Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Page 32

Tölvumál - 01.12.1998, Page 32
Verkefnastjórnun Á myndinni eru þeir aðilar sem hlutu IPMA CPM vottun I júní 1998, f.v. Kolbeinn Kolbeinsson og Þórður Víkingur Friðgeirsson, ásamt umsjónarmönnum vott- unarferlisins fyrir hönd VSFI, jbe/'m Ómari Imsland og Steinunni Huld Atladóttur. umsóknareyðublað og sjálfsmatsblað. Auk þess þarf að fylgja æviágrip og fyrstu drög að verkefnaskýrslu (um 300 orð eða 1 -2 A4 síður). Sjálfsmatið er til þess ætlað að gera umsækjanda kleift að nreta eigin styrk- leika og veikleika í aðferðafræði verkefna- stjórnunar áður en lengra er haldið í vott- unarferlinu. Vinnufundur: Tilgangur vinnufundarins er að skerpa og samræma notkun á hinum ýmsu hugtökum sem notuð eru í verkefna- stjórnun, ekki síst vegna þess að bæði erlendis og hérlendis er nokkuð um að sama hugtakið sé notað yfir mismunandi hluti. Vinnufundurinn er þannig upp- byggður að þátltakendum er skipt í verk- efnahópa sem er gert að leysa ákveðið verk- efni samkvæmt aðferðafræði verkefna- stjórnunar á einunr og hálfurn degi. Verkefnaskýrsla: Verkefnaskýrslan er lýs- ing umsækjanda á verkefni sem hann hefur stýrt að hluta eða í heild. Ahersla er lögð á framgang verkefnisins annars vegar og hins vegar hlutverk umsækjanda sem verkefnisstjóra. Umfang skýrslunnar er miðað við 15-30 A4 bls., auk fylgigagna. Við mat á skýrslunni er megináhersla lögð á hvernig umsækjandi skýrir verkefnið, umhverfi þess, eigið hlutverk og þann lærdórn sem draga má af verkefninu. Viðtal: I viðtalinu fylgir umsækjandi verk- efnaskýrslunni eftir og svarar fyrirspurn- unr nratsmanna um efni skýrslunnar og hlutverk sitt sem verkefnisstjóra. Viðtalið fer fram á ensku. Vottunin: Eftir viðtalið taka matsmenn af- stöðu til þess hvort viðkomandi umsækj- andi uppfylli skilyrði til þess að fá vottun sem verkefnastjóri samkvænrt skilgrein- ingum IPMA. Islensku verkefnisstjórarnir útskrifaðir IPMA CPM eru: Sigurður Ragnarsson, Forverki, Geir Þórólfsson, Hitaveitu Suður- nesja, Karl Friðriksson, Iðntæknistofnun, Steinar Friðgeirsson, RARIK, Ingólfur Hrólfsson, Hitaveitu Reykjavíkur, Logi Kristjánsson, framkvæmdastjóri VFI og TFÍ, Gunnlaugur Hjartarson, LH Tækni, Kolbeinn Kolbeinsson, Istaki og Þórður Víkingur Friðgeirsson Tæknivali. Steinunn Huld Atladóttir er varaformaður VSFI og umhverfis- og gæðastjóri RARIK Omar Imsland er formaður VSFI og yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun 32 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.