Vísir


Vísir - 29.11.1962, Qupperneq 2

Vísir - 29.11.1962, Qupperneq 2
2 V1SIR . Fimmtudagur 29. nóvember 1962. METJÖFNUN OG ÁGÆT AFREK í VOLGRILAUG SYNIR I MOKKA Fyrsta sundmót vetrar- ins, Sundmót Ægis, fór fram í miklum öldugangi og í volgu vatni Sundhall- ar Reykjavíkur í gær- kvöldi. Tíu sentimetra vantaði á að laugin væri full, sem er mikið atriði til að minnka öldugang, og hiti vatnsins var sagður vera um 30 gráður, en ekki er heppilegt að hitinn sé meiri en ca. 24 gráður. Samt skapaðist þama nokkur árangur, og Guð- mundur Gíslason vann það afrek að jafna Islandsmet sitt í 50 metra baksundi við þessar aðstæður og sveit ÍR var heldur ekki langt frá meti sínu í 4x50 metra skriðsundi. Guðmundur Gíslason bar á þessu móti ægishjálm yfir aðra keppend- ur, en gaman er að sjá marga yngri mennina, sem greinilega eru í mikilli framför. Guðmundur vann allar greinar, sem hann tók þátt f, enda ekki vanur að tapa keppnum við innlenda sundmenn. Guðmund- ur vann 100 metra skriðsund á 59.9 — 50 metra baksund á hinum á- gæta tfma 30.9 sek., sem er jafnt Islandsmetinu, og að lokum var Guðmundur með f sveit iR, sem synti 4x50 metra skriðsund á . 1.50.3 sek., nokkrum brotum lakara en met sveitarinnar. Hörður Finnsson þurfti ekki mik ið að taka á f 100 metra bringu- sundinu en hafði hinn efnilega Er- iing Jóhannsson á undan mestalla leiðina, en endasprettur Harðar lét ekki á sér standa og tryggði hon- um sigur á 1.16.3, en Erlingur fékk 1.18.1. Meira átak þurfti Hörður til að sigra í 100 metra einstakl- ingsfjórsundi, þar sem aðalkeppi- nautur hans var Pétur Kristjáns- son úr Ármanni, góð æfing Harð- ar færði honum sigurinn þó ekki væru yfirburðirnir miklir. Hörður vann 3. sigur sinn í boðsundinu. Hrafnhildur átti ekki í erfiðleik- um með sfna grein og vann 100 metra bringusund mjög örugglega hálfri laugarlengd á undan næstu stúlku. Unglingasundin voru mörg hörkuspennandi og þátttaka mjög góð. U r s 1 i t: ' 100 m. skriðsund karla: Guðm. Gíslason, iR, 59.9 Guðm. Þ. Harðarson, Æ, 1.04.0 Davíð Valgarðsson, iBK, 1.05.2 100 m. bringu.sund karla: Hörður B. Finnsson, ÍR, 1.16.3 Erlingur Jóhannsson, KR, 1.18.1 Þorvaldur Guðnason, KR, 1.24,2 100 m. bringusund kvenna: Hrafnh. Guðmundsd., ÍR, 1.25.6 Kolbrún Guðmundsd.,ÍR, 1.37.7 Guðfinna Jónsdóttir,, SH 1.42.1 50 m. baksund karla: Guðmundur Gíslason, ÍR, 30.9 Guðmundur Guðnason, KR, 35.8 Guðberg Kristinsson, Æ, 38.2 100 m. einstaklingsfjórsund karla: Hörður B. Finsson, IR, 1.10.7 Pétur Kristjánsson, Á, 1.12.8 Guðm. Þ. Harðarson, Æ, 1.15.2 4x50 m. skriðsund karla: ÍR 1.50.3 Ármann 1.56.9 KR 2.03.1 50 m. bringusund telpna: Kolbrún Guðmundsd., ÍR, 43.0 Evrópubikcmnn; Leiktafir færíu Skovbakken sigur Skovbakken vann Ieik sinn í Ev- rópubikarnum í handknattleik í gærkvöldi, en andstæðingar liðsins nú var Fredensborg f Osló, stærsti „hluthafinn" í landsliðinu sem vann V-Þjóðverja um sfðustu helgi. Leikurinn í gærkvöldi var mjög lélegur af beggja hálfu og finnskur dómari eyðilagði leikinn mikið, sagði NTB í skeyti um leikinn. Einkum fór það í taugar hinna 1200 áhorfenda hve dómar- inn leyfði Dönum mikið að tefja, sem þeir notuðu óspart. Hi... veg- ar var þetta leikbragð Dananna vel útfært og greinilegt var að þeir voru betra liðið. Mörkin i leiknum skoruðu — Skovbakken: Sandhöj 6, Skaarup 2, Thomsen 1 og Bertram 1. — Fredensborg: Gunnerud 3, Larsen 2, Ringlund 1, Svastad 1, Leven 1, Yssen 1. 50 m. skriðsund drengja: Davíð Valgarðsson, IBK, 28.2 50 m. skriðsund telpna: Ásta Ágústsdóttir, SH, 35.4 Áhorfendur voru allmargir í Sundhöllinni í gærkvöldi, en betra má skipulagið vera á mótunum f vetur, einkum og sér í Iagi með tilliti til árangurs, eigi hann að nást góður. — jbp — Um þessar mundir stendur yfir á Mokka-kaffi sýning ungs listamanns, Guðmundar Á. Sigurjónssonar. Guðmundur, sem er aðeins 18 ára, er prentmyndanemi, en í frístundum sínum málar hann og teiknar. Guð- mundur hefur stundað nám í Handíða- og myndlistaskólanum undan- farna vetur, og er þetta fyrsta sýning hans. Myndimar, sem eru 21 að tölu, eru gerðar með tússi, þekjulitum, koli og glerþrykki. Þær eru allar til sölu og eru í trérömmum, sem listamaðurinn hefur smíðað sjálfur. Sýning Guðmundar Á. Sigurjónssonar hófst s. I. sunnudag og mun standa tvær vikur. Vinnuslys á Akureyri Vestur-Þjóðverjar buðu nýlega hnefaleikamönnum frá Kamerún-Iýðveld- inu á Fílabeinsströndinni í kynnisför um Þýzkaland, svo að þeir gætu kynnzt fþrótt sinni þar. Myndin hér að ofan er tekin af einum þátttakanda frá Fílabeinsströndinni, Mosis Niamke, sem heldur á ung- um aðdáanda, sem hann kynntist í Berlín. Akureyri f morgun. Næsta alvarlegt vlnnuslys varð í klæðaverksmiðjunni Gefjuni á Ak- ureyri nýlega, er elnn starfs- manna verksmiðjunnar fór með hönd f kembivél. Það var um níuleytið í gærkveldi, er Snorri Guðmundsson, starfsmað ur í Gefjuni, var að starfi við kembivél verksmiðjunnar, að hann lenti með höndina í vélinni og slas- aðist illa. Skinn og hold flettist af handarbakinu frá úlnlið og fram á fingur, svo að á beini stóð. Auk þess sem holdið tættist af hend- inni, fór ull í sárið og leit það mjög illa út. Snorri var þegar f stað fluttur f sjúkrahúsið, þar sem gert var að meiðslum hans, í morgun var líðari hans sæmileg eftir atvikum, að þvi er yfirlæknir sjúkrahússins taldi. Kembivélin, sem þarna er um að ræða, er samstæða af þéttum vír- settum völsum og þarf — eins og við aðrar vélar — að gæta fyllstu varúðar við þær. Snorri Guðmunds son hefu að visu starfað um margra ára skeið í Gefjuni, en lengst ai við annað starf og var tiltölulega nýbyrjaður að starfa við kembivél- arnar. Sundmót ÆGIS: VALBJÖRN: 4.20 á K.R. Valbjöm Þorláksson stökk 4,20 metra í stang- arstökki í KR-húsinu á innanfélagsmóti í gær- dag. Er árangur Val- stong i ■húsinu bjöms bezti árangur í greininni innanhúss, en íslandsmet eru ekki skráð í þeirri grein, en til óopinberlega. Ók brott of slysstað Um sjöleytið f fyrrakvöld barst lögreglunni tilkynning um að 6 ára gömul telpa hefði lent í bílslysi á Gnoðavogi, en bílstjórinn hafði ekið á brott án þess að nemá stað ar eða skeyta um telpuna. Ekki er fyllilega ljóst hvernig slysið bar að höndum, hvort telp- an hefur hlaupið á bifreiðina, eða orðið fyrir henni. Sem betur fór slapp hún með lítil meiðsli, hlaut kúlu á enni og rispur á kinn. í gær var lögreglunni ennfremur tilkynnt um slys, sem orðið hafði í heimahúsi, þar sem stúlka hafði 'hrasað og meitt sig. Hún var flutt í slysavarðstofuna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.