Tölvumál - 01.12.1998, Page 30
Verkefnastjórnun
Verkefnastjórnunarfélag Islands
Steinunn Huid Atladóttir og Ómar Imsiand
Starfsemi félagsins
felst meðal annars í
miðlun upplýsinga
um verkefnastjórnun
með fundahöldum,
náms- og ráðstefnu-
haldi og blaðaútgáfu
um verkefnastjórnun
Verkefnastjórnunar-
félag Islands hefur nú
í tvö ár staðið fyrir
alþjóðlega viður-
kenndri vottun á
verkefnastjórum sem,
ásamt því að vera
viðurkennd af IPMA,
er einnig viðurkennd
af alþjóðlega verk-
efnastjórnunarsam-
bandi Ameríku (PMI)
Um félagið
Verkefnastjórnunarfélag íslands (VSFÍ)
var stofnað 1984 í því augnamiði að leiða
þróun og eflingu verkefnastjórnunar á
Islandi. Félagið er öllum opið, einstakl-
ingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og
stofnunum. Starfsemi félagsins felst
meðal annars í miðlun upplýsinga um
verkefnastjórnun með fundahöldum,
náms- og ráðstefnuhaldi og blaðaútgáfu
um verkefnastjórnun. Félagið er jafnframt
í samstarfi við innlend og erlend félög með
sömu eða sambærileg markmið og stuðlar
að endurmenntun verkefnastjóra. Loks sér
félagið um alþjóðlega viðurkennda vottun
fyrir verkefnastjóra hér á landi.
Samstarf við önnur félög
VSFÍ er aðili að evrópsku alþjóðasamtök-
um verkefnastjórafélaga, International
Project Management Association (IPMA)
og samtökum verkefnastjórnunarfélaga á
Norðurlöndunum, NORDNET. Jafnframt
er VSFI aðili að alþjóðasamtökum kostn-
aðarverkfræðinga (ICEC). Félagið er
einnig í nánu samstarfi við önnur erlend
félög, eins og til dæmis við hin amerísku
alþjóðasamtök verkefnastjóra (PMI).
Samstarfsverkefni VSFÍ við erlend
félög eru margþætt, sem dæmi má nefna
að árið 1997 hélt félagið aðra alþjóðlegu
ráðstefnu sína hér á landi, að þessu sinni
um gæði í verkefnastjórnun, og sótti fjöldi
erlendra fyrirlesara og gesta ráðstefnuna
heim. Gott samstarf er við alþjóðlegu verk-
efnastjórnunarfélögin, IPMA og PMI, og
aðildarfélög þeirra við mótun og samræm-
ingu á kröfum til vottunar verkefnastjóra.
IPMA CPM vottun verkefnastjóra
Með vottun verkefnisstjóra er átt við stað-
festingu á að viðkomandi verkefnastjóri
uppfylli skilgreindar kröfur hvað varðar
reynslu og þekkingu á fræðum og störfum
við verkefnastjómun. Mörg Evrópulönd
hafa nú þegar tekið upp vottunarkerfi fyrir
verkefnastjóra, en þar hafa Englendingar
að mörgu leyti verið frumkvöðlar og aðrar
þjóðir í stórum dráttum tekið mið af þeirra
reynslu og notað þeirra viðmiðunarstaðla
og reglur um framkvæmd.
Alþjóða verkefnastjórnunarsambandið,
IPMA, hefur nú gefið út skilgreiningar um
vottun verkefnastjóra og eru þær notaðar
við vottun hjá Verkefnastjórnunarfélagi
íslands.
Verkefnastjómunarfélag íslands hefur
nú í tvö ár staðið fyrir alþjóðlega viður-
kenndri vottun á verkefnastjórum sem,
ásamt því að vera viðurkennd af IPMA, er
einnig viðurkennd af alþjóðlega verkefna-
stjórnunarsambandi Ameríku (PMI), en
þeir hafa vottað verkefnastjóra til rnargra
ára. I dag hafa 9 einstaklingar hér á landi
fengið IPMA CPM vottun og 6 hafa lagt
inn umsóknir fyrir næsta vottunarferli sem
hófst nú í október. Skammstöfunin CPM
stendur fyrir Certificated Project Manager.
Frá upphafi hefur Verkefnastjórnunar-
félagið fengið til liðs við sig reynda erlenda
matsmenn til þess að taka þátt í framkvæmd
ferlisins hér á landi. Það hefur verið gert
vegna þess að við höfum enn ekki viður-
kennda íslenska matsmenn, aðra en frum-
matsmenn. Frummatsmenn eru þeir sem
eru útnefndir af félögum einstakra landa
sem aðilar með mikla og viðurkennda
reynslu á sviði verkefnastjórnunar, án þess
þó að hafa gengið í gegn um skilgreint vott-
unarferli. Hlutverk frummatsmanna er að
jafna út hugsanlegan mun milli innlendra
umsækjenda og erlendra matsmanna á
grundvelli þjóðfélags, hefða, menntunar,
skipulags og fleira. Frummatsmenn hjá
félaginu eru í dag þeir Egill Skúli Ingi-
bergsson, Jónas Frímannsson og Guð-
mundur Pétursson, allt margreyndir verk-
efnastjórar til fjölda ára.
Avinningur fyrir einstaklinginn af vottun
sem verkefnisstjóri byggir meðal annars á
því að vottunin er staðfesting á hæfni við-
komandi og reynslu sem verkefnisstjóri.
Þessi staðfesting veitir jafnframt sam-
keppnisforskot og er hluti af starfsþróun
einstaklingsins, ásamt því að veita titil
sem hefur alþjóðlega viðurkenningu. Fyrir
fyrirtækin er vottun starfsmanns staðlað
mat á hæfni hans sem verkefnisstjóra og
30
Tölvumál