Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 5
V1SIR . Þriðjudagur 4. desember 1962. 5 -\Y' * « s í ;■ - * m wam H’mSsé ■':V. ll ÍÍjKjÍÍ ' lÉÉlÉS ííhm r ■_ ,■ ' • * ' • •• J'< ' ’ . í ɧ |É , ^ ■ ' . . ........................................: . a ® SOLUHÆSTU BÆKURNAR Ætla má, að nú sé korninn út mestur hluti þeirra bóka, sem prýða eiga glugga bókaverzlana fyrir þessi jól. Sala bókanna er einnig að færast í aukana, og mun hún fara stigvaxandi úr þessu alit til jóla. Bækur hafa að vfsu hækkað nokkuð frá síð- asta ári, en bóksalar búast þó sízt við minni sölu en í fyrra. í sambandi við þessa sölukönnun skal þess látið getið, að leitað er til sex af stærstu bókaverzlunum í Reykjavik, sem ekki hafa bein afskipti af bókaútgáfu til þess að tryggt sé, að bók- salar gefi upp réttar bækur, en freistist ekki til að láta ósk- hyggju um sölu á eigin bókum. Auk þess ber þessum bóksöl- um mjög saman um röðina, svo að óhætt mun að undirstrika, að könnunin gefi réttar niðurstöður. Listinn lítur nú þannig út, tölurnar innan sviga tákna stöðu bókanna á siðasta Iista: 1. Jónas Árnason: Syndin er lævís og lipur (1) 2. Jónas Þorbergsson: Líf er að loknu þessu (2). 3. Kristmann Guðmundsson: ísold hin gullna (3). 4. Stefán Jónsson: Mínir menn. 5. Örlygur Sigurðsson: Prófílar og pamfilar (4). Esjustrandið ♦ Á þessari dýptarmælismynd, sem tekin var á umhverfi strand staðar Esju í Eyjafirði, gefur að líta sjávaryfirborðið á svörtu Ifnunni sem liggur efst eftir henni endilangri. Esjan liggur þar sem línan brotnar um það bil á miðri myndinni. Sandrifið sem hún strandaði á sést einnig á myndinni, en það er dökka línan sem hæst rís á myndinni og kemst næst sjávaryfirborð- inu. Þar voru 2—3 faðmar niður á grynningar. Dökku blettirnir, sem mest ber á á myndinni, eru bóns vegar Ióðningar á síld. 4 Ferðin var stutt fyrlr far- þegana á Esju. Þeir komust að- eins út á móts við Gása. Þar varð þeim bjargað í land og hér eru þeir nýkomnir á þurrt með farangur sinn. Að utan — Framhald af bls. 8. leysi sínu og vinnugleði varð hún fyrirmynd allra hollenzkra flóttamanna í Englandi. Þeir sem hafa verið í Hollandi á afmælisdegi Vilhelmínu drottningar og séð unga og gamla dansa á götunum af gleði yfir „Onze Wilhelmientje", hafa fengið dálitla hugmynd um hve mikið hún var dáð. Vilhelmfna var gift prins Heinrich, hertoga af Mecklen- burg-Schwerin. Þau bjuggu oft- ast í litlu sloti, „Het Loo“, og þar voru allar strangar siða- reglur bannaðar, svo að þau gætu lifað einföldu hversdags- lífi. En þrátt fyrir mann, börn og að því er virtist hamingjusamt fjölskyldulíf, var hún mjög ein- mana þessi 50 ár, sem hún ríkti. í endurminningum sínum, sem komu út þegar hún var 78 ára gömul, lýsir hún lífi sínu sem einvaldskonungi — sem lífi í búri. Viðhorfi hennar til lffs síns verður ef til vill bezt lýst með því, sem frænka hennar sagði mn hana: Þegar hún var barn og lék sér með brúðunum sínum var hún vön að segja við þær þegar þær voru óþæg- ar, að ef þær gegndu ekki, skyldu þær verða drottningar — og þá mætti enginn leika við þær. Krupu í síðustu sinn Stjörnubíó sýnir kvikmyndina GENE KRUPA í allra síðasta sinn f kvöld. Þessi bandaríska stór- mynd hefur verið sýnd við miklar vinsældir, enda verið sýnd all lengi, og var ætlunin, að hætta að sýna hana um síðustu helgi, en vegna þess að nýr kippur kom í sóknina, er hún var auglýst til sýningar, þótti ekki annað fært en að sýna hana enn eitt kvöld. Var hún svo sýnd í gærkvöldi við góða aðsókn, en í kvöld eru allra sein- ustu forvöð að sjá hana. — Kvik- myndin fjallar um trommuslagar- ann Gene Krupa og ástarævintýri hans og baráttu til þess að sigrast á eiturlyfjanautn. Aðalhlutverk leika Sal Mineo og James Sarren og skila þeim vel. — 1. Leiðrétting Þau mistök urðu hér í blaðinu í gær. að mynd af Helgu Níels- dóttur birtist með fregn um bók- ina íslenzkar Ijósmæður. Myndin átti að birtast með frétt um bók- ina Fimm konur eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson, en sú frétt varð að bíða vegna rúmleysis. Slys ú vinnustuð 1 gærmorgun varð maður fyrir slysi á vinnustað hér í Reykjavfk. Maðurinn heitir Örn Guðmanns- son og var hann við starf f véla- verkstæði Sigurðar Sveinbjöms- sonar að Skúlatúni 6 þegar jám féll ofan á fót hans og marði hann illa á ristinni. Örn var fluttur í slysavarðstofuna til aðgerðar. i Húshjúlp — Englund Ensk hjón með tveim bömum í Grinsby óska að ráða íslenzka húshjálp hið fyrsta. Ferða- kostnaður greiðist. Góð vinnuaðstaða. Símar 17250 og 17440. KRUPS er merkið sem heimurinn þekkir. Kmps- hræriar. Krups-brauðristar, Krups-kaffi- kvarnir. Söluumboð fyrir Krupsrafmagns- vorur. Hafnarstræti Í5 Sími 52329. Munið jólagjafasjóð stóru barnanna Tekið verður á móti gjöfum í sjóðinn eins og undanfarin ár. Á skrifstofu styrktarfélags vangefinna Skólavörðustíg 18. Sími 15941. Styrktarfélag Vangefinna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.