar nýja kerfi er unnið í allt öðru umhverfi en það kerfi sem fyrir er. Stefán Ingólfsson er verkfræðingur Tölvumál 29

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.