Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Þriðjudagur 27. nóvember 1962 “n r L '////" i JX. xr /r % $ f///////mZ/////////M"V////^^ w r i d Enska knattspyrnan: Everton tók forystum þeg- ar Tottenhm tapaði Everton tók forustuna- í ensku knattspyrnunni um helgina. Tott- enham tapaði nefnilega í Utileik gegn Burnley 2:1 og er Burnley jafnt Tottenham að stigum en með lakara markahlutfall. Everton vann Sheffield United á heimavelli með 3:0. Sigur Burreys yfir Tottenham var sanngjarn. Að vísu leiddu „Sporarnir" í hálfleik með 1:0 með marki Jimmy Greaves, en eftir hlé var heimaliðið áberandi betra. John Conelly jafnaði fyrir Burn- ley og 10 mfnútur fyrir leikslok kom sigurmarkið frá Ray Pointer. Burnley hefur þá fengið 27 stig eins og Tottenham en Everton er með 29 stig. " \ í Goodison Park sáu um 40 þús. manns Everton sigra Sheffield Uni ted. Manchester United var óhepp ið í leiknum gegn Aston Villa. Denis Law, sem kostaði félagið 115.000 sterlingáþund frá Torino í sumar, meiddist 1 hné eftir 30 mfn. leik og varð .liðið að leika það sem eftir var með 10 manna lið. Samt tókst að halda jafntefli 2:2. Leyton Orient sekkur æ dýpia í 1. deild og nú fékk liðið 0:4 gegn Úlfunum á eigin heimavelli, sem er heldur óalgengt f heimaleikj- um. Leyton hefur aðeins fengið 1 stig f sfðustu 8 leikjum f deild- inni. Ekki lítur betur út fyrir deilda- meisturum síðasta árs, Ipswich. Það lið mátti fara heim frá High- bury með 0:3 ósigur eftir leik sinn við Arsenal. West Ham bætti að- stöðu sfna talsvert með sigri yfir Sheffield á útivelli, en sigur þeirra var nokkuð merkilegur, fyrsti sig- ur West Ham á Hillborough eftir stríð. Skortur á húsnæði há- ir hadmintonmönnum Nýlega var aðalfundur Tennis- og badmintonfélagsins haldinn og sýnir starfsskýrslan að badminton- íþróttin á miklum og enn vaxandi vinsældum að fagna. Um 80 nýir félagar byrjuðu að æfa íþróttina nú í haust og iðka nú hátt á fjórða hundrað félagar badminton. For- maður T.B.R, er nú Pétur Georgs- son. Skortur á hentugu húsnæði er félaginu fjötur um fót, og hætt er við, að svo verði, meðan félagið eignast ekki eigin æfingasal, sem svarar sérstaklega kröfum þessar- ar íþróttar. En að þessu marki er stefnt, og á félagið nú allmyndar- legan byggingarsjóð, sem það kapp íostar að efla. a í haust tók félagið á leigu aila þá æfingatíma, sem fáanlegir voru fyrir badminton. Eru það samtals 140 vallartímar vikuléga, í 5 í- þróttahúsum. Eins og undanfarna vetur veitir félagið börnum og unglingum ó- keypis kennslutíma og lánar þá spaða og knetti þeim, sem ekki eiga sjálfir, og greiðir kennslu. — Þessir timar eru í íþróttahúsi Vals alla laugardaga kl. 15.30. Eru tím- arnir vel sóttir af stórum hópi ung- menna. Þá eru samæfingatímar fyrir full- orðna einnig í Valshúsi á laugar- dögum, kl. 16,20—18.50, og annan hvorn laugardag eru þeir tímar sér staklega ætláðir byrjendum. í Birmingham vann gestaliðið Liverpool með 2:0 en. tapið er fyrsta tap Birmingham á heima- velli á þessu keppnistímabili. Chelsea heldur áfram göngunni áleiðis í 1. deild. Chelsea vann úti gegn Grimsby. Þáð var fyrirliðinn Tambling sem skoraði nú tvö mörk fyrir Chelsea en hann hefur í undanförnum 6 leikjum skorað samtals 12 mörk. í öðru sæti í 2. deild er liðið Bury sem eitt sinn tapaði fyrir KR í Reykjavík, en það var sögufrægur leikur eins og margir muna. Bury er 2 stigum lægra en Chelsea, en Huddersfield er í 3. sæti, stigi eftir Bury. Sund erland sem var í 2. sæti með Bury um síðustu helgi tapaði nú fyrir Portsmouth 1:3 á útivelli. Um helgina fóru fram eftirtaldir leikir erlendis: ýr Rúmenar unnu Spánverja í seinni leiknum i Evrópubikar- kcppni landsliða í Búkarest með 3:1. Spánverjar unnu heima, 6:0, og halda því áfram í keppn inni. ■jV Svlar unnu i Singapore í lands- leik við Indónesa með 5:2. •k Búlgaria og Austurríki gerðu jafntefli í landsleik í knatt- spyrnu i Sofia 1:1. if Tyrkir unnu ísrael 2:0 í lands- leik í knattspyrnu á sunnudag. Leikurinn fór fram í Tel Aviv. ic Sviss vann Finnland í landsleik i handknattleik í Basel á sunnu dag með 20:13. Þórólfur — aftur með Þórólfur aftur í keppni Þórólfur Beck mun nú vera á batavegi samkvæmt nýlegu bréfi til fjölskyldu hans. Umbúðir voru teknar af fæti Þórólfs skömmu eftir að hann kom til Glasgow, og síðan hefur hann æft Iétt og í bréfinu talaði hann um að hann yrði brátt reyndur í leik á ný Ekki er ósennilegt að það hafi verið á Iaugardaginn var með vara- liði St. Mirren, þó við vitum það ekki fyrir víst. Hafa meiðsli Þórólfs komið sér sérlega illa og eyðileggur keppnistímabilið að mestu leyti fyrir honum. Fyrstu meisturarn- ir frá ÁRMANNl Úrslit urðu þessi i handknatt- leiknum um helgina: Laugardagur: 2. fl. kv.: Víkingur—KR 5:4, Valur—Fram 9:2 og Ármann — Þróttur 12:0. 3. fl. k. B: KR—ÍR 8:1, Fram— Valur 10:4 og Víkingur —Ármann 6:6. 2. fl. k. A: Fram—Valur 6:4. 1. fl. k. Víkingur—iR 9:5 og Ármann—KR 9:9. Sunnudagur: 2. fl. kv. A: Fram —Ármann 3:2. Mfl. kv. Valur—Víkingur 9:4. 3. fl. k. B: Valur—ÍR 4:3, KR —Ármann 7:3. 3. fl. k. A: Valur —Fram 8:6. 2. fl. k. A: Valur—KR 10:3. 1. fl. k. Fram—Þróttur 7:6 og Ármann—ÍR 9:4. Ármenningar hrepptu I leikjum þessum fyrsta sigur Reykjavíkur- mótsins, í 1. flokki karla, en þeir unnu ÍR á sunnudagskvöldið, en höfðu gert jafntefli kvöldinu áður við KR, sterkasta andstæðing sinn. Víkingur tapaði síðari leik sínum í mfl. kvenna og verður leikur Ár- manns og Vals 8. des. því hreinn úrslitaleikur f mótinu. Körfuluiattleiksmót Reykjavík- ur að Hálogalandi kl. 20.15. Þá leika KR og KFR í meistara- flokki en ÍR-a og Ármann £ 4. flokki og sömu félög í 2. fl. Handknattbikur: NorSmenn sigruðu Vestur-Þjóðverja BADMINTON — vantar hús fyrir badmintoníþróttina. NORÐMENN unnu V.-Þjóðverja í í landsieik f handknattleik, en úr- slitin komu geysilega á óvænt, 17:14 fyrir Norðmenn (8:7 í hálf- leik). Þjóðverjar byrjuðu mjög vei og eftir 15 mín. voru þeir komnir í 4:0 og allt benti til að Norðmenn myndu fá laglega hirtingu, ekki sízt þar mi ekkera virtist bíta á þýzku vörnina. Norðmenn breyttu þá um leik- aðferð 03 juku hraðann um ailan helming og vömin lék opnar og tók á sig meiri áhættu, en „vogun vinnur, vogun tapar“, Norðmenn jafna brátt í 6:6 og ná síðan for- ystu í 8:7, en þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik vom liðin mjög jöfn en Norðmenn báru af í hraða. Noregur hafði alltaf forystu, en Þjóðverjar jöfnuðu jafnharðan. Er 6 mínútur voru eftir hafði Noregur yfir, 15:14, og heimaiiðið með alla áhorfendurna með sér hafði mun betur á endasprcttinum, sem færði 2 tnörk til viðbótnr. I kvennalandsleik vann Þýzka- land með 9:4. B’KXE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.