Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 27. nóvember 1962. 5 Óvíst — Framh af 1. síðu. — Það segja þeir. Ég býst ekki við að þeir fengju leyfi annars staðar. Annars er þetta ekki eins stórt atriði og SAS vill vera láta. Farþegar okkar fram og til baka til Norður- landa eru 15 þús. á ári af 65 þús. farþegum sem við flytjum í allt. — Hver hafa verið viðbrögð erlendis við deilunni? — öll blöðin hafa rætt þetta mál og öll verið hliðholl Loft- leiðum. — Er SAS óvinsælt fyrir- tæki á Norðurlöndum? — Ekki myndi ég segja það. 1 þessu tilfelli er fólk þó ekki hrifið af því sem þeir eru að gera. Ég held að SAS hafi yfir- leitt gott orð um allan heim. - Haldið þér að loftferða- . samningum verði sagt upp af þessu? — Ekki reikna ég með að til þess komi, eins og 1954-55. — Hefur ekki deila þessi mikið auglýsingagildi fyrir ykk ur? — Alveg tvímælalaust. Það sama skeði 1954 og ég reikna með að ekki verði það okkur að minna gagni núna. Annars vona ég að deila þessi verði ieyst sem fyrst á réttan hátt og ef hægt er á friðsamlegan hátt. — Álítið þér að flugvélar með sprengihreyfla eigi framtíð fyrir sér á löngum flugleiðum? — Ég er viss um að þær eiga það á þessum áratug. Hvað svo skeður eftir 1970 er ekki gott að segja. Tækninni fleygir svo ört fram. Annars verða Loftleiðir ekki með DC6 til eilífðar. — Teljið þér að Loftleiðir muni fara að fljúga þotum? — Það er of snemmt að segja neitt um það. Persónu- lega þykir mér líklegt að Loft- leiðir muni kaupa þotur, þegar öll hin flugfélögin eru komin með þotur, sem fljúga yfir hraða hljóðsins. Ekkert hefur þó verið ákveðið um það enn og verður ekki gert af mér, heldur af stjórn félagsins hér. Bridge: Sveitakeppni TBK Fimm umferðum er lokið í sveita- keppni T.B.K. (1. fl.). nú þessi: Staðan er Tfyggvi Gíslason 24 st. Sigurleifur Guðjönsson 22 — Hjálmar Hjálmarsson 18 — Pétur Einarsson 17 — Eiður Gunnarsson 15 - Guðmundur Jónsson 15 — Baldur Guðmundsson 13 — Dagbjartur Grímsson 12 — Jónas Jónasson 9 - Gfsli Sigurkarlsson 5 — Fjórar umferðir eru nú eftir. — Fimm efstu sveitirnar spila í meist- araflokki, sem hefst eftir áramót. Leiðrétting í samtalinu við Helga Lárusson um lífið á Mallorca í blaðinu í gær voru heiti þriggja baðstranda rang- lega stöfuð. Rétt eru heiti þeirra: j Tlletas, Palma Nova og Paguera. Leiðréttist þetta hérmeð. Bazor Kvenfélag Óháða safnaðarins. Bazar félagsins verður n.k. sunnu dag, 2. des. í Kirkjubæ. Lítil hey — Framhald af hls 1 vextir og brunatryggingargjald. Flutningsgjaldið með skipum Ríkis skip er 330 kr. og uppskipun 114 kr. #pr. tonn og svo er afgreiðslu- gjald. Nú er það augljóst, að þeir bændur, sem geta sótt síldarmjöl- ið sjálfir á verksmiðjustað, standa bezt að vígi, en flutningur á því frá verksmiðju, kaupfélagi eða kaupmanni mismunandi eftir vega- lengdum. — Að meðtöldum þeim kostnaði og álagningu kostar síld- armjölið komið til bænda alltaf mikið á 7. hundrað krónur 100 kg. pokinn. Hér í Reykjavík selur Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjan á Kletti síldarmjöl og er verðið 330 kr. 50 kg. pokinn, að því er blað- inu var tjáð í morgun. En þótt síldarmjölið verði til mikillar bjargar, eins og jafnan, og jafnvel enn meiri nú, getur svo farið, að grípa verði til sérstakra ráðstafana vegna heyskorts, eink- um ef veturinn verður gjafafrekur. Um þetta er ekki hægt að segja nánar á þessu stigi. Margt mun liggja ljósara fyrir innan tíðar, en nú eru að byrja að berast til Bún- aðarfélags íslands skýrslur forða- gæzlumanna um heybirgðir og á- setning, en forðagæzlumenn fara á hverju hausti á hvert býli í land inu og útfylla skýrslur um athug- anir sínar í þessu efni og senda þær Búnaðarfélagi íslands. í þessum skýrslum á að koma í ijós hvort hætta er á ferðum, og ætti þá að vera unnt að gera sér grein fyrir hver mikil hún er og þá hvort grípa verður til sérstakra ráðagerða. Síldarleit — Framh. íf bls. 16. ur um uppsetningu flestra kraft- blakka, sem hingað hafa komið. Skýrði hann svo frá, að nú væri að koma á markaðinn eftir nýárið ný tæki frá Noregi, sem koma í stað kraftblakka, en eru miklu ó- dýrari. Er þar um að ræða rúllur, sem taldar .ru sériega hentugar fyrir minni báta. Þessi nýju tæki geta haft þau áhrif, að miklu fleiri bátar geti stundað síldveiðar framvegis, þar 1 sem tækin fást nú á verði, sem myndi vera viðráðanlegt fyrir minni skip. r Arangur — Fraran. af bls. 16. ins til landsins hefði nú verið gefinn frjáls.j 4) Mikið hefði áunnizt í bar- áttunni við dýrtíðina og tekin hefði verið upp vit- urlegri stefna í lánsfjár- málum bankanna, til þess að hindra verðbólgu. Talsmaðurinn benti á, að þó væri ekki unnt að segja að ennþá hefði fullkominn árangur efnahagsráðstafan- anna náðst. Væri þvi um að kenna, að kauphækkanimar 1961 hefðu verið óeðlilega miklar fyrir heilbrigði efna- hagskerfisins. í kjölfar þeirra hefðu einnig komið verðhækk anir m. a. á Iandbúnaðaraf- urðum. Gat hann þess, að framtíðarárangur efnahags- ráðstafan inna væri undir þv£ kominn, að launahækltanir yrðu ekki það miklar, að nýrri dýrtíðaröldu yllu KENNED Y SEGIR HÆTT- UNA EKKILIDNA HJÁ Kennedy Bandaríkjaforseti fór í I hvergi nærri liðin hjá. Vér kunn- gær í heimsókn til hermanna, sem um að verða að búa við hana út kvaddir höfðu verið í herinn vegna þennan áratug eða lengur. ófriðarhættunnar út af Kúbu, og Talsmaður utanríkisráðuneytis- kvað m. a. svo að orði: Hættan erlins-í Washington sagði í gær, að Fullveldisfagnaður Stúdentafélagsins Eiaar Benediktsson kosinn formaður Stúdcntafélag Reykjavíkur efnir að venju til fullveldisfagnaðar 30. nóvember. 'erður hann að þessu sinni haldinn að Hótel Borg og hefst kl. 19.30, en húsið verður opn að kl. 18. Ræðu kvöidsins flytur Birgir Kjaran, alþingi...iaður. Guðmund- ur Guðjónsson óperusöngvari syng- ur einsöng og Ævar Kvaran Ieik- ari syngur nýjar gamanvísur, sem Guðmundur Sigurðsson hefur sam- ið. Auk þess mun dr. Páll ísólfs- son stjórna almennum söng, og að lokum verður dansað til ki. 2 eftir miðnætti. — Jafnan hefur verið glatt á hjalla í fuliveldisfagnaði Stúdentafélagsins, og er þess vænzt að stúdentar, eldri og yngri, fjöl- menni nú sem fyrr. Stjórn Stúdentafélags Reykjavík- ur skipa nú þessir menn: Einar Benediktsson, formaður, Jón A. Ól- afsson, ritari, Jóhannes Helgason, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Magn- ús Ólafsson og Baldur Tryggvason. í varastjóm eru: Ólafur W. Stefáns son, Axel Sigurðsson, Ingvi Þor- steinsson, Haraldur J. Hamar og Árni Gunnarsson. — Fullveldis- fagnaður er fyrsta verkefni hinnar nýkjörnu stjórnar, en hún hyggst halda starfsemi félagsins áfram með svipuðum hætti og verið hef- ur. í vetur hefur þegar verið haldin ein kvöldvaka, svo og umræðu- fundur. af- hentur / kvöhl Hin árlega silfurlampahátíð Fé- lags íslenzkra leikdómenda verður í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 7.30 í kvöld. Verður þar sameiginlegt borðhald og skemmtiatriði. En að- alatburður kvöldsins er vitanlega afhending silfurlampans, sem er verðlaun fyrir beztan leik síðasta leikárs. Atkvæði verða taliri á staðnum og veit því enginn fyrir- fram, hver verðlaunin hlýtur. Þau leiðu mistök urðu í frétt í biaðinu um daginn, er greint var frá því, hverjir hefðu áður hlotið lampann, að nafn Róberts Arnfinns sonar féll niður. Er hann sízt allra maklegur þess, enda einbver bezti leikari, sem við höfum eignazt, og er hann hér með beðinn velvirð- ingar á þessum mistökum. Þessir leikarar hafa hlotið silfuriampann: Haraidur Björnsson, Valur Gísla- son (tvisvar), Róbert Arnfinhsson, Þorsteinn Stephensen, Brynjólfur Jónannesson og Guðbjörg Þorbjarn ardóttir. Silfurlampinn verður því afhentur í áttunda sinn í kvöld. tillaga Kastrós um eftirjit í her- stöðvum í Bandaríkjunum og vlð- ar, væri fram komin. til að reyna | að draga á langinn eða koma fyr- I ir kattarnef samkomulagsumleitun- í um um alþjóða eftirlit með að ekki •séu árásarvopn á Kúbu. Mikojan, varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, fór heimleiðis frá New York í gær, - eftir að hafa rætt við U Thant og bandarísku fulltrúana McCloy og Adlai Stev- enson, og fóru þær viðræður, sem voru óformlegar, fram í boði hjá U Thant. — „Náðist, samkomulag á þessum fundi?“ spurði frétta- maður hann við burtförina. „Svo auðveit var það ekkij“ sagði Mik- ojan. Bandaríkin ætla sér ekki að sofa á verðinum. Til marks um það er þetta: í 10 ár var unnið að því. að framleiða herflugvél, sem gæti flogið með þreföldum hraða hljóðs- ins. Búið er að eyða í þetta yfir milljarð doliara. McNamara lét hætta, er hann tók við. En nú hef- ur hann fallizt á að varið verði 50 milljónum til viðbótar til undirbún- ings framieiðsiu þessarar herflug- vélategundar. Kvöldvaka — Framh. af bls. 16. Þessi kvikmynd er m. a. sýnd í tilefni af 35 ára afmæli Ferðafé- lagsins nú í ár. 1 tilefni af því mun og forseti Ferðafélagsins,' Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri flytja ávarp. Auk þess sýnir dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og út- skýrir litskuggamyndir frá eld- stöðvunum í öskju, en þær lit- myndir voru teknar á s.l. sumri. Á eftir verður myndagetraun og loks dansað til miðnættis. Þetta e> fyrsta kvöldvaka Ferða- félagsins í vetur, en kvöldvökur þess hafa um margra ára bil verið geysi vinsæiar og fjölsóttar. SVRíHáaleiti Stal Fyrri hluta næsta mánaðar mun verða farið að aka nýja strætis- vagnaleið, Safamýri, og verða ferð- ir á hálftíma fresti. Samkvæmt upplýsingum, sem ’r hefir fengið hjá Eiríki Ás- geirssyni, 'orstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, er vonazt til þess, að SVR geti tekið í notkun 5- 7 nýja vagna fyrir áramótin, og verður þá háegt að láta ýmsa clztu vagna fyrirtækisins fá endanlega og verð skuldaða hvíld. Hinir.nýju vagnar eru allir af Mercedes-Benz-gerð, af stærri tegundinni, sem hér hefir ve " notkun árum saman og reyn: . með miklum ágætum. Taka þeir um 80 farþega hver. Tilkoma þessara nýju vagna gera SVR einnig kleift að hefja akstur um nýja leið, sem ráðgerð hefir verið um nokkurt skeið. Var æti- unin að hefja akstur um hana snemma í haust, en það reyndist ekki gerlegt, þar sem ekki voru nægir Vagnar til slíkrar aukning- ar á samgöngukerfi fyrirtækisins. En viðhorfin breytast við tilkomu hinna nýju vágna, þótt nokkrir komi einungis í stað eldri vagna, svo sem fyrr er getið. Nýja leiðin liggur um eftirtaldar götur: Hverfisgötu, Laugaveg, Hallarmúla, - Háaleitisbraut, Safa- mýri, og síðan aftur niður Hallar- múla á Laugaveg. Með þessu verð- ur fullnægt þörfum hins nýja í- búðarhverf: í Kringlumýri, og einnig verða þessar ferðir ágætar fyrir þá, sem starfa eða þurfa að verzla í hinu nýja verzlunarhverfi innst við Laugaveg og byrjun Suð- urlandsbrautar. amh. af bls. 16. reiðarinnar tóku þeir sprettinn og inn f nærliggjandi hús við götuna. Lögreglan veitti þeim eftirför, knúði dyra á viðkomandi húsi, og þegar húsráðandi kom niður vfsaði hann lögreglunni inn í herbergi leigjanda síns. Þar hitti lögreglan báða mennina fyrir og sömuleiðis varninginn, sem þeir höfðu flutt milli sín. Tók hún bæði menn og vörur í vörzlu sína og flutti niður f lögreglustöð. Þar játuðu mennirn ir að varningurinn væri þýfi úr ákveðinni verzlun við Laugaveg, en annar þjófanna var sonur við- ! komandi kaupmanns. Hafði hann ! borið vörurnar út úr verzluninni í | gærdag og falið þær að húsabaki. I en fékk svo kunningja sinn í lið | með sér til áð sækja þær f skjóli næturinnar í nótt. Meðal þess, sem þeir höfðu tek ið voru allmörg þvottaföt. Piltarnir voru báðir geymdir i fangageymslu iögreglunnar í nótt en áttu að koma til yfirheyrslu í dag. ÚTAFAKSTUR. Á laugardaginn fór bifreið á allmikilli ferð út af veginum * Svínahrauni. Hálka var á végin um og missti ökumaður stjórn farartækinu, þannig 'að það sne ist á veginum. Fór síðan út af aii hárri vegbrún c;T hafnaði á hvoK’ Bifreiðin skemmdist mikið, en öku maður og farþegar hans sluppu ó- meiddir. \ \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.