Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 2
2 2X09 V1SIR . Þriðjudagur 4. desember 1962. Þaö var barizt hart í Ieik Fram og Þróttar. Hér er Tómas Tómasson kominn inn á línu, en er hindr- aður af Hannesi Þróttara. (Ljósm. Visis B.G.) Hanrfknattleikur: JafntefíismarkíB kom I ( t Bæði efstu lið Reykja-1 víkurmótsins í hand- j knattleik urðu að sjá af stigum í leikjum sínum, í gærkveldi. Fram tapaði stigi til Þróttar, en litlu munaði að bæði stigin lentu Þróttarmegin, því j Ingólfur Óskarsson jafn- Et'fondttt fréttiw jc Bclgfa og Spánn gcrðu jafntcfli f landsleik f knattspyrnu í Britss el um hclgina, 1:1, en f hálfleik hafðf Spánn yfir, 1:0. ★ Svfar halda áfram að sigra á Austurlandaferð sinni og í gær vann liðið úrvalslið Hong Kong með 6:1. 10.000 mnnns horfði á Icikinn. aði leikinn aðeins 18 sek. fyrir leiksiok. Gunnlaug- ur Hjálmarsson varð til að jafna fyrir ÍR rétt fyr- ir leikslok, en Valur hafði haft yfir allan Ieik- inn og sýnt sízt verri leik en 1. deiklarliöið. Þrótíur var betri en Evrópubikarliðið. Enginn þeirra sem horfði á leikirra í gær hefði getað trúað að Þróttararnir, sem eru nýliðar f 1. deild mundu reynast betra liðið í þessum leik sínum við Fram, sem vissulega er hand- knattleiksliðið f hásætinu sem stendur. Þetta reyndist samt raunin og Þróttarar léku alian leikinn hratt og ákveðið og af miklu öryggi og tókst með snöggum skiptingum að gal- opna Framvörnina, Þróttarar komust yfir í byrjun, í 2:0 og 3:1, en Fram- arar jafna f 4:4. Þróttarar halda þó forystunni og komast í 6:4 en Framarar jafna og f hálfleik er staðan 6:6. Síðari hálfleikur var mjög jafn, en Þróttarar leiddu leik- inn allt þar til Ágúst Oddgeirs- son skorar 9:8 fyrir Fram. Framarar komast f 12:10 en tvö skot frá Axel jafna, hið sfðara úr vítakasti. Var nú spennan f leiknum á hátoppi, ekki sfzt hjá leikmönnum Fram sem nú voru engu betri á taugum en Þróttarar í byrjun hálfleiksins, og nú misstu leik- menn hvern boltann á fætur öðrum. Helgi Árnason skoraði laglega fyrir Þrótt 13:12, en var rétt á eftir vikið af leikvelli fyrir brot sem hann framdi í hita leiksins. Ingólfi tókst að stökkva inn f vörnina v. megin og skora, en það fékk hann allt of oft að leika í leiknum. Þróttarar eru mjög vaxandi lið og þurfa ekki að kvfða falli í 2. deild, verðl úthaldið i full- komnu lagi. — Beztu menn Þróttar voru þcir Axel, Haukur og Helgi ásamt Guðmundi Gústafssyni, en annars er liðið blessunarlega jafnt og þeir beztu rísa ekki hátt yfir aðra liðsmenn. Framarar voru slakir þetta ! Pérélfisr með varaBiðinu kvöld og hafa reiknað með auð- veldri bráð þar sem Þróttarar voru, er) þar misreiknuðu þeir sig hrapallega, og mega þakka fyrir að fá annað stigið, því Þróttur lék þeim mun betur. Beztu menn Fram voru Karl Benediktsson og Ingólfur, en Guðjón lék ekki með að þessu sinni. Einn gat Karl ekki unnið Víking. Víkingur komst fljótt í 4:0 yfir KR í leik liðanna í gær, sem var heldur daufur og snerpulítill, nema af hálfu Karls Jóhannssonar sem var bezti maður iiðanna, enda lítt passaður af Víkingum. KR- ingum tókst furöu vel að halda í við Víkinga og komust í 5:3, 7:5 og 8:6, en í hálfleik var staðan 9:6 fyrir Víking. I Síðari hálfleik var leikurinn mjög jafn en aldrei tókst að fá neina spennu í leikinn, ekki einu sinni þegar KR hafði tek- ist að hefja sig úr 8:13 f 12:13. Víkingar voru eftir þetta aldrei mikið yfir en höfðu þó greinilega sigurinn f höndum sér en ekki tókst þó fyrr en á síðustu mínútu að tryggja sómasamlegan sigur, 19:15, með tveim mörkum Jóhanns Gíslasonar. Víkingsliðið virðist hafa staðnað frá í fyrra, eða jafnvel farið aftur, en fæstir leikmanna eru í þeirri þjálfun sem þeir hafa fyrr verið f. Beztu menn Víkings voru þeir Jóhann Gfsiason, Rósmundur og nýlið- inn Þórarinn. KR-liðið er í miklum vanda statt með meistaraflokk sinn, sem eingöngu hangir saman á Karli Jóhannssyni og Reyni Ólafssyni, sem fara furðu langt með liðið. Þó eru margir efni- legir piltar innan um, en sem sagt aðeins efnilegir. 2. deildarliðið leiddi allan leikinn. Valsmenn leiddu allan leik- inn gegn IR. Bergur Guðnason („þáttur unga fólksins“), tók forystuna í fyrsta skoti leiks- ins, og Valsmenn létu ekki stað ar numið við það, en komust f 7:3. Þar tóku ÍR-ingar við og jafna 7:7 en Örn skoraði 8:7 fyrir hlé. Valsmenn halda á- fram að skora, ÍR jafnar f 9:9, en örn og Sigurður Dagsson færa töluna í 12:9. Næst því að jafna eru ÍR-ingar 13:12, en þá koma tvö Valsmörk frá Krist- manni og Sigurði Dagssjmi, 15:12 og var þá almennt búizt við sigri 2. deildarliðsins. Svo Þórólfur Beck æfir nú af kappi á æfingarvöllum St. Mirr- en í LoVe Street f Paisley eftir meiðsli, sem hann hlaut fyrir nokkru. Þórólfur hefur undanfamar tvær helgar keppt með varaliði félagsins, en ekki er vitað um árangurinn í þeim Ieikjum. Um næstu hclgi keppir Þór- ólfur aftur með varaliðinu, en j! ennþá er hann langt frá að hafa ■] jafnað sig af meiðslunum. ! .......................... " varð þó ekki þvf Gunnlaugur skoraði 2 mörk í röð úr vfta- ■köstum, 15:14 og Þórður Árna- son jafnar 15:15. Bergsteinn Magnússon, betur þekktur af knattspyrnuvellinum, skorar 16:15 af línu, en Gunnlaugur jafnaði á síðustu sekúndunum eftir að hann losnaði úr hinni ströngu gæzlu Sigurðar Dags- sonar. Valsliðið virðist f talsverðri framför, en beztu menn voru þeir Sigurður Dagsson, mjög efnilegur spilari, og Kristmann sömuleiðis efnilegur leikmaður. Af ÍR-ingum kvað mest að Gunnlaugi en Gylfi og Her- mann voru allgóðir. I L U J T M : St Rram 5 4 1 0 87- —64 9 f.R. 5 3 1 1 71 —74 7 Vík. 5 3 0 2 60 -55 6 Þróttur 6 2 2 2 69 -73 6 Ármann 5 2 0 3 53 —52 4 K.R. 5 1 0 4 57—64 2 Valur 6 0 2 3 55 —70 2 Markhæstir eru nú: Mark: Gunnl, Hjálmarss. IR 31 Ingólfur Óskarsson Fram 27 Karl Jóhannsson KR 19 Grétar Guðmundss., Þrótti 18 Reynir Ólafsson KR 18 Axel Axelsson Þrótti 17 Hörður Kristinsson Ármanni 17 Hermahn Samúelsson IR 16 Ámi Samúelsson Ármanni 15 Jóhann Gfslason Víking 15 Leikir eftir í keppninni: Fram — Víkingur Valur —■ Ármann ÍR - Valur. Verða Ieikimir leiknir á sunnudaginn kemur að Háloga- landi. Fram nægir jafntefli gegn Viking, en vinni Víkingur og IR vinni jafnframt Val eru lið- in jöfn að stigum og mundi markatala Fram þá líklega ráða um sigpr þeirra f mótinu. Kristmann Óskarsson í Val hefur valið það ráð að setjast á Gunnar. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.