Vísir - 29.11.1962, Blaðsíða 7
7
V 1 S I R . Fimmtudagur 29. nóvember 1962.
Vegna
FLUTNINGS
verður BIFREIÐADEILD vor lokuð FÖSTU-
DAGINN 30. nóvember.
SjóvfltrgqqiHramtag íslands
Gjaldeyrisleyfi fyrir
smíðajárni og stáli
Peir viðskiptamenn okkar sem kynnu að eiga ónotuo
gjaldeyrisleyfi fyrir smíðajámi og stáli eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst þar sem
tilfinnanleg vöntun er á fjölmörgum stœrðum og gerð-
um af smíðajárni og mörg verk stöðvuð þess vegna.
Fokhelt hús til sölu
í Hafnarfirði
Hér með er óskað eftir kauptilboðum í húsið
no. 14 við Háabarð í Hafnarfirði í því ástandi sem
það er nú. >
Húsið er nú fokhelt, múrhúðað utan, þak járn-
klætt og gluggar eru með tvöföldu gleri.
Með kauptilboðinu ^kal fylgja:
1) Vottorð skattstofu (skattstjóra) um efnahag
2ja síðustu ára, ásamt
2) vottorði manntalsskrifstofu (eða bæjarstjóra).
um fjölskyldustærð.
3) I kauptilboðinu skal og greina hve mikil út-
borgunargeta er.
Tilboðum ásamt framantöldum gögnum sé skilað
í skrifstofu Húsnæðismálastofnunar ríkisins, Lauga-
veg 24 3. hæð fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 7. des-
ember n. k.
Húsnæðismálastofnun ríkisins.
Hiolbardoverkstæðid Millan
Opin alla daga frá kl. 8 að morgm til kl. 11 að kvöldi.
Viðgerðir á alls konar njólbörðum. — Seljum einmg allar
stærðir hljóbarða — Vönduð vinna. — Hagstætt vferð.
M 1 L L A N Þverholti 5.
Gamla
bílasalan
tiefir alltaf til sölu mikið
úrval af nýjum og eldri
oílum, af öllum stærðum
og gerðum og oft litlar
em engar útborganir.
Gamla
bílasalan
//Rauðará Skúlagötu 55
Sími 15812.
Selur: Mercedes Benz 219 '57
og Mercedes Benz 190 '57 og
Opel Oapitan ’57. Allir bilamir
nýkomnir til landsins.
Bíia- og
búvélasaian
við Miklatorg, sími 23136.
»
í'Tercedes Benz 180 ’55. Gott verð.
Zephyr s... ’55, selst án útborgun-
ar gegn góðri tryggingu. Jeppar,
flestar árgerðir og tegundir. Ford
pickup ’53 allur nýupptekinn.
Ford ’54, mjög góður 6 cyl. bein
skiptur 4ra dyra. Ford '50 4 dyra
verð 25 þús. Útborgun 10 þús.
Bifreiðaeige .ur og bifreiða-
kaupendur, gjörið svo vel og reyn
ið viðskiptin. Við munum kapp-
kosta að gefa yður góða og fljóta
þjónustu.
smm $mm imn
- AUGLÝSIÐ í VÍSI -
Sættir fjármagns og vinnu — stærsta vandamál
þjóðfélagsins — fprnleifagröftur — fiskiðnskóli -
fólksfækkun á Vestfjörðum.
Þegar sagt er frá þingfundum
á Alþingi í gær, verður tvímæla
laust fyrst að mir.nast á þær
umræður, sem urðu um vinnu-
deilur, þ. e. sættir vinnuafls og
fjármagns. Tvær tillögur þess
efnis voru teknar fyrir í gær,
báðar frá fulltrúum stjórnar-
flokkanha, og þótt deila megi
um gildi þeirra og tilhögun, ber
að fagna því, að vakið er máls
á þessu í þinginu.
Magnús Jónsson var flutnings
maður annarrar tillögunnar, sem
kemur frá þrem þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, og er þess
eðlis að starfsmenn eignist hlut
deild í rekstri og arði fyrirtækja.
Magnús benti réttilega á, að hér
væri um stærsta vandamál okk-
ar þjóðfélags að ræða. Illvígar
deilur og verkföll hindruðu og
hafa hindrað eðlilega þróun
efnahagslífsins á þann hátt að
óviðunandi er. Jón Þorsteinsson
(A) mælti fyrir hinni tillögunni,
sem fram hefur komið um þetta
efni, en Hann vill að starfsfólk
fái launabætur hjá atvinnufyr-
irtækjum, en leggur hins vegar
ekki til að starfsfólkið gerist eig
éndur að fyrirtækjum. Jón legg-
ur fyrst og frémst áherzlu á, að
þetta fyrirkomulag verði tekið
upp hjá samvinnufélögum, að
þau fari inn á þetta svið og
hafi forgöngu þar um. Báðir, þ.
e. Magnús og Jón, lögðu áherzlu
á að koma upp hagfræðilegri
fræðslu meðal launþega t.l að
sýna á hvern hátt bezt sé hægt
að bæta afkomuna.
Og einmitt þetta ariði er
hvað þýðingarmest, þegar rætt
er um sættir vinnuafls og fjár-
magns. Það verður að gera hin-
um almenna launþega, hverjum
og einum, ljóst, hvaða áhrif
kauphækkanir hafi, hvað sé
hægt að ganga langt hverju
sinni, svo til raunverulegra
bóta komii
Það er ekki aðalatriðið, eins
og Magnús Jónsson benti rétti-
lega á, hvort hans tillaga um
hlutdeildar og arðskiptingu,
eða einhver önnur, nái fram að
ganga, heldur hitt, að þessi mál
séu tekin á dagskrá, rædd og
hugsuð á ábyrgan hátt. Þetta er
ekki hagsmunamál einstakra
þingmanna og stjórnmálamanna,
heldur þjóðarinnar allrar, og þá
allra helzt launþeganna.
Alfreð Gíslason og Skúli
Guðmundsson tóku einnig til
máls undir þessum dagskrárlið-
um.
Benedikt Gröndal reifaði til-
lögu sína um byggingarfram-
kvæmdir og fornleifarannsóknir
í Reykholti í Borgarfirði. Hann
minnti á, að aðeins lítill hluti
af Snorragöngum hefði verið
grafinn upp, en göngin ru eins
og kunnugt er einna merkust
fornleifa, sem hér hafa fundizt.
Ástæðan fyrir því, að ekki hefði
verið grafið meira upp og rann-
sakað frekar, væri sú, að á sama
stað stæði nú íþróttahús stað-
arins. Það mun hafa verið byggt
fyrir 30 árum síðan, þá til
bráðabirgða, og nú er kominn
tími til, sagði Benedikt, að rlfa
það hús og byggja annað, ekki
sízt með tilliti til þeirra tvímæla
laust merku fornleifa, sem er
að finna þar undir.
Jón Skaftason mælti fyrir til-
lögu sinni um fiskiðnskóla, og
þar sem á nauðsyn þess máls
hefði bæði verið minnzt á í
Vísi og Alþýðublaðinu nýlega,
gerði hann sér vonir um stuðn-
ing stjórnarflokkanna í máli
þessu.
Gísli Jónsson mælti fyrir til-
lögu sinni um vegabætur á
Vestfjörðum og drap á í því
sambandi þann óhugnanlega
flótta, sem verið hefur frá Vest
fjörðum síðasta aldarfjórðung-
inn. Síðastliðin 25 ár hefur fólki
samtals fækkað um 2500, eða
20%, þrátt fyrir að fjölgað hafi
í öllum öðrum landshlutum Is-
lands. Meá þessu áframhaldi
leggst Vestfjarðakjálkinn í auðn
áður en langt urn líður, sagði
ræðumaður.
Gfsli, kenndi hér um sam-
gönguleysi, einangrun kjálkans
frá umheiminum og rakti í því
sambandi samgöogur þær, sem
við fjórðunginn væru.
Áleit hann, að hér þýrfti mik-
il bót á að verða, ekki sízt með
tilliti til þess, að tekjur Vest-
firðinga og útflutningsverðmæti
afurða þeirra væru hærri en
nokkurra annarra landsmanna.
Alfreð Gíslason mælti fyrir
geðveikralögum og Ágúst Þor-
valdsson fyrir auknum stuðn
ingi ríkisins í heyverkun.
Þá fylgdi Jón Þorsteinsson ú
hlaði tillögu sin. um . mnsh
grasmjöls á Skagaströnd.