Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 16
Stal úr I nótt klukkan að ganga 5 átti lögreglubifreið Ieið upp Barónsstíg og þegar hún kom að mótum Grett- isgötu, veittu Iögreglumennimir at hygli tveim mönnum, sem báru vaming ú milli sfn og vom þá á Ieið austur Grettisgötuna. En þegar mennirnir með varn- inginn sáu til ferða lögreglubif- Frh. á bls. 5. Kvöldvaka F.Í. í kvöld Ferðafélag íslands fmmsýnir á skemmtifundi í Sjálfstæðishúsinu f kvöld kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen málarameistari tók af Öskju og öskjugosinu i fyrra. Áður hafði Ferðafélagið frum- sýnt kvikmynd Áma Stefánssonar af sama fyrirbæri, en mynd Ós- valds er um margt ólíkt og báðar em þær forkunnar fagrar og skemmtilegar. Framhald á bls. 5 Elríkur Kristófersson í léttbátnum frá Russell við Loftsbryggju. Eiríkur Krístófersson til Englands Eirikur Kristófersson, sem nýlega lét af störfum sem skip herra hjá Landhclgisgæzlunni, hélt til Skotlands í morgun kl. 11, með brezka herskipinu Russel. Fer hann þangað í boði Andersons skipherra, sem mjög kom við sögu á meðan land- helgisdeilan stóð sem hæst. Eiríkur kvað þetta boð vera komið til fyrir þremur árum, en einmitt þá var mestur hiti í Iandhelgisdeilunni. Kvaðst hann ekki hafa haft tima til að þiggja þetta boð fyrr en nú, þar sem hann hefur til skamms tíma verið á sjónum. Anderson skipherra, hefur þó haldið málinu vakandi og verð ur nú loks úr þvf. Þeir Eiríkur og Anderson kynntust fyrst í stríðinu þegar Anderson var hér og hafa hald- ið kunningsskap síðan. Ander- son er nú yfirmaður stærstu flotastöðvar i Skotlandi, Lochin- var. Brian Holt í brezka sendiráð- inu fylgdi Eiriki niður á Lofts- bryggju og var skipherrann á Russel, Snell að nafni, í för með þeini. Var farið þaðan á létt- bát út í skipið, sem lá á ytri höfninni. Russel mun sigla suð- ur fyrir Iand og mæta þar Pall- isier, sem tekur við gæzlu hér við land, og verður komið til Skotlands á föstudagsmorgun. Merkileg útgerðarnýung Síldarleit artæki í aiinni báta Ný tæki eru nú að koma á markaðinn, sem gera mögulegt að stunda sildveiðar á bátum allt nið- ur í 35 tonn að stærð. Fram að þessu hefur ekki verið hægt að stunda síldveiðar á minni bátum en 50 tonn, bæði vegna fyrirferð- ar tækjanna og kostnaðar. Getur þetta stækkað vcrulega sildveiði- flota okkar. Friðrik A. Jónsson, útvarpsvirkja meistari, skýrði blaðinu svo frá að von væri á í janúar nýjum tækj um frá Simonsen Radio f Noregi, sem gerð eru fyrir báta allt niður I I 35 tonn. Tæki þessi eru sjálfvirk, eins og þau sem notuö hafa verið að undanförnu, en eru verulega minni fyrirferðar. Draga þau 1250 metra, en þau sem flestir nota núna draga um 1500 metra. Tæki þessi munu væntanlega kosta um 235 þúsund krónur, sem er miklu minna en stærri tækin. Þau tæki, sem nú eru í notkun, kosta 30 prósent og 46 prósent meira en þau nýju, eftir því hvort þau hafa dýptarmælisútbúnað eða ekki. Blaðið hafði einnig tal af Sig- urði Sveinbjörnssyni, sem séð hef- Frh. á bls. 5. 5 drukknir öku menn teknir Fimm ökumenn voru teknir um helgina fyrir ölvun við akstur. Aðeins einn þeirra hafði þó lent í árekstri, en hann varð á mótum Gunnarsbrautar og Vífilsgötu. Tvö slys urðu í Reykjavík um helgina. Annað varð í heimahúsi, er maður féll í fyrrinótt í stiga og slasaðist á höfði. Hitt varð við strætisvagnabiðstöð á mótum Laugarásvegar og Brúnavegar á laugardaginn, er kona varð fyrir strætisvagni og slasaðist. S0LUHÆSTU BÆKURNAR Fjölbreytnl á bókamarkaðinum fer nú vaxandi með hverjum deginum sem Iíður. Bóksalar segja þó, að enn sé ekki .comin jóla- sala i bækumar, nema kannski tvær til þrjár. Breytingar hafa orðið nokkrar frá sfðasta lista, en þó eru þrjár bækur hinar sömu, þótt röðin hafl breytzt. Tvennt skal tckið fram í sambandi við sölu- listann. Leitað er t'l þeirra bóksala sem minnst afskipti hafa af bókaútgáfu til þess að tryggja hlutlaust viöhorf. Hins vegar ber að geta þess, að allmikil bóksala á sér stað án þess bókaverzlanir komi þar nærri. Ég á hér viii bókafélögin, sen- hafa fasta meðlimi svo sem Almenna bókafélagið, Mál og menningu og Menningarsjóð. Einnig hefur Helgafell mikinn fjölda fastra áskrifenda að bókum Laxness. Þessara bóka gætir því minna á listanum en ef til vill væri vert. Listinn lítur þannig út, tölur.iar í sviga tákna stöðu bókanna á sfðasta llsta: 1. Jónas Ámason: Syndin er lævís og lipur. 2. Jónas Þorbergsson: Líf er að loknu þessu (1). 3. Kristmann Guðmundsson: fsold hin gulina (2). 4. Örlygur Sigurðsson: Prófilar og pamfílar. 5. Lúðvik Krlstjánsson: Cr heimsborg f Grjótaþorp (4). MIKILL ÁRANSUR VIDREISNARINNAR * L_ ___ C /"’* rNsérstaklega á eftirfarandi atr seqir tðisrnðour UlLUísí. sem»u SýndUhVemjög ástandið f efnahagsmálum ís — Árangur viðreisnar- innar íslenzku hefur ver ið góður, þótt enn betri árangur hefði náðst, ef kaupgjald og verðlag hefði verið stöðugra síð- asta árið. Þessa yfirlýsingu gaf tals- maður Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu í síð- ustu viku í París, er frétta- maður Vísis lagði fyrir hann spumingar í aðalstöðvum O. E. C. D. Yfirlýsingin um árangur efnahagsráðstafananna kom fram að loknum fyrirlestri, sem talsmaðurínn flutti um O. E. C. D fyrir hóp 36 Is- lendinga, sem staddir voru í París á vegum Varðbergs Efnahagsstofnunin benti Iands hefði nú breytzt til batnaðar: 1) Gengi islenzku krónunnar hefði verið samræmt, en áður hefðu verið mörg gengi skráð 2) Greiðslujöfnuðurinn væri nú orðinn mjög hagstæð- ur. Gjaldeyriseign lands- ins væri nú nálægt 30 milljónum dollara 3) Allt að 85% innflutnings- Frh. á bls. 5. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.